Gunnar Bragi: „Skylda ríkisstjórnarinnar að fylgja eftir stefnumálum sem meirihlutinn kaus“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 17. mars 2015 15:39 vísir/gva Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra flutti í dag munnlega skýrslu á bréfi sínu til Evrópusambandsins um slit á aðildarviðræðum. Hann sagði að aðgerðir ríkisstjórnarinnar væru á mjög traustum stjórnskipunarlegum grunni. Utanríkismál væru á forræði framkvæmdavaldsins en ekki löggjafans og því geti Alþingi ekki gripið inn í meðferð utanríkismála. Hann beri þó virðingu fyrir því að stjórnarandstöðunni hafi þótt fram hjá sér og þinginu gengið. Þá sagði Gunnar að það ætti engum að dyljast að ríkisstjórnin hafi haft það á stefnuskránni að binda endi á umsóknarferli Íslands að Evrópusambandinu. Stefna ríkisstjórnarflokkanna hefði öllum verið ljós og því hefðu flokkarnir fengið skýrt brautargengi í kosningunum. „Það fóru fram kosningar þar sem afstaða fyrra þings laut í lægra haldi og gjörbreytti pólitísku landslagi á Íslandi. Það er skylda ríkisstjórnarinnar að fylgja eftir stefnumálum sem meirihlutinn kaus og mönnum hefur verið tíðrætt um lýðræðislega stjórnarhætti síðustu daga. Í því samhengi verður að halda því til haga að það samræmist ekki lýðræðislegum stjórnarháttum ef ný ríkisstjórn er bundin því að fylgja eftir stefnumálum fyrri ríkisstjórnar sem kjósendur hafa hafnað,“ sagði Gunnar Bragi. „Mín skoðun er síðan sú að til að endurvekja þetta ferli þá þurfi að endurnýja umsóknina og það fari best á því að það það verði þjóðin sem það geri í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hvernig að því verði staðið er mál seinni tíma. Síðari ríkisstjórna en ekki síður ESB sem leggur línurnar um hvernig staðið verði að málum. Nú er staðan sú að málið er á borði ESB og það er fyrir sambandið að vega það og meta hvernig það bregst við bréfinu,“ sagði hann jafnframt og bætti við að hann ætti ekki von á öðru en að Evrópusambandið myndi fallast á beiðni íslenskra stjórnvalda.Hægt er að hlusta á ræðu Gunnars Braga í heild hér. Alþingi Tengdar fréttir Tilraun til að lenda ESB málinu í góðu Ákvörðunin tekin í samráði við ESB. 16. mars 2015 18:59 Skorar á stjórnarandstöðu að láta reyna á vantraust Þingforseti segir ekki gengið á rétt þingsins 16. mars 2015 20:05 Bréf til ESB hættulegt fordæmi Viðskiptaráð fordæmir léleg vinnubrögð stjórnvalda vegna viðræðuslita. 17. mars 2015 08:15 Brigslað um svik og svínarí Hiti var í þingmönnum í gær vegna ESB-mála. Stjórnarandstaðan sakar stjórnina um valdníðslu og brot gegn þingræðinu. Forsætisráðherra sagður svíkja drengskaparheit. Besta mögulega leiðin, segir forsætisráðherra. 17. mars 2015 07:30 Mótmæla yfirgangi stjórnvalda Um 300 manns mættu á mótmæli gegn bréfaskrifum utanríkisráðherra. 17. mars 2015 09:15 Gunnar Bragi á fundi utanríkismálanefndar: „Við erum búin að núllstilla ferlið“ Utanríkisráðherra lýsti því yfir á fundi utanríkismálanefndar í morgun að aðildarviðræðum við ESB væri formlega lokið. 17. mars 2015 10:48 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra flutti í dag munnlega skýrslu á bréfi sínu til Evrópusambandsins um slit á aðildarviðræðum. Hann sagði að aðgerðir ríkisstjórnarinnar væru á mjög traustum stjórnskipunarlegum grunni. Utanríkismál væru á forræði framkvæmdavaldsins en ekki löggjafans og því geti Alþingi ekki gripið inn í meðferð utanríkismála. Hann beri þó virðingu fyrir því að stjórnarandstöðunni hafi þótt fram hjá sér og þinginu gengið. Þá sagði Gunnar að það ætti engum að dyljast að ríkisstjórnin hafi haft það á stefnuskránni að binda endi á umsóknarferli Íslands að Evrópusambandinu. Stefna ríkisstjórnarflokkanna hefði öllum verið ljós og því hefðu flokkarnir fengið skýrt brautargengi í kosningunum. „Það fóru fram kosningar þar sem afstaða fyrra þings laut í lægra haldi og gjörbreytti pólitísku landslagi á Íslandi. Það er skylda ríkisstjórnarinnar að fylgja eftir stefnumálum sem meirihlutinn kaus og mönnum hefur verið tíðrætt um lýðræðislega stjórnarhætti síðustu daga. Í því samhengi verður að halda því til haga að það samræmist ekki lýðræðislegum stjórnarháttum ef ný ríkisstjórn er bundin því að fylgja eftir stefnumálum fyrri ríkisstjórnar sem kjósendur hafa hafnað,“ sagði Gunnar Bragi. „Mín skoðun er síðan sú að til að endurvekja þetta ferli þá þurfi að endurnýja umsóknina og það fari best á því að það það verði þjóðin sem það geri í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hvernig að því verði staðið er mál seinni tíma. Síðari ríkisstjórna en ekki síður ESB sem leggur línurnar um hvernig staðið verði að málum. Nú er staðan sú að málið er á borði ESB og það er fyrir sambandið að vega það og meta hvernig það bregst við bréfinu,“ sagði hann jafnframt og bætti við að hann ætti ekki von á öðru en að Evrópusambandið myndi fallast á beiðni íslenskra stjórnvalda.Hægt er að hlusta á ræðu Gunnars Braga í heild hér.
Alþingi Tengdar fréttir Tilraun til að lenda ESB málinu í góðu Ákvörðunin tekin í samráði við ESB. 16. mars 2015 18:59 Skorar á stjórnarandstöðu að láta reyna á vantraust Þingforseti segir ekki gengið á rétt þingsins 16. mars 2015 20:05 Bréf til ESB hættulegt fordæmi Viðskiptaráð fordæmir léleg vinnubrögð stjórnvalda vegna viðræðuslita. 17. mars 2015 08:15 Brigslað um svik og svínarí Hiti var í þingmönnum í gær vegna ESB-mála. Stjórnarandstaðan sakar stjórnina um valdníðslu og brot gegn þingræðinu. Forsætisráðherra sagður svíkja drengskaparheit. Besta mögulega leiðin, segir forsætisráðherra. 17. mars 2015 07:30 Mótmæla yfirgangi stjórnvalda Um 300 manns mættu á mótmæli gegn bréfaskrifum utanríkisráðherra. 17. mars 2015 09:15 Gunnar Bragi á fundi utanríkismálanefndar: „Við erum búin að núllstilla ferlið“ Utanríkisráðherra lýsti því yfir á fundi utanríkismálanefndar í morgun að aðildarviðræðum við ESB væri formlega lokið. 17. mars 2015 10:48 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Skorar á stjórnarandstöðu að láta reyna á vantraust Þingforseti segir ekki gengið á rétt þingsins 16. mars 2015 20:05
Bréf til ESB hættulegt fordæmi Viðskiptaráð fordæmir léleg vinnubrögð stjórnvalda vegna viðræðuslita. 17. mars 2015 08:15
Brigslað um svik og svínarí Hiti var í þingmönnum í gær vegna ESB-mála. Stjórnarandstaðan sakar stjórnina um valdníðslu og brot gegn þingræðinu. Forsætisráðherra sagður svíkja drengskaparheit. Besta mögulega leiðin, segir forsætisráðherra. 17. mars 2015 07:30
Mótmæla yfirgangi stjórnvalda Um 300 manns mættu á mótmæli gegn bréfaskrifum utanríkisráðherra. 17. mars 2015 09:15
Gunnar Bragi á fundi utanríkismálanefndar: „Við erum búin að núllstilla ferlið“ Utanríkisráðherra lýsti því yfir á fundi utanríkismálanefndar í morgun að aðildarviðræðum við ESB væri formlega lokið. 17. mars 2015 10:48