Hyggjast setja sjálfstýrðan fljúgandi bíl á markað ingvar haraldsson skrifar 16. mars 2015 12:31 Hægt er að fella vængi flugvélarinnar aftur og aka þeim um hefðbundna vegi. mynd/aeromobil Tæknifyrirtækið AeroMobil vinnur nú að því að framleiða bifreið sem hægt er að fljúga. Stefnt er að því að farartækið komi út árið 2017. Juraj Vaculik, forstjóri AeroMobil, segir að bifreiðin fljúgandi verði eins og „Ferrari með vængi.“ Í kjölfarið hyggst fyrirtækið vinna að hönnun sjálfstýrðar fljúgandi bifreiðar. „Við þurfum aðra byltingu, byltingu í ferðahögun einstaklinga,“ sagði Vaculik á ráðstefnu í Austin í Texas um helgina. Vaculik segir tæknin fyrir sjálfstýrðar flugvélar vera til staðar. Vandinn elist í að færa hana yfir á bifreiðar. „Það eru þegar til kerfi sem lenda og taka á loft sjálfvirkt. Það er hægt að láta þessi kerfi vinna saman“, segir Vaculik í samtali við vefmiðilin Mashable.Fyrirtækið hefur unnið að útgáfu fljúgandi bíla um nokkurn tíma. Nýjasta frumgerð AeroMobil er sögð geta tekið af stað og lent á grasi og á flugbrautum. Hins vegar gæti verið talsvert flókið fyrir Aeromobil að koma bílnum í almenna sölu líkt og bent er á í frétt The Verge. Vaculik telur að í framtíðinni muni flugbílar geti tekið af stað á grasblettum við hraðbrautir og bensínstöðvar. Til þess þarf þó að sannfæra yfirvöld á hverjum stað að koma upp slíkri aðstöðu og að farartækin brjóti ekki bága við reglugerðir. Þá þyrftu ökumenn bifreiðanna þyrftu einnig að vera lærðir flugmenn. Ekki er búið að gefa út hvað farartækið eigi að kosta nákvæmlega en Vaculik telur að það muni kosta nokkur hundruð þúsund evrur. Umreiknað í íslenskar krónur mun hver flugbíll því kosta tugi milljóna. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Tæknifyrirtækið AeroMobil vinnur nú að því að framleiða bifreið sem hægt er að fljúga. Stefnt er að því að farartækið komi út árið 2017. Juraj Vaculik, forstjóri AeroMobil, segir að bifreiðin fljúgandi verði eins og „Ferrari með vængi.“ Í kjölfarið hyggst fyrirtækið vinna að hönnun sjálfstýrðar fljúgandi bifreiðar. „Við þurfum aðra byltingu, byltingu í ferðahögun einstaklinga,“ sagði Vaculik á ráðstefnu í Austin í Texas um helgina. Vaculik segir tæknin fyrir sjálfstýrðar flugvélar vera til staðar. Vandinn elist í að færa hana yfir á bifreiðar. „Það eru þegar til kerfi sem lenda og taka á loft sjálfvirkt. Það er hægt að láta þessi kerfi vinna saman“, segir Vaculik í samtali við vefmiðilin Mashable.Fyrirtækið hefur unnið að útgáfu fljúgandi bíla um nokkurn tíma. Nýjasta frumgerð AeroMobil er sögð geta tekið af stað og lent á grasi og á flugbrautum. Hins vegar gæti verið talsvert flókið fyrir Aeromobil að koma bílnum í almenna sölu líkt og bent er á í frétt The Verge. Vaculik telur að í framtíðinni muni flugbílar geti tekið af stað á grasblettum við hraðbrautir og bensínstöðvar. Til þess þarf þó að sannfæra yfirvöld á hverjum stað að koma upp slíkri aðstöðu og að farartækin brjóti ekki bága við reglugerðir. Þá þyrftu ökumenn bifreiðanna þyrftu einnig að vera lærðir flugmenn. Ekki er búið að gefa út hvað farartækið eigi að kosta nákvæmlega en Vaculik telur að það muni kosta nokkur hundruð þúsund evrur. Umreiknað í íslenskar krónur mun hver flugbíll því kosta tugi milljóna.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira