Á síðustu fjórum árum hefur KR orðið Íslandmeistari tvisvar og þrisvar hefur liðið orðið bikarmeistari.
Það verður því pressa á nýjum þjálfara liðsins, Bjarna Guðjónssyni, í sumar.
„Við erum að vinna í því að styrkja hópinn enn frekar. Við ætlum að sjálfsögðu að keppa á toppnum í sumar," segir Bjarni í samtali við Guðjón Guðmundsson.
Það hafa orðið miklar breytingar á hópi KR-inga en liðið samt afar öflugt.
„Við erum að reyna að ná okkur í einn framúrskarandi leikmenn í viðbót. Við tökum ekki leikmann bara til að fá leikmenn. Ef þessi framúrskarandi finnst ekki þá keyrum við á mannskapnum sem er til staðar."
Sjá má innslag Gaupa hér að ofan.
