Fara fram á endurupptöku í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu

Beiðnin byggir að stórum hluta á skýrslu starfshóps Ögmundar Jónassonar, fyrrverandi innanríkisráðherra, en hópurinn skilaði af sér viðamikilli skýrslu um málið í mars 2013. Niðurstöður hópsins voru að frumburðir sakborninga hafi ýmist verið falskir eða óáreiðanlegir. Því standi veigamikil rök til þess að málið verði tekið upp aftur.
Þá byggir beiðnin einnig á lögum um heimild til endurupptöku vegna látinna dómþola. Þau voru samþykkt á Alþingi í desember í fyrra. Pressan sagði fyrst frá málinu í morgun.
Í samtali við Vísis segir Lúðvík að vinnan við beiðnina hafi staðið yfir nokkuð lengi. Í heildina hlaupi beiðnin á nokkur hundruð síðum.
Tengdar fréttir

„Af hverju ætli þetta mál lifi með þjóðinni?“
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að skipa settan ríkissaksóknara sem mun fara yfir endurupptökubeiðnir í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu eftir að Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari lýsti sig vanhæfa. Embættismenn í dómsmáláráðuneytinu ræddu við mögulega kandídata í dag og á að kynna settan saksóknara á allra næstu dögum.

"Hvers vegna játar manneskja á sig morð sem hún hefur ekki framið?"
Hópur þáttagerðamanna frá BBC eru nú staddur hér á landi til að gera heimildarmynd og útvarpsþátt um Guðmundar- og Geirfinnsmálin. Falskar játningar sakborninga og dagbækur þeirra sem síðar komu í ljós gera málið einstakt, að þeirra mati.

BBC fjallar um Guðmundar og Geirfinnsmálið
Á vef BBC má sjá ítarlega gagnvirka grein um Guðmundar og Geirfinnsmálið, sem byggð er á vinnu heimildarþáttargerðamanna hér á landi.

Erla Bolladóttir fer formlega fram á endurupptöku
Ragnar Aðalsteinsson lögmaður segir að ekkert mál af þessari stærðargráðu hafi borist endurupptökunefnd til þessa.

Davíð Þór tjáði sig um Guðmundar- og Geirfinnsmálin árið 1997
Settur saksóknari til að fara yfir endurupptökubeiðni í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, tjáði sig ítarlega um málið í sjónvarpsþætti á RÚV árið 1997.

Saksóknari tók 554 daga í að ákveða sig: Sigmundur segist bregðast fljótt við
Erla Bolladóttir, ein þeirra dæmdu í málinu, spyr hvers vegna það hafi tekið ríkissaksóknara svo langan tíma að lýsa yfir vanhæfi.

Ættingjar látinna sakborninga geta krafist endurupptöku
Alþingi setti lög í gærkvöldi sem gera ættingjum tveggja dæmdra manna í Guðmundar- og Geirfinnsmálum kleift að krefjast endurupptöku málanna.

Þurfti að bíða eftir formlegri beiðni til að taka afstöðu um vanhæfi
Sigríður Friðjónsdóttir ríkissakskóknari segist ekki hafa geta tekið ákvörðun um vanhæfi í Geirfinns- og Guðmundar málunum fyrr en formleg beiðni um endurupptöku hafi legið fyrir. Sú beiðni hafi borist 4. september.

Sjálfstætt fólk: Dæmdur í 12 ára fangelsi en heldur enn fram sakleysi sínu
Sjálfstætt Fólk fjallar um séra Guðjón Skarphéðinsson sem var dæmdur í 12 ára fangelsi fyrir morð í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum.