Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Jón Ísak Ragnarsson skrifar 4. apríl 2025 17:32 Formaður og ritari Sjálfstæðisflokksins ásamt fráfarandi og nýjum framkvæmdastjóra. Sjálfstæðisflokkurinn Björg Ásta Þórðardóttir hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Hún tekur við af Þórði Þórarinssyni sem lætur af störfum eftir ellefu ára starf sem framkvæmdastjóri flokksins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum þar sem fram kemur að Björg hafi setið í fjölmörgum stjórnum og nefndum á vegum stjórnvalda og í atvinnulífinu. „Björg Ásta Þórðardóttir lauk meistaraprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2014 og hlaut málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi árið 2015. Hún hefur víðtæka reynslu af lögfræðistörfum, meðal annars sem yfirlögfræðingur Samtaka iðnaðarins, lögfræðingur hjá Félagi atvinnurekenda og fulltrúi hjá Málflutningsstofu Reykjavíkur. Hún hefur einnig starfað hjá lögreglunni á Suðurnesjum og síðast sem aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.“ „Björg hefur setið í fjölmörgum stjórnum og nefndum á vegum stjórnvalda og í atvinnulífinu. Hún er fædd og uppalin á Suðurnesjum og á að baki farsælan knattspyrnuferil með íslenskum félagsliðum og landsliðinu. Hún hefur sinnt ýmsum trúnaðarstörfum á vettvangi íþrótta, m.a. sem fulltrúi í dómstól ÍSÍ og í aga- og úrskurðarnefnd KSÍ. Þá hefur hún gegnt formennsku í MS-félagi Íslands.“ Björg Ásta er búsett á Suðurnesjum ásamt sambýliskonu sinni, Ósk Laufeyju Breiðfjörð, og eiga þær saman þrjú börn. „Það er mér mikill heiður og ánægja að fá þetta tækifæri. Ég hlakka til að takast á við þetta mikilvæga verkefni, vinna með frábæru fólki innan flokksins og leggja mitt af mörkum til að efla starfsemi Sjálfstæðisflokksins um allt land,“ sagði Björg Ásta. Kveður eftir ellefu ára starf Framkvæmdastjóraskiptin fóru fram á miðstjórnarfundi flokksins fyrr í dag. Á fundinum færði Guðrún Hafsteinsdóttir Þórði bestu þakkir fyrir hans mikilvæga og óeigingjarna starf í framlínunni síðastliðinn rúman áratug. Fram kemur að Þórður hafi tekið til starfa í Valhöll 1. mars 2014. „Þórður hefur leitt starf skrifstofunnar í fernum alþingiskosningum, þrennum sveitarstjórnarkosningum og haldið fjóra landsfundi. Þess má einnig geta að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur undanfarin ár lagt upp í fimm hringferðir um landið í tengslum við kjördæmaviku.“ „Á þessum tímamótum er mér þakklæti efst í huga fyrir þann drjúga tíma sem ég hef starfað í Valhöll fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Það hafa verið forréttindi að fá að lifa og hrærast í innsta hring þjóðmálanna, kynnast fólki af öllu landinu og úr ólíkum starfsstéttum sem vill leggja sitt af mörkum fyrir hugsjónir okkar og vinna að framfaramálum fyrir land og þjóð. Ég hef á þessum tíma eignast fjölda vina til lífstíðar, nokkuð sem ég lít á sem dýrmæta gjöf, og vil koma á framfæri þökkum til allra flokksmanna fyrir traust og góð samskipti. Samstarfsmönnum af skrifstofunni færi ég sérstakar þakkir, öllum í þingflokknum og trúnaðarmönnum í flokksstarfinu færi ég mínar bestu kveðjur,“ sagði Þórður. Samkomulag hefur orðið um að Þórður muni starfa við hlið nýs framkvæmdastjóra næstu vikurnar og sem ráðgjafi flokksins næstu mánuði. Sjálfstæðisflokkurinn Vistaskipti Tengdar fréttir Hreinn hættur og Björg Ásta ráðin aðstoðarmaður Björg Ásta Þórðardóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Guðrúnar Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra. Hún tekur við af Hreini Loftssyni, sem hefur látið af störfum. 21. september 2023 10:07 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af tollum ESB, olíþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum þar sem fram kemur að Björg hafi setið í fjölmörgum stjórnum og nefndum á vegum stjórnvalda og í atvinnulífinu. „Björg Ásta Þórðardóttir lauk meistaraprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2014 og hlaut málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi árið 2015. Hún hefur víðtæka reynslu af lögfræðistörfum, meðal annars sem yfirlögfræðingur Samtaka iðnaðarins, lögfræðingur hjá Félagi atvinnurekenda og fulltrúi hjá Málflutningsstofu Reykjavíkur. Hún hefur einnig starfað hjá lögreglunni á Suðurnesjum og síðast sem aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.“ „Björg hefur setið í fjölmörgum stjórnum og nefndum á vegum stjórnvalda og í atvinnulífinu. Hún er fædd og uppalin á Suðurnesjum og á að baki farsælan knattspyrnuferil með íslenskum félagsliðum og landsliðinu. Hún hefur sinnt ýmsum trúnaðarstörfum á vettvangi íþrótta, m.a. sem fulltrúi í dómstól ÍSÍ og í aga- og úrskurðarnefnd KSÍ. Þá hefur hún gegnt formennsku í MS-félagi Íslands.“ Björg Ásta er búsett á Suðurnesjum ásamt sambýliskonu sinni, Ósk Laufeyju Breiðfjörð, og eiga þær saman þrjú börn. „Það er mér mikill heiður og ánægja að fá þetta tækifæri. Ég hlakka til að takast á við þetta mikilvæga verkefni, vinna með frábæru fólki innan flokksins og leggja mitt af mörkum til að efla starfsemi Sjálfstæðisflokksins um allt land,“ sagði Björg Ásta. Kveður eftir ellefu ára starf Framkvæmdastjóraskiptin fóru fram á miðstjórnarfundi flokksins fyrr í dag. Á fundinum færði Guðrún Hafsteinsdóttir Þórði bestu þakkir fyrir hans mikilvæga og óeigingjarna starf í framlínunni síðastliðinn rúman áratug. Fram kemur að Þórður hafi tekið til starfa í Valhöll 1. mars 2014. „Þórður hefur leitt starf skrifstofunnar í fernum alþingiskosningum, þrennum sveitarstjórnarkosningum og haldið fjóra landsfundi. Þess má einnig geta að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur undanfarin ár lagt upp í fimm hringferðir um landið í tengslum við kjördæmaviku.“ „Á þessum tímamótum er mér þakklæti efst í huga fyrir þann drjúga tíma sem ég hef starfað í Valhöll fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Það hafa verið forréttindi að fá að lifa og hrærast í innsta hring þjóðmálanna, kynnast fólki af öllu landinu og úr ólíkum starfsstéttum sem vill leggja sitt af mörkum fyrir hugsjónir okkar og vinna að framfaramálum fyrir land og þjóð. Ég hef á þessum tíma eignast fjölda vina til lífstíðar, nokkuð sem ég lít á sem dýrmæta gjöf, og vil koma á framfæri þökkum til allra flokksmanna fyrir traust og góð samskipti. Samstarfsmönnum af skrifstofunni færi ég sérstakar þakkir, öllum í þingflokknum og trúnaðarmönnum í flokksstarfinu færi ég mínar bestu kveðjur,“ sagði Þórður. Samkomulag hefur orðið um að Þórður muni starfa við hlið nýs framkvæmdastjóra næstu vikurnar og sem ráðgjafi flokksins næstu mánuði.
Sjálfstæðisflokkurinn Vistaskipti Tengdar fréttir Hreinn hættur og Björg Ásta ráðin aðstoðarmaður Björg Ásta Þórðardóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Guðrúnar Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra. Hún tekur við af Hreini Loftssyni, sem hefur látið af störfum. 21. september 2023 10:07 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af tollum ESB, olíþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Sjá meira
Hreinn hættur og Björg Ásta ráðin aðstoðarmaður Björg Ásta Þórðardóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Guðrúnar Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra. Hún tekur við af Hreini Loftssyni, sem hefur látið af störfum. 21. september 2023 10:07