Commerzbank samþykkir að greiða 200 milljarða sekt ingvar haraldsson skrifar 13. mars 2015 12:08 Commerzbank, næst stærsti banki Þýskalands, átti í ólöglegum viðskiptum við Íran og Súdan. vísir/epa Næst stærsti banki Þýskalands, Commerzbank, hefur samþykkt að greiða bandarískum yfirvöldum 1,45 milljarða dollara, um 200 milljarða króna. Greiðslan kemur til vegna brota bankans á efnahagsþvingunum gagnvart Íran og Súdan og í tengslum við peningaþvætti japanska fyrirtækisins Olympus. BBC greinir frá. Bankinn er sagður hafa horft framhjá lögbrotum auk þess að reyna að hylja slóð sína til að koma í veg fyrir að ólöglegar millifærslur uppgötvuðust. Meðal sönnunargagna var tölvupóstur sem starfsmaður Commerzbank sendi samstarfsmönnum sínum: „Ef af einhverri ástæðu CB [Commerzbank] New York spyr hvers vegna veltan hafi aukist svo mikið, ekki undir neinum kringumstæðum minnast á að það hafi verið í tengslum við greiðslujöfnun íranskra banka!!!!!!!!!!!!!“ Commerzbank er langt því frá eini bankinn sem talinn er hafa brotið gegn bandarískum efnahagsþvingunum. Í fyrra samþykkti franski bankinn BNP Paribas að greiða 8,9 milljarða dollara, um 1200 milljarða íslenskra króna sekt. Þá hefur Standard Chartered verið kærður tvívegis á þrem árum fyrir samskonar brot. Bankarnir HSBC, ING og Credit Suisse hafa einnig gerst brotlegir við reglurnar. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Næst stærsti banki Þýskalands, Commerzbank, hefur samþykkt að greiða bandarískum yfirvöldum 1,45 milljarða dollara, um 200 milljarða króna. Greiðslan kemur til vegna brota bankans á efnahagsþvingunum gagnvart Íran og Súdan og í tengslum við peningaþvætti japanska fyrirtækisins Olympus. BBC greinir frá. Bankinn er sagður hafa horft framhjá lögbrotum auk þess að reyna að hylja slóð sína til að koma í veg fyrir að ólöglegar millifærslur uppgötvuðust. Meðal sönnunargagna var tölvupóstur sem starfsmaður Commerzbank sendi samstarfsmönnum sínum: „Ef af einhverri ástæðu CB [Commerzbank] New York spyr hvers vegna veltan hafi aukist svo mikið, ekki undir neinum kringumstæðum minnast á að það hafi verið í tengslum við greiðslujöfnun íranskra banka!!!!!!!!!!!!!“ Commerzbank er langt því frá eini bankinn sem talinn er hafa brotið gegn bandarískum efnahagsþvingunum. Í fyrra samþykkti franski bankinn BNP Paribas að greiða 8,9 milljarða dollara, um 1200 milljarða íslenskra króna sekt. Þá hefur Standard Chartered verið kærður tvívegis á þrem árum fyrir samskonar brot. Bankarnir HSBC, ING og Credit Suisse hafa einnig gerst brotlegir við reglurnar.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira