Körfubolti

Marbury er keisarinn í Kína

Stephon Marbury í leik með Pekingöndunum.
Stephon Marbury í leik með Pekingöndunum. vísir/getty
Hélstu að Stephon Marbury væri hættur í körfubolta? Því fer víðs fjarri því hann er enn að gera það gott.

Þessi 38 ára gamli kappi er nefnilega enn í fullu fjöri í Kína þar sem hann var að vinna sinn þriðja meistaratitil á fjórum árum með Pekingöndunum eða Beijing Ducks.

Marbury skoraði 24 stig, hgaf 7 stoðsendingar og stal 4 boltum er Pekingendurnar lögðu Fljúgandi hlébarðana frá Liaoning, 106-98, í sjötta leik liðanna um meistaratitilinn.

Annar titill félagsins í röð og Marbury valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar með tæplega 27 stig að meðaltali í leik.

Það áttu ekki margir von á því að Marbury myndi gera mikið er hann fór til Kína árið 2008. Ferill hans hafði verið á hraðri niðurleið og bensíntankurinn virtist vera tómur. Hann hefur því troðið upp í marga á síðustu árum.

Marbury spilaði með Minnesota, New Jersey, Phoenix, NY Knicks og Boston Celtics á ferli sínum í NBA-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×