Viðskipti erlent

Tsipras og Merkel funda í dag: Gjaldþrot Grikkja yfirvofandi

ingvar haraldsson skrifar
Angela Merkel og Alexis Tsipras fyrir fund leiðtogaráðs Evrópusambandsins þann 19. mars síðastliðinn.
Angela Merkel og Alexis Tsipras fyrir fund leiðtogaráðs Evrópusambandsins þann 19. mars síðastliðinn. nordicphotos/afp
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, og  Angela Merkel, kanslari Þýskalands, munu funda í dag vegna stöðu grískra ríkisfjármála. Bloomberg greinir frá.

Grikkir þurfa nauðsynlega á 240 milljarða evra neyðarláni að halda frá evruríkjunum. Greiðsla á því láni hefur verið frestað þar til Grikkir leggja fram raunhæfar áætlun að mati lánveitendanna á hvernig þeir hyggist koma á ríkisfjármálin.

En gríska ríkið er að renna út á tíma. Grikkir hafa verið útilokaðir frá alþjóðlegum lánamörkuðum. Stjórnvöld þar í landi eiga í vandræðum með að fjármagna 1,5 milljarða evra greiðslu á lífeyri og launum opinbera starfsmanna sem greiðast á í lok vikunnar. Fáist ekki aukið lánsfé mun laust fé gríska ríkisins klárast í byrjun apríl og þá blasir gjaldþrot við.

Því er afar mikilvægt fyrir Grikki að samið verið á næstu dögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×