Körfubolti

Víkingarnir komnir með bakið upp við vegg

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sigurður og félagar verða að vinna næsta leik gegn Boras Basket.
Sigurður og félagar verða að vinna næsta leik gegn Boras Basket. vísir/daníel
Sigurður Þorsteinsson og félagar í sænska körfuboltaliðinu Solna Vikings töpuðu fyrir Borås Basket, 96-84, í átta-liða úrslitum úrslitakeppninnar þar í landi.

Staðan í einvígi liðanna er 2-1 Borås í vil en vinna þarf þrjá leiki til að komast áfram í undanúrslitin. Liðin mætast í fjórða sinn á heimavelli Víkinganna á þriðjudaginn.

Sigurður átti fínan leik fyrir Solna í dag; skoraði níu stig, tók átta fráköst, gaf þrjár stoðsendingar og varði tvö skot á 21 mínútu. Hann tapaði boltanum hins vegar fimm sinnum.


Tengdar fréttir

Jólin koma snemma hjá körfuboltafólkinu í ár

Sigurður Gunnar Þorsteinsson er á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku. Liði hans, Solna Vikings, hefur gengið upp og ofan í vetur en deildarkeppninni lýkur í kvöld. Fram undan er átta liða úrslitakeppni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×