Enski boltinn

Moyes: Enska úrvalsdeildinni ekki verið slakari í mörg ár

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Moyes segist hafa hafnað nokkrum tilboðum til að taka við Real Sociedad.
Moyes segist hafa hafnað nokkrum tilboðum til að taka við Real Sociedad. vísir/getty
David Moyes, knattspyrnustjóri Real Sociedad á Spáni, segir að enska úrvalsdeildin hafi ekki verið slakari í langan tíma.

„Kannski höfum við talað úrvalsdeildina meira upp en góðu hófi gegnir. Tímabilið í ár er sennilega það slakasta í úrvalsdeildinni í mörg ár,“ sagði Moyes í samtali við BBC en umræðan um gæði ensku úrvalsdeildarinnar hefur komist í hámæli eftir ófarir ensku liðanna í Evrópu í vetur.

Moyes setur einnig spurningarmerki við óhóflega eyðslu ensku liðanna.

„Þessi mikla eyðsla í leikmannakaup ... kannski er þetta ekki rétta leiðin,“ sagði Moyes sem tók við Sociedad í nóvember á síðasta ári.

„Auðvitað eyða stærstu félögin á Spáni háum fjárhæðum en minni liðin geta það ekki.

„Atletico Madrid hefur verið í fjárhagsvandræðum síðustu ár en þeir ná samt árangri. Valencia og Villarreal hafa einnig komist langt í Evrópudeildinni.“

Moyes, sem var sagt upp störfum sem knattspyrnustjóri Manchester United fyrir tæpu ári síðan, segist hafa hafnað 3-4 tilboðum til að geta tekið við Sociedad sem situr í 12. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar.

Skotinn segir að fleiri breskir knattspyrnustjórar eigi að reyna fyrir sér erlendis.

„Það eru margir erlendir stjórar á Englandi en við það eru ekki nógu margir breskir stjórir sem starfa erlendis. Samt held ég að þeir standist samanburðinn við stjóra frá hvaða landi sem er.“


Tengdar fréttir

Enska Evrópuævintýrið breyttist í martröð

Í annað skiptið á þremur árum er ekkert enskt lið í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Ensku liðin sem voru þrjú í undanúrslitunum þrjú ár í röð frá 2007 til 2009 virðast enn hafa dregist langt aftur úr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×