David De Gea, markvörður Manchester United, er sá besti að hans mati í báðum deildum og ver því mark úrvalsliðsins, en Branislav Ivanovic er sá eini úr ensku deildinni í varnarlínunni.
Spánverjinn Gerard Pique hjá Barcelona og Úrúgvæinn Diego Godín hjá Atlético Madríd, eru í hjarta varnarinnar og hinn gríðarlega efnilegi Gaya, leikmaður Valencia, er í vinstri bakverði.
John Terry og Gary Cahill hafa væntanlega eitthvað að segja um þetta lið að segja, en Chelsea er aðeins búið að fá á sig 26 mörk í ensku úrvalsdeildinni.
Cesc Fábregas, sem hefur gefið 16 stoðsendingar á Englandi, er á miðjunni með Real Madrid-mönnunum Luka Modric og Toni Kroos.
Í framlínunni er svo þriðji Chelsea-maðurinn, Eden Hazard, ásamt þeim Cristiano Ronaldo og Lionel Messi.
Margir frábærir leikmenn komast ekki í liðið þar sem gæðin í framlínunni eru svo mikil, en þar má nefna leikmenn á borð við Luis Suárez, Neymar, Karim Benzema, Gareth Bale, Diego Costa, Alexis Sánchez, Wayne Rooney og Sergi Agüero.
