Körfubolti

Sigrún og félagar upp að vegg

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir.
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir. Vísir/Daníel
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og félagar hennar í Norrköping Dolphins eru komnar í slæm mál í undanúrslitum sænsku úrslitakeppninnar í körfubolta eftir tap á heimavelli í kvöld.

Norrköping Dolphins tapaði þá með tólf stigum á móti Udominate Basket, 65-54, en Udominate Basket liðið vann 29 stiga sigur í fyrsta leiknum og vantar bara einn sigur til viðbótar til þess að komast áfram í undanúrslitin.

Sigrún var með 5 stig, 2 fráköst og 1 stoðsendingu á þeim tæpu fjórtán mínútum sem hún spilaði í leiknum í kvöld. Sigrún hitti úr eina þriggja stiga skoti sínu og setti niður bæði vítin sín.

Johanna Källman var stigahæst hjá Norrköping með 15 stig en Malin Aasa skoraði 14 stig.

Udominate Basket liðið var skrefinu á undan allan leikinn en liðið vann fyrsta leikhlutann 21-15 og var áfram sex stigum yfir í hálfleik, 33-27.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×