Ómögulegt að vita hvað Guðjón myndi vilja Linda Blöndal skrifar 2. apríl 2015 20:30 Það er ómögulegt að segja, nú hundrað árum síðar, hvernig Guðjón Samúelsson húsameistari ríkisins myndi byggja við Alþingishúsið í dag, segir Hjörleifur Stefánsson arkitekt. Byggingarefni og samfélagsgerðin sé allt önnur nú en þá. Erfitt sé að ráða í orð forsætisráðherra sem vill nota gamlar teikningar Guðjóns. Nokkuð tvíeggja hugmyndTillaga Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra um að ný skrifstofubygging Alþingis verði reist eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar er nokkuð tvíeggja, segir Hjörleifur Stefánsson arkitekt. Guðjón var húsameistari ríkisins frá 1920 til 1950 og eftir hann eru margar fegurstu byggingar landsins. Guðjón er í hugum arkitekta einn sá flinkasti fyrr og síðar hér á landi.Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöld mátti sjá hvernig húsið myndi verða á óbyggðri lóð Alþingis á horni Vonarstrætis og Tjarnagötu. Þar sagði Sigmundur Davíð að "nýjar kynslóðir arkitekta samtímans muni fá einstakt tækifæri til að vinna með Guðjóni að því að reisa þetta glæsilega hús".Erfitt að ráða í orð ráðherra„Það er svolítið erfitt að ráða í þessi orð vegna þess að maður spyr hvernig á að vinna með Guðjóni Samúelssyni í dag nema að Sálarrannsóknarfélaginu verði falið að hafa milligöngu um þetta", sagði Hjörleifur í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. „Fyrir hundrað árum síðan þegar hann gerði þessar teikningar þá gerði hann þær út frá þeim byggingarefnum og byggingaraðferðum og samfélagsgerð sem þá var. En smá saman breyttust húsin sem Guðjón teiknaði, þau breyttust eftir því sem aðstæður breyttust og voru undir lok starfsævi hans orðin allt öðruvísi", segir Hjörleifur. „Hvernig hann myndi leysa þetta viðfangsefni, viðbyggingu við Alþingishúsið útfrá byggingarefnum dagsins í dag og þeim aðferðum sem nú eru notaðar, er ómögulegt að segja", segir hann. Hjörleifur segir að í tillögunum felist að virðing skuli borin fyrir gamla þinghúsinu sem var teiknað af húsameistara Dana Ferdinard Meldahl árið 1881 og segir Hjörleifur að í teikningu Guðjóns sé augljóslega borin virðing fyrir verki Meldahls.Líka góð tíðindi„Svo getum við líka valið þann kostinn að skoða þessi orð forsætisráðherra sem yfirlýsingu um hversu mikilvægt þetta verkefni er og hve merkileg bygging Alþingishúsið er. Að við eigum að vanda okkur eins og nokkur er kostur að gera bygginguna kurteislega og hæfilega með hliðsjón af Alþingishúsinu", sagði Hjörleifur sem segir að góðu tíðindin í tillögu ráðherra séu að nú sé kannski loks farið að huga að nauðsynlegri byggingu við þinghúsið. Alþingi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira
Það er ómögulegt að segja, nú hundrað árum síðar, hvernig Guðjón Samúelsson húsameistari ríkisins myndi byggja við Alþingishúsið í dag, segir Hjörleifur Stefánsson arkitekt. Byggingarefni og samfélagsgerðin sé allt önnur nú en þá. Erfitt sé að ráða í orð forsætisráðherra sem vill nota gamlar teikningar Guðjóns. Nokkuð tvíeggja hugmyndTillaga Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra um að ný skrifstofubygging Alþingis verði reist eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar er nokkuð tvíeggja, segir Hjörleifur Stefánsson arkitekt. Guðjón var húsameistari ríkisins frá 1920 til 1950 og eftir hann eru margar fegurstu byggingar landsins. Guðjón er í hugum arkitekta einn sá flinkasti fyrr og síðar hér á landi.Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöld mátti sjá hvernig húsið myndi verða á óbyggðri lóð Alþingis á horni Vonarstrætis og Tjarnagötu. Þar sagði Sigmundur Davíð að "nýjar kynslóðir arkitekta samtímans muni fá einstakt tækifæri til að vinna með Guðjóni að því að reisa þetta glæsilega hús".Erfitt að ráða í orð ráðherra„Það er svolítið erfitt að ráða í þessi orð vegna þess að maður spyr hvernig á að vinna með Guðjóni Samúelssyni í dag nema að Sálarrannsóknarfélaginu verði falið að hafa milligöngu um þetta", sagði Hjörleifur í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. „Fyrir hundrað árum síðan þegar hann gerði þessar teikningar þá gerði hann þær út frá þeim byggingarefnum og byggingaraðferðum og samfélagsgerð sem þá var. En smá saman breyttust húsin sem Guðjón teiknaði, þau breyttust eftir því sem aðstæður breyttust og voru undir lok starfsævi hans orðin allt öðruvísi", segir Hjörleifur. „Hvernig hann myndi leysa þetta viðfangsefni, viðbyggingu við Alþingishúsið útfrá byggingarefnum dagsins í dag og þeim aðferðum sem nú eru notaðar, er ómögulegt að segja", segir hann. Hjörleifur segir að í tillögunum felist að virðing skuli borin fyrir gamla þinghúsinu sem var teiknað af húsameistara Dana Ferdinard Meldahl árið 1881 og segir Hjörleifur að í teikningu Guðjóns sé augljóslega borin virðing fyrir verki Meldahls.Líka góð tíðindi„Svo getum við líka valið þann kostinn að skoða þessi orð forsætisráðherra sem yfirlýsingu um hversu mikilvægt þetta verkefni er og hve merkileg bygging Alþingishúsið er. Að við eigum að vanda okkur eins og nokkur er kostur að gera bygginguna kurteislega og hæfilega með hliðsjón af Alþingishúsinu", sagði Hjörleifur sem segir að góðu tíðindin í tillögu ráðherra séu að nú sé kannski loks farið að huga að nauðsynlegri byggingu við þinghúsið.
Alþingi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira