„Ef fram heldur sem horfir verður Aþena lögð niður í næstu viku“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 31. maí 2025 16:11 Brynjar Karl ræðir við lærisveina sína í Aþenu en rekstrarsamningur félagsins við Reykjavíkurborg rennur út í dag. Brynjar segir Reykjavíkurborg ekki hafa áhuga á að semja við félagið. Vísir/Diego Rekstrarsamningur íþróttafélagsins Aþenu við Reykjavíkurborg um notkun íþróttahúsnæðis rennur út í dag. Þjálfarinn Brynjar Karl Sigurðsson segir borgina ekki hafa neinn áhuga á að endurnýja samning við félagið sem verður að óbreyttu lagt niður í næstu viku. Aþena hefur haft aðgang að íþróttahúsinu Austurbergi undanfarin tvö ár en horfir fram á að verða heimilislaust. Foreldrar iðkenda hafa stofnað undirskriftalista til að hvetja yfirvöld borgarinnar til að skrifa undir samninginn og hafa tæplega tvö þúsund manns skrifað undir listann. Brynjar Karl skrifaði um stöðu Aþenu í Facebook-færslu um eittleytið í dag þar sem hann rekur hvernig húsnæðismál félagsins hafa þróast undanfarið og kallar eftir stuðningi. „Ef fram heldur sem horfir verður Aþena lögð niður í næstu viku. Ekkert bendir til þess að borgin vilji endurnýja samninginn og tíminn er útrunninn til að skipuleggja starfið fyrir næsta vetur. Stelpurnar eru þó staðráðnar í að berjast áfram og safna nú undirskriftum til stuðnings málinu,“ skrifar Brynjar í færslunni. Ástandið versni stöðugt og börnin kerfisbundið jaðarsett Brynjar lýsir því í færslunni að Aþena hafi verið stofnað sem félag til að berjast fyrir jafnrétti stúlkna í körfubolta svo þær njóti sömu tækifæra og drengir. Í raun sé um stéttarbaráttu að ræða þar sem mikil stéttaskipting ríki í greinum á borð við körfubolta og fótbolta. „Ég hef lagt metnað minn í að vera raunveruleg feminísk fyrirmynd -hávaxinn, hvítur, miðaldra karl sem neitar að vera fórnarlamb. Stelpurnar sem ég hef þjálfað síðustu tíu ár neita að vera fórnarlömb eru nú tilbúnar að taka við baráttunni. Út með það gamla, inn með gellurnar!“ skrifar Brynjar. Brynjar Karl situr ekki á skoðunum sínum.Vísir/Anton Brink Fyrir um þremur árum hafi Aþena hafið starfsemi í Efra-Breiðholti þegar „ljóst varð að valdeflandi aðferðir okkar voru nákvæmlega það sem Breiðholtið þurfti á að halda,“ skrifar hann. Meistaraflokkur Aþenu þjálfi nú yngri kynslóðir í hverfinu. Stelpurnar læri hins vegar að orð stjórnmálafólks í kosningabaráttu um stuðning við Breiðholtið séu innantóm. „Ástandið í hverfinu versnar stöðugt og börnin eru jaðarsett á kerfisbundinn hátt. Stelpurnar læra einnig að ef þú gagnrýnir kerfið verða valdhafar sárlega móðgaðir og gera allt til að kæfa þig með grófum árásum,“ skrifar Brynjar. „Haldið þið kjafti, eða þið munuð finna fyrir því“ Reynt sé að þagga niður í rödd Aþenu áður en hún verður of sterk að sögn Brynjars. „Hvernig? Fyrir tveimur árum gerði Aþena samning við borgina um afnot af húsi í Austurbergi í þrjár klukkustundir á dag fyrir yngri flokka og eina og hálfa fyrir meistaraflokk kvenna. Markmiðið var að efla íþróttastarf í hverfinu, sérstaklega fyrir stúlkur,“ skrifar Brynjar. Sá samningur renni nú út. Að sögn Brynjars hefði félagið þó aldrei komist svona langt ef Eiríkur Björn Björgvinsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Akureyri, hefði ekki tekið við starfi sviðsstjóra íþróttamála hjá borginni og keyrt mál félagsins í gegn. Eiríkur Björn Björgvinsson tók sæti á Alþingi fyrir Viðreisn í janúar.Vísir/Vilhelm „Þar til hann kom til var mikil andstaða við verkefnið okkar. Eftir að Eiríkur var kosinn á þing tóku aftur við öfl sem voru okkur andsnúin og hafa síðan gert allt sem í þeirra valdi stendur til að kæfa farsælasta nýsköpunarverkefnið til eflingar barna í Breiðholti síðustu áratugi,“ skrifar Brynjar. Samkvæmt Brynjari hafa 130 stelpur nýtt þessar þrjár klukkustundir sem félaginu eru skammtaðar. Borgin hafi viðurkennt að reksturinn sé til fyrirmyndar en ætli samt ekki að endurnýja samninginn án nokkurra útskýringa. „Skilaboðin eru skýr: „Haldið þið kjafti, eða þið munuð finna fyrir því.“ Okkur er boðið að halda áfram án samnings og án raddar. Upphafleg gagnrýni okkar var aldrei opinber heldur beint til borgarinnar,“ skrifar Brynjar. Brynjar segir ÍR hafa fengið nýja byggingu í Skógarseli þó iðkendur félagsins úr hverfinu hafi einungis verið um tíu þegar Aþena tók við starfseminni í Austurbergi. Samt vilji borgin meina að Aþena standi ekki undir væntingum. „Í dag rennur samningur við borgina út. Við erum búinn að liggja á borginni að klára samninginn. Skipulagning starfsins, ráðning þjálfara, virkjun krakkanna og fjársöfnun eru gríðarleg verkefni. Áhugaleysi borgarinnar gerir það ómögulegt að vinna langtímaplön. Það er ótrúlegt að borgin grípi ekki þetta tækifæri og styðji dyggilega við starfsemi Aþenu,“ skrifar hann í færslunni. Undanfarnar vikur hafi félagið átt fundi með sviðsstjóra og formanni íþrótta- og menningarnefndar borgarinnar sem séu að sögn Brynjars sárlega móðgaðir og finnist ósanngjarnt að litla félagið Aþena sé ekki tilbúið að láta valta yfir sig. „Þeim er sama um krakkana—þeir hugsa aðeins um sig sjálfa og pólitíkina sem þeir þjóna. Þetta eru stöðugar árásir á ört stækkandi rödd hverfisins: „Haldið kjafti eða þið hljótið verra af.“ Þið heyrðu það fyrst hér. Ef borgin endurnýjar ekki samninginn við Aþenu á næstu dögum, deyr félagið í næstu viku. Guð blessi Breiðholtið,“ skrifar hann að lokum. Körfubolti Aþena Reykjavík Börn og uppeldi Íþróttir barna Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fleiri fréttir Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu Sjá meira
Aþena hefur haft aðgang að íþróttahúsinu Austurbergi undanfarin tvö ár en horfir fram á að verða heimilislaust. Foreldrar iðkenda hafa stofnað undirskriftalista til að hvetja yfirvöld borgarinnar til að skrifa undir samninginn og hafa tæplega tvö þúsund manns skrifað undir listann. Brynjar Karl skrifaði um stöðu Aþenu í Facebook-færslu um eittleytið í dag þar sem hann rekur hvernig húsnæðismál félagsins hafa þróast undanfarið og kallar eftir stuðningi. „Ef fram heldur sem horfir verður Aþena lögð niður í næstu viku. Ekkert bendir til þess að borgin vilji endurnýja samninginn og tíminn er útrunninn til að skipuleggja starfið fyrir næsta vetur. Stelpurnar eru þó staðráðnar í að berjast áfram og safna nú undirskriftum til stuðnings málinu,“ skrifar Brynjar í færslunni. Ástandið versni stöðugt og börnin kerfisbundið jaðarsett Brynjar lýsir því í færslunni að Aþena hafi verið stofnað sem félag til að berjast fyrir jafnrétti stúlkna í körfubolta svo þær njóti sömu tækifæra og drengir. Í raun sé um stéttarbaráttu að ræða þar sem mikil stéttaskipting ríki í greinum á borð við körfubolta og fótbolta. „Ég hef lagt metnað minn í að vera raunveruleg feminísk fyrirmynd -hávaxinn, hvítur, miðaldra karl sem neitar að vera fórnarlamb. Stelpurnar sem ég hef þjálfað síðustu tíu ár neita að vera fórnarlömb eru nú tilbúnar að taka við baráttunni. Út með það gamla, inn með gellurnar!“ skrifar Brynjar. Brynjar Karl situr ekki á skoðunum sínum.Vísir/Anton Brink Fyrir um þremur árum hafi Aþena hafið starfsemi í Efra-Breiðholti þegar „ljóst varð að valdeflandi aðferðir okkar voru nákvæmlega það sem Breiðholtið þurfti á að halda,“ skrifar hann. Meistaraflokkur Aþenu þjálfi nú yngri kynslóðir í hverfinu. Stelpurnar læri hins vegar að orð stjórnmálafólks í kosningabaráttu um stuðning við Breiðholtið séu innantóm. „Ástandið í hverfinu versnar stöðugt og börnin eru jaðarsett á kerfisbundinn hátt. Stelpurnar læra einnig að ef þú gagnrýnir kerfið verða valdhafar sárlega móðgaðir og gera allt til að kæfa þig með grófum árásum,“ skrifar Brynjar. „Haldið þið kjafti, eða þið munuð finna fyrir því“ Reynt sé að þagga niður í rödd Aþenu áður en hún verður of sterk að sögn Brynjars. „Hvernig? Fyrir tveimur árum gerði Aþena samning við borgina um afnot af húsi í Austurbergi í þrjár klukkustundir á dag fyrir yngri flokka og eina og hálfa fyrir meistaraflokk kvenna. Markmiðið var að efla íþróttastarf í hverfinu, sérstaklega fyrir stúlkur,“ skrifar Brynjar. Sá samningur renni nú út. Að sögn Brynjars hefði félagið þó aldrei komist svona langt ef Eiríkur Björn Björgvinsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Akureyri, hefði ekki tekið við starfi sviðsstjóra íþróttamála hjá borginni og keyrt mál félagsins í gegn. Eiríkur Björn Björgvinsson tók sæti á Alþingi fyrir Viðreisn í janúar.Vísir/Vilhelm „Þar til hann kom til var mikil andstaða við verkefnið okkar. Eftir að Eiríkur var kosinn á þing tóku aftur við öfl sem voru okkur andsnúin og hafa síðan gert allt sem í þeirra valdi stendur til að kæfa farsælasta nýsköpunarverkefnið til eflingar barna í Breiðholti síðustu áratugi,“ skrifar Brynjar. Samkvæmt Brynjari hafa 130 stelpur nýtt þessar þrjár klukkustundir sem félaginu eru skammtaðar. Borgin hafi viðurkennt að reksturinn sé til fyrirmyndar en ætli samt ekki að endurnýja samninginn án nokkurra útskýringa. „Skilaboðin eru skýr: „Haldið þið kjafti, eða þið munuð finna fyrir því.“ Okkur er boðið að halda áfram án samnings og án raddar. Upphafleg gagnrýni okkar var aldrei opinber heldur beint til borgarinnar,“ skrifar Brynjar. Brynjar segir ÍR hafa fengið nýja byggingu í Skógarseli þó iðkendur félagsins úr hverfinu hafi einungis verið um tíu þegar Aþena tók við starfseminni í Austurbergi. Samt vilji borgin meina að Aþena standi ekki undir væntingum. „Í dag rennur samningur við borgina út. Við erum búinn að liggja á borginni að klára samninginn. Skipulagning starfsins, ráðning þjálfara, virkjun krakkanna og fjársöfnun eru gríðarleg verkefni. Áhugaleysi borgarinnar gerir það ómögulegt að vinna langtímaplön. Það er ótrúlegt að borgin grípi ekki þetta tækifæri og styðji dyggilega við starfsemi Aþenu,“ skrifar hann í færslunni. Undanfarnar vikur hafi félagið átt fundi með sviðsstjóra og formanni íþrótta- og menningarnefndar borgarinnar sem séu að sögn Brynjars sárlega móðgaðir og finnist ósanngjarnt að litla félagið Aþena sé ekki tilbúið að láta valta yfir sig. „Þeim er sama um krakkana—þeir hugsa aðeins um sig sjálfa og pólitíkina sem þeir þjóna. Þetta eru stöðugar árásir á ört stækkandi rödd hverfisins: „Haldið kjafti eða þið hljótið verra af.“ Þið heyrðu það fyrst hér. Ef borgin endurnýjar ekki samninginn við Aþenu á næstu dögum, deyr félagið í næstu viku. Guð blessi Breiðholtið,“ skrifar hann að lokum.
Körfubolti Aþena Reykjavík Börn og uppeldi Íþróttir barna Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fleiri fréttir Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu Sjá meira