Körfubolti

Ágúst brjálaður út í sínar stúlkur | Myndband

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ágúst í Valspeysunni.
Ágúst í Valspeysunni. vísir/vísir
Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, var allt annað en sáttur með sínar stúkur í einu af leikhléum sínum í leik Vals gegn Grindavík í Dominos-deild kvenna í körfubolta í gærkvöldi.

Leikurinn var hreinn úrslitaleikur um hvort liðið tryggði sér síðasta sætið í úrsltakeppninni. Grindavík vann að lokum þriggja stigur, 80-77.

Ágúst tók leikhlé í upphafi þriðja leikhluta eftir að hans stúlkur höfðu ekki byrjað leikhlutann af jafn miklum krafti og hann hefði viljað. Hann var ekkert að skafa af hlutunum og lét sínar stúlkur heldur betur heyra það.

Ekki náðu þær að snúa leiknum sér í hag, en staðan avr 59-54 þegar Ágúst tók leikhléið. Valur er því ekki á leið í úrslitakeppnina þetta árið, en liðið endaði í fimmta sæti deildarkeppninnar með 30 stig.

Hérna má sjá leikhléið, en SportTV sýndi frá leiknum í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×