Bandaríska fyrirtækið General Electric tapaði 13,5 milljörðum dala á fyrsta ársfjórðungi. Um þetta tilkynnti fyrirtækið í dag. Tapið er jafnvirði 1.800 milljarða íslenskra króna.
Nýlega voru kynntar áætlanir fyrirtækisins um að selja fjármálahluta fyrirtækisins. Hyggst fyrirtækið leggja áherslu á iðnaðarhluta fyrirtækisins en 9 prósent vöxtur var á tekjum fyrirtækisins í iðnaðartengdri starfsemi.
