Verulegur samdráttur var í útflutningi frá Kína þrátt fyrir væntingar um hið gagnstæða. Verðmæti kínversk útflutnings, mælt í kínverskum júönum, dróst saman um 14,6 prósent í mars en spár markaðsaðila höfðu gert ráð fyrir 8 prósent vexti. BBC greinir frá.
Viðskiptaafgangur Kína hefur ekki verið minni í 13 mánuði. Viðskiptaafgangurinn var um 400 milljarðar íslenskra króna í mars. Þetta er verulegur samdráttur frá því í febrúar þegar viðskiptaafgangur nam 8.400 milljörðum króna.
Innflutningur dróst saman um 12,3 prósent en spár gerðu ráð fyrir 11 prósenta samdrætti.
Hagvöxtur í Kína var 7,4 prósent árið 2014, sem er minnsti hagvöxtur í aldarfjórðung.
Samkvæmt frétt BBC telja greiningaraðilar líkur á að áfram hægi á vexti kínversks efnahagslífs.
Útflutningur Kínverja dróst saman um 14,6%
ingvar haraldsson skrifar

Mest lesið


„Þetta er ömurleg staða“
Viðskipti innlent

Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla
Viðskipti erlent

„Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“
Viðskipti innlent


Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða
Viðskipti innlent

Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa
Viðskipti erlent


Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap
Viðskipti innlent

Buffet hættir sem forstjóri við lok árs
Viðskipti erlent