Körfubolti

Keflavík í kjörstöðu | Jafnt hjá Grindavík og Snæfelli

Anton Ingi Leifsson skrifar
Carmen var frábær í liði Keflavíkur.
Carmen var frábær í liði Keflavíkur. vísir/stefán
Keflavík er komið í kjörstöðu í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna, en liðið er 2-0 yfir í einvígi sínu gegn Haukum. Í hinu einvíginu, milli Grindavíkur og Snæfell, er staðan jöfn 1-1.

Haukastúlkur byrjuðu betur gegn Keflavík og leiddu í hálfleik 39-33. Þær unnu fyrsta leikhlutann 17-14 og þann næsta 22-19.

Í þriðja leikhluta vöknuðu Suðurnesjarstúlkur. Þær unnu hann 20-13 og allar líkur á spennandi lokaleikhluta. Keflavík gerði hins vegar vel, hélt fengnum hlut og vann að lokum sjö stiga sigur, 74-67.

Carmen Tyson-Thomas skoraði 31 stig fyrir Keflavík, tók þrettán fráköst og gaf þrjár stoðsendinagr. Sara Rún Hinriksdóttir átti einnig frábæran leik fyrir Keflavík, en hún skoraði 29 stig. Þær saman skoruðu 60 af 74 stigum Keflavíkur.

LeLe Hardy gerði 28 stig fyrir heimastúlkur, tók sextán fráköst og gaf sex stoðsendingar. Auður Íris Ólafsdóttir skoraði tíu stig fyrir Hauka.

Haukastúlkur eru komnar með bakið upp við vegg. Staðan er 2-0 í einvíginu fyrir Keflavík, en næsti leikur liðanna fer fram á þriðjudag.

Grindavík jafnaði metin gegn Snæfell í 1-1 í afar kaflaskiptum leik, en lokatölur 79-72. Snæfell var sterkara liðið í fyrri hálfleik, en staðan var 33-42 fyrir gestina úr Stykkishólmi í hálfleik.

Í þriðja leikhluta fór allt í baklás hjá gestunum. Grindavík vann þann leikhluta 22-7 og vann að lokum sjö stiga sigur, 79-72.

Pálína Gunnlaugsdóttir og Kristina King voru frábærar í liði Grinadvíkur í dag. Kristina skoraði 30 stig og tók þrettán fráköst, en Pálina gerði 31 stig og tók átta fráköst.

Kristine Denise McCarthy skoraði 36 stig, tók fjórtán fráköst og gaf eina stoðsendingu. Hildur Sigurðardóttir gerði þrettán stig, tók átta fráköst og gaf átta stoðsendingar.

Liðin mætast einnig aftur á þriðjudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×