Körfubolti

Sigrún og félagar úr leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir.
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir. Vísir/Stefán
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og félagar hennar í Norrköping Dolphins eru komnar í sumarfrí eftir tuttugu stiga tap á móti Udominate Basket, 82-62, í úrslitakeppni sænsku kvennakörfunnar í kvöld.

Udominate Basket vann alla þrjá leiki liðanna í undanúrslitunum og er komið í úrslitaeinvígið um sænska meistaratitilinn.

Sigrún Sjöfn Ámundadóttir fékk skurð á höfuðið í leik tvö en var mætt í slaginn í kvöld þar sem hún var með 10 stig, 3 fráköst og 1 stoðsendingu. Sigrún hitti úr tveimur af þremur þriggja stiga skotum sínum í leiknum.

Þetta var fyrsta tímabilið hjá Sigrúnu í Svíþjóð en hún lék áður með KR.

Udominate Basket var bara tveimur stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 15-13, en vann síðan annan leikhlutann 23-15 og var komið fimmtán stigum yfir fyrir fjórða og síðasta leikhlutann, 58-43.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×