Íslenskar unglingsmæður lenda í gati í kerfinu Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 20. apríl 2015 20:30 Engin úrræði eru í boði hér á landi fyrir stúlkur undir lögaldri sem eignast börn, þrátt fyrir að unglingaþunganir séu mun algengari en í samanburðarlöndum. Ung móðir segist upplifa sig réttindalausa og utanveltu í kerfinu. Um 150 íslenskar unglingsstúlkur eignast börn á hverju ári. Þunganir unglingsstúlkna eru í vestrænum heimi taldar hafa neikvæðar félags og efnahagslegar afleiðingar, en einhverra hluta vegna hafa þær ekki verið skilgreindar sem félagslegt vandamál hér á landi. Ólafur Grétar Gunnarsson hefur rannsakað unglingaþunganir frá aldamótum, „Við erum búin að vera með þessa sögu frá 1945, að það sé meira um unglingaþunganir hér heldur en í löndunum sem við berum okkur saman við. Samt er ekki ennþá búið að viðurkenna þetta sem vandamál. Það vantar mjög mikið uppá að þjónustan sé viðeigandi,“ segir Ólafur. Jenný Björk er fimmtán ára og á von á sínu fyrsta barni. Móðir hennar segir engin félagsleg úrræði vera í boði fyrir stúlkur sem eignast börn undir lögaldri. Þær lendi hreinlega í gati í kerfinu. „Kerfið á Íslandi tekur ekki á móti börnum sem eru að eiga börn, það er bara þannig. Mér skilst að hún fái fæðingarstyrk, afþví að hún er náttúrlega ekki í neinni vinnu og ekki neitt. En hún á ekki rétt á neinu afþví að hún er svo ung sjálf,“ segir Berglind Erlendsdóttir, móðir Jennýjar. Védís Kara þekkir þessar aðstæður af eigin raun, en hún varð ólétt 16 ára og átti ekki rétt á hefðbundu fæðingarorlofi. Hún upplifði sig réttindalausa í kerfinu. „Alltaf í hvert einasta skipti sem ég þurfti að skrifa undir einhverja pappíra gagnvart barninu þurfti pabbi minn að vera með mér svo hann gæti vottað það. Af því að ég var ekki orðin átján þá þurfti undirskriftina hans, ekki bara mína. Svo var það til dæmis með fæðingarorlofið, ég átti ekki rétt á því,“ segir Védís. Fjallað verður nánar um unglingaþunganir á Íslandi í Brestum klukkan 20.25 í kvöld. Brestir Tengdar fréttir Varð ólétt í áttunda bekk: „Þetta var bara þaggað niður“ „Samfélagið gerir ekki ráð fyrir því að það séu ungar mæður á Íslandi," segir Eva Rún Hafsteinsdóttir. 18. apríl 2015 14:45 Brestir – Unglingsmæður á Íslandi Í Brestum í kvöld skyggnist Þórhildur Þorkelsdóttir inn í líf unglingsmæðra á Íslandi. 20. apríl 2015 14:39 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Engin úrræði eru í boði hér á landi fyrir stúlkur undir lögaldri sem eignast börn, þrátt fyrir að unglingaþunganir séu mun algengari en í samanburðarlöndum. Ung móðir segist upplifa sig réttindalausa og utanveltu í kerfinu. Um 150 íslenskar unglingsstúlkur eignast börn á hverju ári. Þunganir unglingsstúlkna eru í vestrænum heimi taldar hafa neikvæðar félags og efnahagslegar afleiðingar, en einhverra hluta vegna hafa þær ekki verið skilgreindar sem félagslegt vandamál hér á landi. Ólafur Grétar Gunnarsson hefur rannsakað unglingaþunganir frá aldamótum, „Við erum búin að vera með þessa sögu frá 1945, að það sé meira um unglingaþunganir hér heldur en í löndunum sem við berum okkur saman við. Samt er ekki ennþá búið að viðurkenna þetta sem vandamál. Það vantar mjög mikið uppá að þjónustan sé viðeigandi,“ segir Ólafur. Jenný Björk er fimmtán ára og á von á sínu fyrsta barni. Móðir hennar segir engin félagsleg úrræði vera í boði fyrir stúlkur sem eignast börn undir lögaldri. Þær lendi hreinlega í gati í kerfinu. „Kerfið á Íslandi tekur ekki á móti börnum sem eru að eiga börn, það er bara þannig. Mér skilst að hún fái fæðingarstyrk, afþví að hún er náttúrlega ekki í neinni vinnu og ekki neitt. En hún á ekki rétt á neinu afþví að hún er svo ung sjálf,“ segir Berglind Erlendsdóttir, móðir Jennýjar. Védís Kara þekkir þessar aðstæður af eigin raun, en hún varð ólétt 16 ára og átti ekki rétt á hefðbundu fæðingarorlofi. Hún upplifði sig réttindalausa í kerfinu. „Alltaf í hvert einasta skipti sem ég þurfti að skrifa undir einhverja pappíra gagnvart barninu þurfti pabbi minn að vera með mér svo hann gæti vottað það. Af því að ég var ekki orðin átján þá þurfti undirskriftina hans, ekki bara mína. Svo var það til dæmis með fæðingarorlofið, ég átti ekki rétt á því,“ segir Védís. Fjallað verður nánar um unglingaþunganir á Íslandi í Brestum klukkan 20.25 í kvöld.
Brestir Tengdar fréttir Varð ólétt í áttunda bekk: „Þetta var bara þaggað niður“ „Samfélagið gerir ekki ráð fyrir því að það séu ungar mæður á Íslandi," segir Eva Rún Hafsteinsdóttir. 18. apríl 2015 14:45 Brestir – Unglingsmæður á Íslandi Í Brestum í kvöld skyggnist Þórhildur Þorkelsdóttir inn í líf unglingsmæðra á Íslandi. 20. apríl 2015 14:39 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Varð ólétt í áttunda bekk: „Þetta var bara þaggað niður“ „Samfélagið gerir ekki ráð fyrir því að það séu ungar mæður á Íslandi," segir Eva Rún Hafsteinsdóttir. 18. apríl 2015 14:45
Brestir – Unglingsmæður á Íslandi Í Brestum í kvöld skyggnist Þórhildur Þorkelsdóttir inn í líf unglingsmæðra á Íslandi. 20. apríl 2015 14:39