Íslenski boltinn

Halldór Orri: Skrítið að taka ekki þátt í þessu í fyrra

Tómas Þór Þórðarson skrifar
„Veturinn hefur verið fínn, það er búið að vera stígandi í þessu hjá okkur finnst mér,“ segir Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar, við Vísi, en meisturunum er spáð þriðja sæti í ár.

„Ég hef verið aðeins meiddur en er góður núna. Það voru smá eymsli í hnénu. Ég fór í speglun en er orðinn góður núna.“

„Síðustu leikir hafa verið nokkuð góðir finnst mér. Við höfum ekki verið að fá mörg mörk á okkur en heldur ekki verið að skora mikið. Ég hef fulla trú á því að þetta verði fínt hjá okkur í sumar.“

Halldór Orri spilaði frábærlega í mörg ár fyrir Stjörnuna og fór með liðinu úr annarri deild upp í Pepsi-deildina. Hann var svo í atvinnumennsku þegar uppeldisfélagið vann fyrsta titilinn.

„Það var skrítið að taka ekki þátt í þessu enda verið í meistaraflokknum lengi. Það var bara frábært að sjá hvað þeim gekk vel. Þetta var æðislegt sumar þar sem allt gekk upp. Vonandi verður næsta sumar bara eins gott,“ segir Halldór Orri.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×