Miðjumaðurinn Farid Zato er genginn í raðir Kára á Akranesi.
Farid, sem er 23 ára, lék með KR fyrra en var leystur undan samningi sínum hjá Vesturbæjarliðinu á dögunum.
Farid hefur einnig leikið með Víkingi Ólafsvík og HK hér á landi en hann á að baki þrjá leiki fyrir landslið Tógó.
Kári leikur í 3. deild en þjálfari liðsins er Sigurður Jónsson, fyrrverandi landsliðsmaður.
Landsliðsmaður Tógó í 3. deildina

Tengdar fréttir

Farid Zato kom meiddur aftur til landsins
Óvíst hvað Tógómaðurinn verður lengi frá vegna meiðsla sem hann varð fyrir utan landssteinanna.