Mannslát í Hafnarfirði: Hin grunaða neitaði sök Stefán Árni Pálsson skrifar 13. maí 2015 08:54 Konan mætti fyrir dóm í morgun. vísir/stefán Konan sem ákærð er fyrir að hafa banað sambýlismanni sínum á heimili þeirra við Skúlaskeið í Hafnarfirði í febrúar neitaði í morgun sök við þingfestingu í Héraðsdómi Reykjaness. Konan hafnaði einnig öllum bótakröfum en móðir og faðir mannsins fara hvort um sig fram á þrjár milljónir króna í miskabætur. Aðalmeðferð málsins hefst 18. júní. Dómari málsins ákvað, vegna afstöðu ákærðu, að hafa dóminn fjölskipaðann. Í ákærunni sem Vísir hefur undir höndum segir að konan sé ákærð „fyrir manndráp, með því að hafa milli klukkan 12:00 og 14:00 laugardaginn 14. febrúar 2015, veist að sambýlismanni sínum, fæddum 16. mars 1974, í íbúðarherbergi sem þau bjuggu í að Skúlaskeiði 24, Hafnarfirði, með hnífi og stungið hann einni stungu í brjóstið hægra megin þannig að hnífurinn gekk inn í hægra lunga hans með þeim afleiðingum að hann hlaut bana af völdum blæðingar úr lunganu.“ Talið er að banamein mannsins hafi verið stungusár, en lögreglunni barst tilkynning um mannslát í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði í gegnum neyðarlínuna. Sjá einnig: Morð í sömu götu fyrir þremur árum Konan er á sextugsaldri og var strax úrskurðuð í gæsluvarðhald fram að dómi. Hún gæti átt yfir höfði sér allt að sextán ára fangelsi verði hún ákærð og fundin sek fyrir manndráp af ásetningi. Þetta er fyrsta manndrápsmálið hér landi á þessu ári. Eitt slíkt mál kom upp í fyrra. Þá var ungur maður handtekinn eftir að eiginkona hans fannst látin á heimili þeirra í Stelkshólum. Hann er grunaður um að hafa þrengt að öndunarvegi hennar þannig að hún hlaut bana af. Málið er á borði ríkissaksóknara. Morð í Skúlaskeiði 2015 Dómsmál Tengdar fréttir Kona á sextugsaldri í gæsluvarðhaldi fram yfir helgi Lögregla hefur hvorki haft áður afskipti af konu sem grunuð er um að hafa banað sambýlismanni sínum með eggvopni um helgina, né manninum sem ráðinn var bani. 16. febrúar 2015 07:00 Hefur hvorki játað né neitað Konan sem grunuð er um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana hefur hvorki játað né neitað aðild að málinu. 16. febrúar 2015 19:54 Konan var á vettvangi þegar lögreglu bar að Aðstoðaryfirlögregluþjónn býst við að lögreglan muni krefjast gæsluvarðhalds yfir konunni vegna mannsláts í Hafnarfirði. 15. febrúar 2015 12:15 Mannslát í Hafnarfirði: Lögregla áður kölluð í íbúðina í Skúlaskeiði Konan sem er grunuð um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana hafði nýverið flutt í kjallara húss að Skúlaskeiði 24 í Hafnarfirði. Íbúi í húsinu segir lögreglu hafa verið kallaða til vegna ónæðis og drykkjuláta fyrir um það bil mánuði. 17. febrúar 2015 07:00 Kona í haldi lögreglu vegna mannsláts í Hafnarfirði Maðurinn sem er látinn var rúmlega fertugur en talið er að þau hafi verið sambýlisfólk. 14. febrúar 2015 19:10 Hin grunaða ekki komið við sögu lögreglu áður Pólsk kona sem grunuð er um að hafa banað sambýlismanni sínum á heimili þeirra í Hafnarfirði var í dag úrskurðuð í viku langt gæsluvarðhald. 15. febrúar 2015 18:36 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Konan sem ákærð er fyrir að hafa banað sambýlismanni sínum á heimili þeirra við Skúlaskeið í Hafnarfirði í febrúar neitaði í morgun sök við þingfestingu í Héraðsdómi Reykjaness. Konan hafnaði einnig öllum bótakröfum en móðir og faðir mannsins fara hvort um sig fram á þrjár milljónir króna í miskabætur. Aðalmeðferð málsins hefst 18. júní. Dómari málsins ákvað, vegna afstöðu ákærðu, að hafa dóminn fjölskipaðann. Í ákærunni sem Vísir hefur undir höndum segir að konan sé ákærð „fyrir manndráp, með því að hafa milli klukkan 12:00 og 14:00 laugardaginn 14. febrúar 2015, veist að sambýlismanni sínum, fæddum 16. mars 1974, í íbúðarherbergi sem þau bjuggu í að Skúlaskeiði 24, Hafnarfirði, með hnífi og stungið hann einni stungu í brjóstið hægra megin þannig að hnífurinn gekk inn í hægra lunga hans með þeim afleiðingum að hann hlaut bana af völdum blæðingar úr lunganu.“ Talið er að banamein mannsins hafi verið stungusár, en lögreglunni barst tilkynning um mannslát í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði í gegnum neyðarlínuna. Sjá einnig: Morð í sömu götu fyrir þremur árum Konan er á sextugsaldri og var strax úrskurðuð í gæsluvarðhald fram að dómi. Hún gæti átt yfir höfði sér allt að sextán ára fangelsi verði hún ákærð og fundin sek fyrir manndráp af ásetningi. Þetta er fyrsta manndrápsmálið hér landi á þessu ári. Eitt slíkt mál kom upp í fyrra. Þá var ungur maður handtekinn eftir að eiginkona hans fannst látin á heimili þeirra í Stelkshólum. Hann er grunaður um að hafa þrengt að öndunarvegi hennar þannig að hún hlaut bana af. Málið er á borði ríkissaksóknara.
Morð í Skúlaskeiði 2015 Dómsmál Tengdar fréttir Kona á sextugsaldri í gæsluvarðhaldi fram yfir helgi Lögregla hefur hvorki haft áður afskipti af konu sem grunuð er um að hafa banað sambýlismanni sínum með eggvopni um helgina, né manninum sem ráðinn var bani. 16. febrúar 2015 07:00 Hefur hvorki játað né neitað Konan sem grunuð er um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana hefur hvorki játað né neitað aðild að málinu. 16. febrúar 2015 19:54 Konan var á vettvangi þegar lögreglu bar að Aðstoðaryfirlögregluþjónn býst við að lögreglan muni krefjast gæsluvarðhalds yfir konunni vegna mannsláts í Hafnarfirði. 15. febrúar 2015 12:15 Mannslát í Hafnarfirði: Lögregla áður kölluð í íbúðina í Skúlaskeiði Konan sem er grunuð um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana hafði nýverið flutt í kjallara húss að Skúlaskeiði 24 í Hafnarfirði. Íbúi í húsinu segir lögreglu hafa verið kallaða til vegna ónæðis og drykkjuláta fyrir um það bil mánuði. 17. febrúar 2015 07:00 Kona í haldi lögreglu vegna mannsláts í Hafnarfirði Maðurinn sem er látinn var rúmlega fertugur en talið er að þau hafi verið sambýlisfólk. 14. febrúar 2015 19:10 Hin grunaða ekki komið við sögu lögreglu áður Pólsk kona sem grunuð er um að hafa banað sambýlismanni sínum á heimili þeirra í Hafnarfirði var í dag úrskurðuð í viku langt gæsluvarðhald. 15. febrúar 2015 18:36 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Kona á sextugsaldri í gæsluvarðhaldi fram yfir helgi Lögregla hefur hvorki haft áður afskipti af konu sem grunuð er um að hafa banað sambýlismanni sínum með eggvopni um helgina, né manninum sem ráðinn var bani. 16. febrúar 2015 07:00
Hefur hvorki játað né neitað Konan sem grunuð er um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana hefur hvorki játað né neitað aðild að málinu. 16. febrúar 2015 19:54
Konan var á vettvangi þegar lögreglu bar að Aðstoðaryfirlögregluþjónn býst við að lögreglan muni krefjast gæsluvarðhalds yfir konunni vegna mannsláts í Hafnarfirði. 15. febrúar 2015 12:15
Mannslát í Hafnarfirði: Lögregla áður kölluð í íbúðina í Skúlaskeiði Konan sem er grunuð um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana hafði nýverið flutt í kjallara húss að Skúlaskeiði 24 í Hafnarfirði. Íbúi í húsinu segir lögreglu hafa verið kallaða til vegna ónæðis og drykkjuláta fyrir um það bil mánuði. 17. febrúar 2015 07:00
Kona í haldi lögreglu vegna mannsláts í Hafnarfirði Maðurinn sem er látinn var rúmlega fertugur en talið er að þau hafi verið sambýlisfólk. 14. febrúar 2015 19:10
Hin grunaða ekki komið við sögu lögreglu áður Pólsk kona sem grunuð er um að hafa banað sambýlismanni sínum á heimili þeirra í Hafnarfirði var í dag úrskurðuð í viku langt gæsluvarðhald. 15. febrúar 2015 18:36