Guardiola: Messi er besti leikmaður allra tíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2015 08:00 Pep Guardiola og Lionel Messi í gær. Vísir/AFP Pep Guardiola, þjálfari Bayern München líkti Lionel Messi við Pele og lýsti því yfir að besti leikmaður allra tíma hafi gert útslagið í undanúrslitaleikjunum við Barcelona. Bayern München vann seinni undanúrslitaleikinn við Barcelona í gær en 3-0 sigur Börsunga í fyrri leiknum skilaði liðinu í úrslitaleikinn í Berlín. „Hann er besti leikmaður allra tíma og ég líki honum við Pele. Ég vona að Barcelona vinni Meistaradeildina í fimmta sinn," sagði Pep Guardiola eftir leikinn en hann stýrði Barca-liðinu til sigurs í Meistaradeildinni 2009 og 2011. Guardiola talaði bara um Pele eftir leikinn og minntist ekkert á Diego Maradona, landa Messi, sem margir telja vera þann sem Messi þarf að ýta úr hásætinu sem besti knattspyrnumaður sögunnar. Lionel Messi skoraði ekki í gær því Neymar gerði bæði mörk spænska liðsins. Messi hefur engu að síður skorað 53 mörk á tímabilinu en hann skoraði „bara" 44 mörk á síðasta tímabili þar sem meiðsli og skattavandræði utan vallar voru að trufla hann. „Hann er kominn aftur. Hann er á þeim stað sem hann var þegar ég hafði þau forréttindi að þjálfa hann," sagði Pep Guardiola en saman unnu þeir 14 titla á árunum 2008 til 2012. „Það er engin spurning að hann er kominn aftur í sitt besta form," sagði Guardiola. Messi átt þátt í báðum mörkum Barcelona-liðsins í gær þótt að hann hafi ekki skorað eða gefið stossendingu. Mörkin eru hér fyrir neðan sem og markasýningin frá því í fyrri leiknum. Lionel Messi hefur skorað 418 mörk í 510 leikjum fyrir félagslið og 45 mörk í 97 landsleikjum fyrir Argentínu. Pele skoraði á sínum tíma 650 mörk í 694 leikjum fyrir félagslið og 77 mörk í 92 landsleikjum fyrir Brasilíu. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Sjá meira
Pep Guardiola, þjálfari Bayern München líkti Lionel Messi við Pele og lýsti því yfir að besti leikmaður allra tíma hafi gert útslagið í undanúrslitaleikjunum við Barcelona. Bayern München vann seinni undanúrslitaleikinn við Barcelona í gær en 3-0 sigur Börsunga í fyrri leiknum skilaði liðinu í úrslitaleikinn í Berlín. „Hann er besti leikmaður allra tíma og ég líki honum við Pele. Ég vona að Barcelona vinni Meistaradeildina í fimmta sinn," sagði Pep Guardiola eftir leikinn en hann stýrði Barca-liðinu til sigurs í Meistaradeildinni 2009 og 2011. Guardiola talaði bara um Pele eftir leikinn og minntist ekkert á Diego Maradona, landa Messi, sem margir telja vera þann sem Messi þarf að ýta úr hásætinu sem besti knattspyrnumaður sögunnar. Lionel Messi skoraði ekki í gær því Neymar gerði bæði mörk spænska liðsins. Messi hefur engu að síður skorað 53 mörk á tímabilinu en hann skoraði „bara" 44 mörk á síðasta tímabili þar sem meiðsli og skattavandræði utan vallar voru að trufla hann. „Hann er kominn aftur. Hann er á þeim stað sem hann var þegar ég hafði þau forréttindi að þjálfa hann," sagði Pep Guardiola en saman unnu þeir 14 titla á árunum 2008 til 2012. „Það er engin spurning að hann er kominn aftur í sitt besta form," sagði Guardiola. Messi átt þátt í báðum mörkum Barcelona-liðsins í gær þótt að hann hafi ekki skorað eða gefið stossendingu. Mörkin eru hér fyrir neðan sem og markasýningin frá því í fyrri leiknum. Lionel Messi hefur skorað 418 mörk í 510 leikjum fyrir félagslið og 45 mörk í 97 landsleikjum fyrir Argentínu. Pele skoraði á sínum tíma 650 mörk í 694 leikjum fyrir félagslið og 77 mörk í 92 landsleikjum fyrir Brasilíu.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Sjá meira