Íslenski boltinn

Enskur miðjumaður til ÍBV

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jóhannes Harðarson, þjálfari ÍBV, hefur um nóg að hugsa þessa dagana.
Jóhannes Harðarson, þjálfari ÍBV, hefur um nóg að hugsa þessa dagana. vísir/valli
ÍBV hefur samið við enska miðjumanninn Jonathan Patrick Barden um að leika með liðinu í Pepsi-deildinni í sumar. Tryggvi Guðmundsson, aðstoðarþjálfari ÍBV, staðfesti þetta í samtali við Fótbolta.net í dag.

Barden þessi er 22 ára og hefur undanfarin ár leikið með háskólaliði James Madison University í Bandaríkjunum. Hann verður löglegur með ÍBV frá og með morgundeginum.

Eyjamenn hafa tapað báðum leikjum sínum í Pepsi-deildinni til þessa og ekki skorað mark. Það var því ljóst að þeir þyrftu á liðsstyrk að halda en félagaskiptaglugginn lokar á föstudaginn.

ÍBV sækir Fylki heim í 3. umferð Pepsi-deildarinnar á sunnudaginn þar sem Barden gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir Eyjaliðið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×