Aðildarviðræðum við ESB er endanlega lokið Jakob Bjarnar skrifar 12. maí 2015 10:15 Gunnar Bragi segir ferlið sem hófst 2009 búið. Ef menn vilji ana í að sækja um aftur þarf að hefja það ferli frá byrjun. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir stöðuna einfaldlega þá að vilji næsta ríkisstjórn Íslands hefja aðildarviðræður við ESB á ný, þá þurfi að hefja þær viðræður algerlega frá byrjunarreit. Ríkisstjórnin hyggur ekki á neinar aðgerðir gagnvart ESB og samningaviðræðum Íslands við Evrópusambandið, sem legið hafa í láginni, umfram þær sem fólust í bréf Gunnars Braga til Edgars Rinkevics, starfsbróður síns í Lettalandi, sem fer með forystu í ESB nú um stundir, þar sem farið var fram á að ESB líti svo á að um viðræðuslit aðildarviðræðna af hálfu Íslands væri fyrirliggjandi. „Evrópusambandið hefur svarað því bréfi með öðru bréfi þar sem kemur einfaldlega fram að þeir taki mið af vilja og stefnu íslenskra stjórnvalda. Það þýðir að sjálfsögðu að við erum ekki lengur umsóknarríki. Það sem við bíðum nú eftir er að þeir haldi áfram að taka okkur af þessum listum sem við erum á, sem umsóknarríki, þannig að þetta er allt í eðlilegu ferli,“ segir Gunnar Bragi í samtali við fréttastofu. Og telur að ekki þurfi að grípa til frekari aðgerða til að skrúfa endanlega fyrir þetta ferli. „Evrópusambandið hefur ósköp einfaldlega brugðist við okkar vilja.“ Ísland er flokkað með umsóknarríkjum í nýrri skýrslu Evrópusambandsins um efnahagsspár fyrir álfuna, sem birtist fyrir viku. En, það breytir engu, í huga utanríkisráðherra Íslands.Bréf ESB, sem utanríkisráðherra segir að staðfesti þá afstöðu og skilning þeirra í ESB að Ísland sé ekki lengur í aðildarviðræðum eða umsóknarferli.Verið að taka Ísland af ýmsum listum yfir umsóknarríkiÍ samtali blaðamanns Vísis við ýmsa þingmenn stjórnarandstöðunnar hefur komið fram sá skilningur að þegjandi samkomulag sé um að láta málið liggja. Og einn reyndur þingmaður telur það einfaldlega vera svo að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokkinn, vilji svæfa málið vegna komandi kosninga; þá vegna andstöðu innan flokksins og hugsanlegs klofnings sem sýnt hefur sig í stofnun Viðreisnar undir forystu Benedikts Jóhannessonar og fleiri gamalgróinna Sjálfstæðismanna. En, Gunnar Bragi metur það svo að ESB telji Ísland ekki lengur meðal umsóknarríkja. „Það er það sem íslensk stjórnvöld fóru fram á. Og hafa sagt við Evrópusambandið að við séum ekki að fylgja eftir vilja síðustu ríkisstjórnar og að við værum ekki lengur umsóknarríki. Og þeir eru að bregðast við því og hafa til dæmis tekið okkur af lista yfir boðsríki, eða umsóknarríki þegar verið er að bjóða þeim á fundi og þess háttar, og áfram verður haldið í því. Ég er mjög sáttur við hvernig Evrópusambandið hefur brugðist við í því.“Engu að síður, menn spyrja sig: Er þá staðan sú að lögformlega hafi aðildarumsóknin verið dregin til baka? Hefur þessum umræðum verið formlega slitið? „Það skiptir ekki máli hvort þetta er dregið til baka, slitið eða stoppað eða hvað við köllum þetta. Núverandi stjórnvöld eru ekki bundin á neinn átt af því sem fyrri stjórnvöld ákváðu. Og þurfa ekki á neinn hátt að fylgja eftir þeirra stefnu. Við sögðum einfaldlega við Evrópusambandið: Við erum ekki lengur umsóknarríki og vinsamlegast bregðist við því eins og við höfum óskað. Og það er það sem þeir eru að gera. Menn geta kallað það að slíta eða draga til baka eða guð má vita hvað sko, en við kusum að fara þá leið að tilkynna Evrópusambandinu stefnu ríkisstjórnarinnar og þeir brugðust við eins og vera skyldi, sagt að þeir virði íslensk stjórnvöld þannig að við erum ekki lengur meðal umsóknarríkja að Evrópusambandinu. Og það er það sem máli skiptir.“Mótmælendur teknir á ippon. Gunnar Bragi segir að málinu sé lokið enda sé enginn að ræða það lengur.Þetta er búið, þetta ferli sem hófst 2009En, Gunnar Bragi, þýðir þetta þá það að þegar ný ríkisstjórn tekur við, að sækja þarf um og fara í gegnum það ferli allt á nýjan leik, eða er nýrri ríkisstjórn það í lófa lagið að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið? „Ný ríkisstjórn getur að sjálfsögðu ekki tekið upp þráðinn þar sem frá var horfið. Þessu ferli er einfaldlega lokið. Þar að auki verður liðinn það langur tími síðan þessar viðræður hófust að sú vinna sem farið hefur verið í og átt hefur sér stað gagnast í sjálfu sér lítið ef nokkuð lengur. Evrópusambandið sjálft er að breytast svo mikið akkúrat þessa dagana. Auk þess held ég að engum, nokkrum manni, myndi detta i hug að fara í þann leiðangur sem þeir fóru í 2009. Að hafa ekki breiðan stuðning á bak við umsóknina. Það er líka það sem Evrópusambandið hefur áttað sig á að umsóknin og ferlið allt var byggt á sandi. Við höfum sagt að það verði ekki farið í þennan leiðangur nema að hafa víðtækt umboð bæði þings og þjóðar til að gera það, ef slíkt kæmi upp. Ég segi fullum fetum: Þetta er búið, þetta ferli sem hófst 2009. Og ef menn ætla sér að ana í þetta á ný þarf að byggja undir þetta með miklu sterkari hætti en gert var.“Gunnar Bragi hrósar sigri í hinu erfiða ESB-máli.VísirPraktískt að fara ekki með málið í gegnum þingiðVísir hefur rætt við ýmsa þingmenn stjórnarandstöðunnar, sem telja að ríkisstjórnin hafi hreinlega metið það svo að ekki væri þingmeirihluti fyrir málinu, að ýmsir stjórnarþingmenn telji sig bundna af afgerandi kosningaloforðum í þá veru að kosið yrði um áframhald viðræðnanna. Gunnar Bragi velkist hins vegar ekki í vafa um að meirihluti hafi verið fyrir málinu. En, hvers vegna breytti ríkisstjórnin um kúrs og ákvað að fara ekki með þetta í gegnum þingið, að málið fengi ekki þinglega meðferð. Er það svo að menn hafi metið að það væri einfaldlega ekki meirihluti fyrir málinu? „Jú, það er engin spurning um það að stjórnarflokkar með 38 þingmannameirihluta hefðu getað farið með þetta mál í gegnum þingið. En við munum öll og vitum hvernig þetta var fyrir rúmu ári. Þá tók stjórnarandstaðan þetta mál í gíslingu og þingið þá um leið. Við töldum einfaldlega að það væru önnur og miklu brýnni mál sem þyrftu að fara í umræðu í þinginu. Og þetta var leið sem klárlega var fær, lögleg og allt það. Og það voru í rauninni praktísk atriði sem réðu því að farin var þessi leið. Við sjáum það að nú er þessu lokið og nánast engin umræða um þetta.“Málið þarf ekki þinglega meðferðAðeins varðandi það hvaða augum ESB lítur á málið: Þarf þetta ekki að fara í gegnum utanríkisnefnd þingsins svo telja megi að viðræðunum hafi lögformlega verið slitið? „Þetta er mjög einfalt. Málið hefur margoft verið rætt í utanríkisnefnd. Og stefna stjórnvalda hefur margoft komið til umræðu í utanríkismálanefnd og á alþingi. Þannig að það er ekkert sem stendur uppá okkur hvað varðar samráð eða eitthvað slíkt, ef það er eitthvað slíkt sem þú ert að velta því fyrir þér, þá er það allt algjörlega á hreinu. Málið byggði á þingsályktun á sínum tíma. Og stjórnvöld, eftir kosningar, eru ekkert bundin af stefnu fyrri stjórnvalda. Ekki nema um það sé sátt innan nýju ríkisstjórnarinnar að fylgja því eftir. Þannig að þetta er í sjálfu sér mjög einfalt mál. Við erum með allt aðra stefnu en fyrrverandi stjórnvöld, og erum ósköp einfaldlega að fylgja henni eftir. Það er líka eitt annað sem ágætt er að hafa í huga, ef menn sækja um að nýju, sem ég vona að sjálfsögðu að verði ekki, þá þarf Evrópusambandið að svara því á þeim tíma hvort þeir geri sömu kröfur og þeir gerðu 2009? Og svo framvegis. Mitt mat, eftir að hafa rætt við ýmsa innan Evrópusambandsins, er að eftir því sem tíminn líður þá eru meiri líkur á að það þurfi að byrja alla vinnu uppá nýtt. Ég held að það sé algjörlega augljóst.“ Alþingi Tengdar fréttir Utanríkisráðherra segir aðildarferlinu að ESB lokið Utanríkisráðherra talar um valdarán þegar bréf stjórnarandstöðunnar til Evrópusambandsins ber á góma. Segir nýja ríkisstjórn þurfa umboð Alþingis til nýrrar aðildarumsóknar. 14. mars 2015 19:45 Tæplega 80 prósent vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB Stór hluti þjóðarinnar vill að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald ESB viðræðna en álíka stór hópur vill þó ekki ganga í Evrópusambandið. 21. mars 2015 19:04 Ísland ekki lengur umsóknarríki ESB Ríkisstjórnin hefur samþykkt að hún hafi ekki í hyggju að taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið á nýjan leik. 12. mars 2015 18:24 ESB ítrekar að aðildarumsókn Íslands hafi ekki verið dregin til baka Talsmaður stærkkunarstjóra ESB segir aðildarumsókn Íslands enn í gildi en afstaða núverandi ríkisstjórnar til áframhaldandi viðræðna sé skýr. 18. mars 2015 18:51 Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir stöðuna einfaldlega þá að vilji næsta ríkisstjórn Íslands hefja aðildarviðræður við ESB á ný, þá þurfi að hefja þær viðræður algerlega frá byrjunarreit. Ríkisstjórnin hyggur ekki á neinar aðgerðir gagnvart ESB og samningaviðræðum Íslands við Evrópusambandið, sem legið hafa í láginni, umfram þær sem fólust í bréf Gunnars Braga til Edgars Rinkevics, starfsbróður síns í Lettalandi, sem fer með forystu í ESB nú um stundir, þar sem farið var fram á að ESB líti svo á að um viðræðuslit aðildarviðræðna af hálfu Íslands væri fyrirliggjandi. „Evrópusambandið hefur svarað því bréfi með öðru bréfi þar sem kemur einfaldlega fram að þeir taki mið af vilja og stefnu íslenskra stjórnvalda. Það þýðir að sjálfsögðu að við erum ekki lengur umsóknarríki. Það sem við bíðum nú eftir er að þeir haldi áfram að taka okkur af þessum listum sem við erum á, sem umsóknarríki, þannig að þetta er allt í eðlilegu ferli,“ segir Gunnar Bragi í samtali við fréttastofu. Og telur að ekki þurfi að grípa til frekari aðgerða til að skrúfa endanlega fyrir þetta ferli. „Evrópusambandið hefur ósköp einfaldlega brugðist við okkar vilja.“ Ísland er flokkað með umsóknarríkjum í nýrri skýrslu Evrópusambandsins um efnahagsspár fyrir álfuna, sem birtist fyrir viku. En, það breytir engu, í huga utanríkisráðherra Íslands.Bréf ESB, sem utanríkisráðherra segir að staðfesti þá afstöðu og skilning þeirra í ESB að Ísland sé ekki lengur í aðildarviðræðum eða umsóknarferli.Verið að taka Ísland af ýmsum listum yfir umsóknarríkiÍ samtali blaðamanns Vísis við ýmsa þingmenn stjórnarandstöðunnar hefur komið fram sá skilningur að þegjandi samkomulag sé um að láta málið liggja. Og einn reyndur þingmaður telur það einfaldlega vera svo að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokkinn, vilji svæfa málið vegna komandi kosninga; þá vegna andstöðu innan flokksins og hugsanlegs klofnings sem sýnt hefur sig í stofnun Viðreisnar undir forystu Benedikts Jóhannessonar og fleiri gamalgróinna Sjálfstæðismanna. En, Gunnar Bragi metur það svo að ESB telji Ísland ekki lengur meðal umsóknarríkja. „Það er það sem íslensk stjórnvöld fóru fram á. Og hafa sagt við Evrópusambandið að við séum ekki að fylgja eftir vilja síðustu ríkisstjórnar og að við værum ekki lengur umsóknarríki. Og þeir eru að bregðast við því og hafa til dæmis tekið okkur af lista yfir boðsríki, eða umsóknarríki þegar verið er að bjóða þeim á fundi og þess háttar, og áfram verður haldið í því. Ég er mjög sáttur við hvernig Evrópusambandið hefur brugðist við í því.“Engu að síður, menn spyrja sig: Er þá staðan sú að lögformlega hafi aðildarumsóknin verið dregin til baka? Hefur þessum umræðum verið formlega slitið? „Það skiptir ekki máli hvort þetta er dregið til baka, slitið eða stoppað eða hvað við köllum þetta. Núverandi stjórnvöld eru ekki bundin á neinn átt af því sem fyrri stjórnvöld ákváðu. Og þurfa ekki á neinn hátt að fylgja eftir þeirra stefnu. Við sögðum einfaldlega við Evrópusambandið: Við erum ekki lengur umsóknarríki og vinsamlegast bregðist við því eins og við höfum óskað. Og það er það sem þeir eru að gera. Menn geta kallað það að slíta eða draga til baka eða guð má vita hvað sko, en við kusum að fara þá leið að tilkynna Evrópusambandinu stefnu ríkisstjórnarinnar og þeir brugðust við eins og vera skyldi, sagt að þeir virði íslensk stjórnvöld þannig að við erum ekki lengur meðal umsóknarríkja að Evrópusambandinu. Og það er það sem máli skiptir.“Mótmælendur teknir á ippon. Gunnar Bragi segir að málinu sé lokið enda sé enginn að ræða það lengur.Þetta er búið, þetta ferli sem hófst 2009En, Gunnar Bragi, þýðir þetta þá það að þegar ný ríkisstjórn tekur við, að sækja þarf um og fara í gegnum það ferli allt á nýjan leik, eða er nýrri ríkisstjórn það í lófa lagið að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið? „Ný ríkisstjórn getur að sjálfsögðu ekki tekið upp þráðinn þar sem frá var horfið. Þessu ferli er einfaldlega lokið. Þar að auki verður liðinn það langur tími síðan þessar viðræður hófust að sú vinna sem farið hefur verið í og átt hefur sér stað gagnast í sjálfu sér lítið ef nokkuð lengur. Evrópusambandið sjálft er að breytast svo mikið akkúrat þessa dagana. Auk þess held ég að engum, nokkrum manni, myndi detta i hug að fara í þann leiðangur sem þeir fóru í 2009. Að hafa ekki breiðan stuðning á bak við umsóknina. Það er líka það sem Evrópusambandið hefur áttað sig á að umsóknin og ferlið allt var byggt á sandi. Við höfum sagt að það verði ekki farið í þennan leiðangur nema að hafa víðtækt umboð bæði þings og þjóðar til að gera það, ef slíkt kæmi upp. Ég segi fullum fetum: Þetta er búið, þetta ferli sem hófst 2009. Og ef menn ætla sér að ana í þetta á ný þarf að byggja undir þetta með miklu sterkari hætti en gert var.“Gunnar Bragi hrósar sigri í hinu erfiða ESB-máli.VísirPraktískt að fara ekki með málið í gegnum þingiðVísir hefur rætt við ýmsa þingmenn stjórnarandstöðunnar, sem telja að ríkisstjórnin hafi hreinlega metið það svo að ekki væri þingmeirihluti fyrir málinu, að ýmsir stjórnarþingmenn telji sig bundna af afgerandi kosningaloforðum í þá veru að kosið yrði um áframhald viðræðnanna. Gunnar Bragi velkist hins vegar ekki í vafa um að meirihluti hafi verið fyrir málinu. En, hvers vegna breytti ríkisstjórnin um kúrs og ákvað að fara ekki með þetta í gegnum þingið, að málið fengi ekki þinglega meðferð. Er það svo að menn hafi metið að það væri einfaldlega ekki meirihluti fyrir málinu? „Jú, það er engin spurning um það að stjórnarflokkar með 38 þingmannameirihluta hefðu getað farið með þetta mál í gegnum þingið. En við munum öll og vitum hvernig þetta var fyrir rúmu ári. Þá tók stjórnarandstaðan þetta mál í gíslingu og þingið þá um leið. Við töldum einfaldlega að það væru önnur og miklu brýnni mál sem þyrftu að fara í umræðu í þinginu. Og þetta var leið sem klárlega var fær, lögleg og allt það. Og það voru í rauninni praktísk atriði sem réðu því að farin var þessi leið. Við sjáum það að nú er þessu lokið og nánast engin umræða um þetta.“Málið þarf ekki þinglega meðferðAðeins varðandi það hvaða augum ESB lítur á málið: Þarf þetta ekki að fara í gegnum utanríkisnefnd þingsins svo telja megi að viðræðunum hafi lögformlega verið slitið? „Þetta er mjög einfalt. Málið hefur margoft verið rætt í utanríkisnefnd. Og stefna stjórnvalda hefur margoft komið til umræðu í utanríkismálanefnd og á alþingi. Þannig að það er ekkert sem stendur uppá okkur hvað varðar samráð eða eitthvað slíkt, ef það er eitthvað slíkt sem þú ert að velta því fyrir þér, þá er það allt algjörlega á hreinu. Málið byggði á þingsályktun á sínum tíma. Og stjórnvöld, eftir kosningar, eru ekkert bundin af stefnu fyrri stjórnvalda. Ekki nema um það sé sátt innan nýju ríkisstjórnarinnar að fylgja því eftir. Þannig að þetta er í sjálfu sér mjög einfalt mál. Við erum með allt aðra stefnu en fyrrverandi stjórnvöld, og erum ósköp einfaldlega að fylgja henni eftir. Það er líka eitt annað sem ágætt er að hafa í huga, ef menn sækja um að nýju, sem ég vona að sjálfsögðu að verði ekki, þá þarf Evrópusambandið að svara því á þeim tíma hvort þeir geri sömu kröfur og þeir gerðu 2009? Og svo framvegis. Mitt mat, eftir að hafa rætt við ýmsa innan Evrópusambandsins, er að eftir því sem tíminn líður þá eru meiri líkur á að það þurfi að byrja alla vinnu uppá nýtt. Ég held að það sé algjörlega augljóst.“
Alþingi Tengdar fréttir Utanríkisráðherra segir aðildarferlinu að ESB lokið Utanríkisráðherra talar um valdarán þegar bréf stjórnarandstöðunnar til Evrópusambandsins ber á góma. Segir nýja ríkisstjórn þurfa umboð Alþingis til nýrrar aðildarumsóknar. 14. mars 2015 19:45 Tæplega 80 prósent vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB Stór hluti þjóðarinnar vill að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald ESB viðræðna en álíka stór hópur vill þó ekki ganga í Evrópusambandið. 21. mars 2015 19:04 Ísland ekki lengur umsóknarríki ESB Ríkisstjórnin hefur samþykkt að hún hafi ekki í hyggju að taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið á nýjan leik. 12. mars 2015 18:24 ESB ítrekar að aðildarumsókn Íslands hafi ekki verið dregin til baka Talsmaður stærkkunarstjóra ESB segir aðildarumsókn Íslands enn í gildi en afstaða núverandi ríkisstjórnar til áframhaldandi viðræðna sé skýr. 18. mars 2015 18:51 Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Sjá meira
Utanríkisráðherra segir aðildarferlinu að ESB lokið Utanríkisráðherra talar um valdarán þegar bréf stjórnarandstöðunnar til Evrópusambandsins ber á góma. Segir nýja ríkisstjórn þurfa umboð Alþingis til nýrrar aðildarumsóknar. 14. mars 2015 19:45
Tæplega 80 prósent vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB Stór hluti þjóðarinnar vill að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald ESB viðræðna en álíka stór hópur vill þó ekki ganga í Evrópusambandið. 21. mars 2015 19:04
Ísland ekki lengur umsóknarríki ESB Ríkisstjórnin hefur samþykkt að hún hafi ekki í hyggju að taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið á nýjan leik. 12. mars 2015 18:24
ESB ítrekar að aðildarumsókn Íslands hafi ekki verið dregin til baka Talsmaður stærkkunarstjóra ESB segir aðildarumsókn Íslands enn í gildi en afstaða núverandi ríkisstjórnar til áframhaldandi viðræðna sé skýr. 18. mars 2015 18:51