Blatter: Set spurningarmerki við að þetta hafi komið fram á þessum tíma 29. maí 2015 09:30 Sepp Blatter, forseti FIFA. Vísir/Getty Sepp Blatter, forseti FIFA, setti 65. ársþing FIFA í morgun og hélt síðan sína forsetaræðu en Blatter hristir af sér allar ásakanir um spillingar og talaði enn einu sinni um þá fáu „spilltu" embættismönnum FIFA sem eyðileggja fyrir svo mörgum. Kosið verður á milli Sepp Blatter og hins 39 ára gamla jórdanska prins Ali bin Hussein í dag. Kosningin hefst klukkan 15.00 að íslenskum tíma. Sjö embættismenn FIFA voru meðal þeirra sem voru handteknir í fyrradag en þeir eru ákærðir fyrir spillingu, peningaþvætti og mútuþægni í málum sem teygja sig allt aftur til ársins 1990. Áralangar sögusagnir um spillingu innan alþjóðaknattspyrnusambandsins eru ekki lengur sögusagnir heldur hafa bandarísk yfirvöld nú sannanir fyrir áratuga langri spillingu. Sepp Blatter hreinsar sig af öllum þessum málum í hverri ræðunni á fætur annarri og í opnunarræðu sinni í dag þá talaði um það af hverju handtökunnar hafi verið gerðar á þessum tíma.Vill ekki nota orðið tilviljun „Það er ekki gott að þetta komi fram aðeins tveimur dögum fyrir forsetakosningarnar. Ég vil ekki nota orðið tilviljun en ég set spurningarmerkið við að þetta hafi komið fram á þessum tíma. Þetta kallar á útskýringar á hvar ábyrgðin liggur og við þurfum að skoða allt innvið sambandsins," sagði Sepp Blatter og hélt áfram að tala um að hann gæti ekki fylgst með öllum innan FIFA. „Það eru tímamót í fótboltanum núna og við þurfum að standa öll saman og horfa til framtíðar," sagði Blatter í ræðunni. „Við erum að ganga í gegnum erfiða tíma og þessir atburðir hafa varpað skugga yfir bæði FIFA og ársþingið. Reynum nú að rífa okkur upp létta andann," sagði Blatter. „Við getum ekki leyft mönnum að draga orðspor FIFA í gegnum svaðið. Það eru einstaklingar sem eru ábyrgir fyrir þessu en ekki allt sambandið," sagði Blatter.Michel Platini.Vísir/GettyVar hann að skjóta á Bandaríkjamenn og Englendinga? Blatter talaði líka aðeins um þá ákvörðun FIFA að Rússar og Katarmenn fái að halda tvær næstu heimsmeistarakeppnir. „Ef að nöfn einhverra tveggja annarra landa hefðu komið upp úr umslaginu þá er ég viss um að þessi vandræði væru ekki hjá okkur í dag," sagði Blatter og er um leið að ýja að því að Englendingar og Bandaríkjamenn séu þarna í hefndaraðgerðum eftir að hafa misst af þessum tveimur heimsmeistarakeppnum. FIFA Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Hver er prinsinn sem vill verða FIFA-kóngur? Forsetakjör FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, fer fram í dag. Hinn þaulsætni Sepp Blatter sækist eftir endurkjöri en í vegi hans stendur Ali bin Hussein Jórdaníuprins. 29. maí 2015 07:00 Blatter lét henda frammíköllurum út úr salnum Sepp Blatter, forseti FIFA, hélt opnunarræðu á ársþingi FIFA í morgun en framundan eru hinar umdeildu forsetakosningar þar sem að Blatter sækist eftir sínum fimmta kjörtímabili. 29. maí 2015 08:30 Forseti FIFA kjörinn í dag Kjörið stendur á milli á sitjandi forseta sambandsins Sepp Blatter og Ali bin al-Hussein. 29. maí 2015 07:01 Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Sepp Blatter, forseti FIFA, setti 65. ársþing FIFA í morgun og hélt síðan sína forsetaræðu en Blatter hristir af sér allar ásakanir um spillingar og talaði enn einu sinni um þá fáu „spilltu" embættismönnum FIFA sem eyðileggja fyrir svo mörgum. Kosið verður á milli Sepp Blatter og hins 39 ára gamla jórdanska prins Ali bin Hussein í dag. Kosningin hefst klukkan 15.00 að íslenskum tíma. Sjö embættismenn FIFA voru meðal þeirra sem voru handteknir í fyrradag en þeir eru ákærðir fyrir spillingu, peningaþvætti og mútuþægni í málum sem teygja sig allt aftur til ársins 1990. Áralangar sögusagnir um spillingu innan alþjóðaknattspyrnusambandsins eru ekki lengur sögusagnir heldur hafa bandarísk yfirvöld nú sannanir fyrir áratuga langri spillingu. Sepp Blatter hreinsar sig af öllum þessum málum í hverri ræðunni á fætur annarri og í opnunarræðu sinni í dag þá talaði um það af hverju handtökunnar hafi verið gerðar á þessum tíma.Vill ekki nota orðið tilviljun „Það er ekki gott að þetta komi fram aðeins tveimur dögum fyrir forsetakosningarnar. Ég vil ekki nota orðið tilviljun en ég set spurningarmerkið við að þetta hafi komið fram á þessum tíma. Þetta kallar á útskýringar á hvar ábyrgðin liggur og við þurfum að skoða allt innvið sambandsins," sagði Sepp Blatter og hélt áfram að tala um að hann gæti ekki fylgst með öllum innan FIFA. „Það eru tímamót í fótboltanum núna og við þurfum að standa öll saman og horfa til framtíðar," sagði Blatter í ræðunni. „Við erum að ganga í gegnum erfiða tíma og þessir atburðir hafa varpað skugga yfir bæði FIFA og ársþingið. Reynum nú að rífa okkur upp létta andann," sagði Blatter. „Við getum ekki leyft mönnum að draga orðspor FIFA í gegnum svaðið. Það eru einstaklingar sem eru ábyrgir fyrir þessu en ekki allt sambandið," sagði Blatter.Michel Platini.Vísir/GettyVar hann að skjóta á Bandaríkjamenn og Englendinga? Blatter talaði líka aðeins um þá ákvörðun FIFA að Rússar og Katarmenn fái að halda tvær næstu heimsmeistarakeppnir. „Ef að nöfn einhverra tveggja annarra landa hefðu komið upp úr umslaginu þá er ég viss um að þessi vandræði væru ekki hjá okkur í dag," sagði Blatter og er um leið að ýja að því að Englendingar og Bandaríkjamenn séu þarna í hefndaraðgerðum eftir að hafa misst af þessum tveimur heimsmeistarakeppnum.
FIFA Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Hver er prinsinn sem vill verða FIFA-kóngur? Forsetakjör FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, fer fram í dag. Hinn þaulsætni Sepp Blatter sækist eftir endurkjöri en í vegi hans stendur Ali bin Hussein Jórdaníuprins. 29. maí 2015 07:00 Blatter lét henda frammíköllurum út úr salnum Sepp Blatter, forseti FIFA, hélt opnunarræðu á ársþingi FIFA í morgun en framundan eru hinar umdeildu forsetakosningar þar sem að Blatter sækist eftir sínum fimmta kjörtímabili. 29. maí 2015 08:30 Forseti FIFA kjörinn í dag Kjörið stendur á milli á sitjandi forseta sambandsins Sepp Blatter og Ali bin al-Hussein. 29. maí 2015 07:01 Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Hver er prinsinn sem vill verða FIFA-kóngur? Forsetakjör FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, fer fram í dag. Hinn þaulsætni Sepp Blatter sækist eftir endurkjöri en í vegi hans stendur Ali bin Hussein Jórdaníuprins. 29. maí 2015 07:00
Blatter lét henda frammíköllurum út úr salnum Sepp Blatter, forseti FIFA, hélt opnunarræðu á ársþingi FIFA í morgun en framundan eru hinar umdeildu forsetakosningar þar sem að Blatter sækist eftir sínum fimmta kjörtímabili. 29. maí 2015 08:30
Forseti FIFA kjörinn í dag Kjörið stendur á milli á sitjandi forseta sambandsins Sepp Blatter og Ali bin al-Hussein. 29. maí 2015 07:01