Með kramið hjarta á Alþingi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. maí 2015 15:55 Óttar Proppé vill að þingmenn finni gleðina í hjarta sínu á ný eftir hörð átök síðustu daga. vísir/pjetur Óttar Proppé, þingmaður Bjartrar Framtíðar, gerði eftirfarandi ljóðlínur Valgeirs Guðjónssonar að sínum á Alþingi í dag. „Hver getur læknað kramið hjarta, hver getur límt saman brotna sál, hver getur stutt stoltið særða, hver getur læknað kramið hjarta.“ Sagði Óttar að hjartað í honum væri að kremjast en hart hefur verið deilt á Alþingi seinustu daga vegna rammaáætlunar. Hefur stjórnarandstaðan ítrekað lagt fram breytingatillögur á dagskrá þingsins og hafa viljað færa aðra dagskrárliði fram yfir umræðu um rammaáætlun en stjórnarmeirihlutinn hefur alltaf fellt þær tillögur. Þingmenn hafa því rætt fundarstjórn forseta nær sleitulaust en Óttar sagði verk og ábyrgð Alþingis vera slík að þingmenn gætu ekki setið þar með kramið hjarta. Hann sagði enga mömmu vera á leiðinni og hvatti þingmenn til að finna gleðina í hjarta sér á ný. Einar K. Guðfinnsson, forseti þingsins, kvaddi sér þá hljóðs: „Forseti gerir nú undantekningu og leyfir sér að segja heyr, heyr.“ Svo virðist sem að forseti hafi svo breytt dagskrá þingsins því þegar umræðunni um fundarstjórn forseta lauk um hálffjögur í dag var farið í dagskrárlið þrjú, sérstaka umræðu um fyrirkomulag náms til stúdentsprófs, og þar með hlaupið yfir áætlaða umræðu um rammaáætlun.Uppfært klukkan 16:20: Umræða um rammaáætlun er nú hafin og eru hátt í 20 þingmenn á mælendaskrá. Alþingi Tengdar fréttir Segir tvo „talíbana“ taka Alþingi í gíslingu "Er þetta trúðaleikhús eða Alþingi Íslendinga?“ 22. maí 2015 14:42 Stjórnarliðum smalað í skyndi til atkvæðagreiðslu Stjórnarliðar voru of fámennir á fundi Alþingis til að fella dagskrártillögu minnihlutans og var þá ráðherrum og fleirum smalað til þingfundar til að greiða atkvæði. 22. maí 2015 11:44 "Enginn í uppnámi nema minnihlutinn“ Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, vill ekki meina að þingstörfin séu í uppnámi. 22. maí 2015 15:21 Segja Rammann ekki munu fara í gegn Enn hafa engir samningar náðst um þinglok og óvíst hvenær þinghaldi mun ljúka fyrir sumarið. 22. maí 2015 07:00 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Óttar Proppé, þingmaður Bjartrar Framtíðar, gerði eftirfarandi ljóðlínur Valgeirs Guðjónssonar að sínum á Alþingi í dag. „Hver getur læknað kramið hjarta, hver getur límt saman brotna sál, hver getur stutt stoltið særða, hver getur læknað kramið hjarta.“ Sagði Óttar að hjartað í honum væri að kremjast en hart hefur verið deilt á Alþingi seinustu daga vegna rammaáætlunar. Hefur stjórnarandstaðan ítrekað lagt fram breytingatillögur á dagskrá þingsins og hafa viljað færa aðra dagskrárliði fram yfir umræðu um rammaáætlun en stjórnarmeirihlutinn hefur alltaf fellt þær tillögur. Þingmenn hafa því rætt fundarstjórn forseta nær sleitulaust en Óttar sagði verk og ábyrgð Alþingis vera slík að þingmenn gætu ekki setið þar með kramið hjarta. Hann sagði enga mömmu vera á leiðinni og hvatti þingmenn til að finna gleðina í hjarta sér á ný. Einar K. Guðfinnsson, forseti þingsins, kvaddi sér þá hljóðs: „Forseti gerir nú undantekningu og leyfir sér að segja heyr, heyr.“ Svo virðist sem að forseti hafi svo breytt dagskrá þingsins því þegar umræðunni um fundarstjórn forseta lauk um hálffjögur í dag var farið í dagskrárlið þrjú, sérstaka umræðu um fyrirkomulag náms til stúdentsprófs, og þar með hlaupið yfir áætlaða umræðu um rammaáætlun.Uppfært klukkan 16:20: Umræða um rammaáætlun er nú hafin og eru hátt í 20 þingmenn á mælendaskrá.
Alþingi Tengdar fréttir Segir tvo „talíbana“ taka Alþingi í gíslingu "Er þetta trúðaleikhús eða Alþingi Íslendinga?“ 22. maí 2015 14:42 Stjórnarliðum smalað í skyndi til atkvæðagreiðslu Stjórnarliðar voru of fámennir á fundi Alþingis til að fella dagskrártillögu minnihlutans og var þá ráðherrum og fleirum smalað til þingfundar til að greiða atkvæði. 22. maí 2015 11:44 "Enginn í uppnámi nema minnihlutinn“ Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, vill ekki meina að þingstörfin séu í uppnámi. 22. maí 2015 15:21 Segja Rammann ekki munu fara í gegn Enn hafa engir samningar náðst um þinglok og óvíst hvenær þinghaldi mun ljúka fyrir sumarið. 22. maí 2015 07:00 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Segir tvo „talíbana“ taka Alþingi í gíslingu "Er þetta trúðaleikhús eða Alþingi Íslendinga?“ 22. maí 2015 14:42
Stjórnarliðum smalað í skyndi til atkvæðagreiðslu Stjórnarliðar voru of fámennir á fundi Alþingis til að fella dagskrártillögu minnihlutans og var þá ráðherrum og fleirum smalað til þingfundar til að greiða atkvæði. 22. maí 2015 11:44
"Enginn í uppnámi nema minnihlutinn“ Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, vill ekki meina að þingstörfin séu í uppnámi. 22. maí 2015 15:21
Segja Rammann ekki munu fara í gegn Enn hafa engir samningar náðst um þinglok og óvíst hvenær þinghaldi mun ljúka fyrir sumarið. 22. maí 2015 07:00