Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Leiknir 2-2 | Fyrstu mörk og stig ÍBV Guðmundur Tómas Sigfússon á Hásteinsvelli skrifar 20. maí 2015 12:18 Jonathan Glenn komst ekki á blað. vísir/stefán Leiknismenn sóttu eitt stig til Vestmannaeyja í kvöld, ferðalagið var enginn draumur og virkuðu gestirnir frekar slappir eftir sjóferðina. Gestirnir leiddu 1-2 í hálfleik en þrumuskot Ian Jeffs tryggði jafntefli í síðari hálfleik. Leiknismenn fengu frestun á leiknum en þeir komu með Víkingi til Eyja. Nokkrir leikmenn Leiknis virkuðu sjóveikir eftir bátsferðina. Tveimur leikmönnum var skipt út úr liðinu eftir jafntefli við Íslandsmeistara Stjörnunnar í síðustu umferð. Þeir Freyr Alexandersson og Davíð Snorri Jónsson breyttu einnig um leikskipulag en þeir fór aftur í fjögurra manna vörn. Þeir þurftu að skipta öðrum miðverðinum útaf eftir um hálftíma leik þar sem hann meiddist. Eyjamenn gerðu óvænt þrjár breytingar á sínu liði en stórlaxar eins og Gunnar Þorsteinsson, Tom Even Skogsrud og síðast en ekki síst Jonathan Glenn tóku sér sæti á bekknum. Þessar skiptingar virtust ekki hafa góð áhrif á liðið þar sem Leiknismenn skoruðu snemma. Avni Pepa gleymdi sér í dekkningunni og fékk Hilmar Árni frían skalla að marki. Benedikt Októ Bjarnason var á stönginni en hann hitti boltann ekki vel og inn fór hann. Slæm byrjun hjá Eyjamönnum eftir aðeins 70 sekúndna leik. Útlitið því ekki bjart fyrir Eyjamenn sem höfðu ekki komist á blað á tímabilinu. Jón Ingason var staðráðinn í að breyta því en hann átti frábæra sendingu, þvert fyrir mark Leiknis, boltinn fór í gegnum allan pakkann. Víðir Þorvarðarson var síðan réttur maður á réttum stað og skilaði boltanum snyrtilega í netið. Ólafur Hrannar Kristjánsson fékk síðan boltann 25 metra frá marki og hamraði honum í skeytin fjær. Enginn varnarmaður ÍBV vildi mæta honum en hann lét ekki bjóða sér það tvisvar. Guðjón Orri átti ekki séns og Eyjamenn þurftu að skora aftur til þess að fá eitthvað út úr leiknum. Mikil barátta var í leiknum en ljóst var að bæði lið ætluðu ekki að sætta sig við neitt minna en þrjú stig. Stemningin í stúkunni var frábær, Leiknisljónin sungu og trölluðu allan leikinn. Í hreinskilni sagt minntu stuðningsmenn Leiknis á Hvítu Riddarana, stuðningsmannasveit ÍBV í handboltanum, þeir voru frábærir. Það var ljóst að Eyjamenn þurftu eitthvað einstaklingsframtak til þess að hirða stig úr leiknum. Ian Jeffs fékk boltann á síðasta þriðjungi, lék boltann inn á teig og tók gabbhreyfingu sem setti varnarmann Leiknis úr jafnvægi. Því næst lúðraði Jeffs boltanum með verri fæti í nærhornið. Staðan því orðin jöfn og allt stefndi í spennandi lokamínútur. Stuttu eftir markið tók Jóhannes Harðarson, þjálfari ÍBV, mjög skrýtna skiptingu. Hann setti Gunnar Þorsteinsson, varnarsinnaðan miðjumann, inn fyrir Gauta Þorvarðarson sem lék frammi í kvöld. Eyjamenn skora því sín fyrstu mörk og fá sitt fyrsta stig í deildinni. Leiknismenn eru komnir með fimm stig og sigla lygnan sjó um miðja deild.Jóhannes Harðarson: Stoltur af því hvernig við komum til baka „Án þess að hljóma eins og Júlli jákvæði alltaf, þá er ég feykilega ánægður með frammistöðuna hjá strákunum í dag,“ sagði Jóhannes Harðarson, þjálfari Eyjamanna, eftir fyrsta stig liðsins í deildinni í ár. „Ég er gríðarlega stoltur af því hvernig við komum til baka eftir þennan skell sem við fáum í byrjun. Hvernig við stígum upp eftir það finnst mér vera frábært,“ sagði Jóhannes en ÍBV lenti tvisvar sinnum undir í leiknum. „Oft á tíðum spiluðum við flottan fótbolta og sköpuðum slatta af færum í dag. Ég er gríðarlega ánægður með frammistöðuna en svekktur að fá bara eitt stig út úr þessum leik.“ Fyrsta mark Eyjamanna í deildinni kom í dag en Jóhannes var gríðarlega ánægður með það og sagði það vera mikinn létti. „Það var mikill léttir að sjá boltann fara inn, eins mark númer tvö en það vantaði bara mark númer þrjú.“ Nokkuð einbeitingaleysi átti sér stað í mörkum Leiknismanna þar sem einstaklingar í varnarleik ÍBV virtust hreinlega gleyma sér. „Þetta er mjög svekkjandi að fá þetta á fyrstu sekúndum leiksins, ég á eftir að skoða betur hvað gerðist. Við komum þó sterkir til baka í stöðunni 1-0 og 2-1.“ Jóhannes tók framherjann sinn út í dag og setti inn varnarsinnaðan miðjumann, það virtist sem svo að liðið ætlaði að halda stiginu í staðinn fyrir að sækja tvö í viðbót. „Við ýttum Jeffsy upp, hann átti að vinna með Jonathan frammi ásamt köntunum okkar. Þetta var alls ekki varnarhugsuð skipting enda fengum við möguleika undir lokin til þess að bæta við þriðja markinu.“Freyr Alexanderson: Sáttari með stigið en þeir „Fyrirfram komum við hingað til að ná í þrjú stig, við gerðum allt sem við gátum til þess held ég. Þetta var leikur sem mátti ekki tapast þannig að ég held að við séum sáttari með stigið en þeir,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfir Leiknis, eftir jafntefli í Eyjum. „Þessi dagur var gríðarlega erfiður fyrir okkur og við tökum stigið í þetta skiptið,“ sagði Freyr en tvísýnt var með það hvort að leikurinn yrði spilaður. Honum var frestað til 18:30 og síðan aftur til 19:15 að beiðni Leiknismanna. „Frammistaðan var í takt við það sem ég átti von á, meðan við vorum ferskir vorum við góðir og áttum fullt af fínum köflum. Það var mikil þreyta í báðum liðum og leikurinn því slitinn og opinn.“ „Menn voru að gera einstaklingsmistök og að togna. Það var vesen og bras en þetta var ekki gæða fótboltaleikur.“ Leiknismenn skoruðu fyrsta markið eftir rétt um 70 sekúndur, það hlýtur að vera gott fyrir þjálfarann að sjá boltann í netinu svona snemma. „Það var meiriháttar.“ Leiknismenn misstu Halldór Kristinn Halldórsson af velli eftir um hálftíma leik. Það er mikið svekkelsi fyrir Leiknismenn þar sem margir lykilmenn eru að glíma við meiðsli. „Þetta er mjög slæmt, ég veit ekki hvort að þið séuð búnir að kynna ykkur þetta eitthvað en þetta er fjórði lykilmaðurinn í Leiknisliðinu sem að meiðist. Ekki í fyrsta og ekki í annað skiptið sem við þurfum að gera skiptingu mjög snemma útaf höggum.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Leiknismenn sóttu eitt stig til Vestmannaeyja í kvöld, ferðalagið var enginn draumur og virkuðu gestirnir frekar slappir eftir sjóferðina. Gestirnir leiddu 1-2 í hálfleik en þrumuskot Ian Jeffs tryggði jafntefli í síðari hálfleik. Leiknismenn fengu frestun á leiknum en þeir komu með Víkingi til Eyja. Nokkrir leikmenn Leiknis virkuðu sjóveikir eftir bátsferðina. Tveimur leikmönnum var skipt út úr liðinu eftir jafntefli við Íslandsmeistara Stjörnunnar í síðustu umferð. Þeir Freyr Alexandersson og Davíð Snorri Jónsson breyttu einnig um leikskipulag en þeir fór aftur í fjögurra manna vörn. Þeir þurftu að skipta öðrum miðverðinum útaf eftir um hálftíma leik þar sem hann meiddist. Eyjamenn gerðu óvænt þrjár breytingar á sínu liði en stórlaxar eins og Gunnar Þorsteinsson, Tom Even Skogsrud og síðast en ekki síst Jonathan Glenn tóku sér sæti á bekknum. Þessar skiptingar virtust ekki hafa góð áhrif á liðið þar sem Leiknismenn skoruðu snemma. Avni Pepa gleymdi sér í dekkningunni og fékk Hilmar Árni frían skalla að marki. Benedikt Októ Bjarnason var á stönginni en hann hitti boltann ekki vel og inn fór hann. Slæm byrjun hjá Eyjamönnum eftir aðeins 70 sekúndna leik. Útlitið því ekki bjart fyrir Eyjamenn sem höfðu ekki komist á blað á tímabilinu. Jón Ingason var staðráðinn í að breyta því en hann átti frábæra sendingu, þvert fyrir mark Leiknis, boltinn fór í gegnum allan pakkann. Víðir Þorvarðarson var síðan réttur maður á réttum stað og skilaði boltanum snyrtilega í netið. Ólafur Hrannar Kristjánsson fékk síðan boltann 25 metra frá marki og hamraði honum í skeytin fjær. Enginn varnarmaður ÍBV vildi mæta honum en hann lét ekki bjóða sér það tvisvar. Guðjón Orri átti ekki séns og Eyjamenn þurftu að skora aftur til þess að fá eitthvað út úr leiknum. Mikil barátta var í leiknum en ljóst var að bæði lið ætluðu ekki að sætta sig við neitt minna en þrjú stig. Stemningin í stúkunni var frábær, Leiknisljónin sungu og trölluðu allan leikinn. Í hreinskilni sagt minntu stuðningsmenn Leiknis á Hvítu Riddarana, stuðningsmannasveit ÍBV í handboltanum, þeir voru frábærir. Það var ljóst að Eyjamenn þurftu eitthvað einstaklingsframtak til þess að hirða stig úr leiknum. Ian Jeffs fékk boltann á síðasta þriðjungi, lék boltann inn á teig og tók gabbhreyfingu sem setti varnarmann Leiknis úr jafnvægi. Því næst lúðraði Jeffs boltanum með verri fæti í nærhornið. Staðan því orðin jöfn og allt stefndi í spennandi lokamínútur. Stuttu eftir markið tók Jóhannes Harðarson, þjálfari ÍBV, mjög skrýtna skiptingu. Hann setti Gunnar Þorsteinsson, varnarsinnaðan miðjumann, inn fyrir Gauta Þorvarðarson sem lék frammi í kvöld. Eyjamenn skora því sín fyrstu mörk og fá sitt fyrsta stig í deildinni. Leiknismenn eru komnir með fimm stig og sigla lygnan sjó um miðja deild.Jóhannes Harðarson: Stoltur af því hvernig við komum til baka „Án þess að hljóma eins og Júlli jákvæði alltaf, þá er ég feykilega ánægður með frammistöðuna hjá strákunum í dag,“ sagði Jóhannes Harðarson, þjálfari Eyjamanna, eftir fyrsta stig liðsins í deildinni í ár. „Ég er gríðarlega stoltur af því hvernig við komum til baka eftir þennan skell sem við fáum í byrjun. Hvernig við stígum upp eftir það finnst mér vera frábært,“ sagði Jóhannes en ÍBV lenti tvisvar sinnum undir í leiknum. „Oft á tíðum spiluðum við flottan fótbolta og sköpuðum slatta af færum í dag. Ég er gríðarlega ánægður með frammistöðuna en svekktur að fá bara eitt stig út úr þessum leik.“ Fyrsta mark Eyjamanna í deildinni kom í dag en Jóhannes var gríðarlega ánægður með það og sagði það vera mikinn létti. „Það var mikill léttir að sjá boltann fara inn, eins mark númer tvö en það vantaði bara mark númer þrjú.“ Nokkuð einbeitingaleysi átti sér stað í mörkum Leiknismanna þar sem einstaklingar í varnarleik ÍBV virtust hreinlega gleyma sér. „Þetta er mjög svekkjandi að fá þetta á fyrstu sekúndum leiksins, ég á eftir að skoða betur hvað gerðist. Við komum þó sterkir til baka í stöðunni 1-0 og 2-1.“ Jóhannes tók framherjann sinn út í dag og setti inn varnarsinnaðan miðjumann, það virtist sem svo að liðið ætlaði að halda stiginu í staðinn fyrir að sækja tvö í viðbót. „Við ýttum Jeffsy upp, hann átti að vinna með Jonathan frammi ásamt köntunum okkar. Þetta var alls ekki varnarhugsuð skipting enda fengum við möguleika undir lokin til þess að bæta við þriðja markinu.“Freyr Alexanderson: Sáttari með stigið en þeir „Fyrirfram komum við hingað til að ná í þrjú stig, við gerðum allt sem við gátum til þess held ég. Þetta var leikur sem mátti ekki tapast þannig að ég held að við séum sáttari með stigið en þeir,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfir Leiknis, eftir jafntefli í Eyjum. „Þessi dagur var gríðarlega erfiður fyrir okkur og við tökum stigið í þetta skiptið,“ sagði Freyr en tvísýnt var með það hvort að leikurinn yrði spilaður. Honum var frestað til 18:30 og síðan aftur til 19:15 að beiðni Leiknismanna. „Frammistaðan var í takt við það sem ég átti von á, meðan við vorum ferskir vorum við góðir og áttum fullt af fínum köflum. Það var mikil þreyta í báðum liðum og leikurinn því slitinn og opinn.“ „Menn voru að gera einstaklingsmistök og að togna. Það var vesen og bras en þetta var ekki gæða fótboltaleikur.“ Leiknismenn skoruðu fyrsta markið eftir rétt um 70 sekúndur, það hlýtur að vera gott fyrir þjálfarann að sjá boltann í netinu svona snemma. „Það var meiriháttar.“ Leiknismenn misstu Halldór Kristinn Halldórsson af velli eftir um hálftíma leik. Það er mikið svekkelsi fyrir Leiknismenn þar sem margir lykilmenn eru að glíma við meiðsli. „Þetta er mjög slæmt, ég veit ekki hvort að þið séuð búnir að kynna ykkur þetta eitthvað en þetta er fjórði lykilmaðurinn í Leiknisliðinu sem að meiðist. Ekki í fyrsta og ekki í annað skiptið sem við þurfum að gera skiptingu mjög snemma útaf höggum.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira