Yngsti þingmaðurinn skólaði þá eldri í kurteisi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. júní 2015 13:17 Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, kvartaði undan dónaskap einstakra þingmanna í umræðum á Alþingi í dag og sagðist eiga erfitt með að tileinka sér góða siði sem henni hefðu verið kenndir í uppeldinu um samskipti við fólk við þessar aðstæður. „Eins og umhverfið hefur verið er valda boðlegt að vinna hér. Gróusögur, kýtingar, uppnefni, baktal og leiðindi. Ég hef alltaf verið þakklát þeim gildum sem foreldrar mínir sendu mig út í lífið, meðal annars að kurteisi kostaði ekkert og að ég ætti að bera virðingu fyrir mér eldra fólki,“ sagði Jóhanna í upphafi ræðu sinnar en bætti svo við að hegðan margra þingmanna gerði henni það erfitt um vik. Það væri ólíðandi að þurfa að sitja undir bölvi og dónaskap annara þingmanna í sinn garð og samflokksmanna. Sé slíkt tal ómissandi væri réttast að færa það úr þingsal og inn á þingflokksfundi eða bakherbergi þingsins. „Ef þetta væri annar vinnustaður og mér dytti í hug að kalla samstarfsfólk mitt hryggleysingja, lindýr, talíbana, dólga og einræðisherra eða ef ég myndi líkja þeim við menn sem framið hafa hræðilega glæpi, fjöldamorð eða annað sem hefur sett svartan blett á heimssöguna, þá væri ekki lengið að kalla mig inn á teppið.“ Jóhanna lagði því til að þingmenn myndu líta í eigin barm og skoða gildi sín og mannleg samskipti. Einnig fór hún fram á að þjóðkjörnir fulltrúarnir myndu láta af frammíköllum úr salnum enda væri slíkt lágmarkskurteisi. Alþingi Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, kvartaði undan dónaskap einstakra þingmanna í umræðum á Alþingi í dag og sagðist eiga erfitt með að tileinka sér góða siði sem henni hefðu verið kenndir í uppeldinu um samskipti við fólk við þessar aðstæður. „Eins og umhverfið hefur verið er valda boðlegt að vinna hér. Gróusögur, kýtingar, uppnefni, baktal og leiðindi. Ég hef alltaf verið þakklát þeim gildum sem foreldrar mínir sendu mig út í lífið, meðal annars að kurteisi kostaði ekkert og að ég ætti að bera virðingu fyrir mér eldra fólki,“ sagði Jóhanna í upphafi ræðu sinnar en bætti svo við að hegðan margra þingmanna gerði henni það erfitt um vik. Það væri ólíðandi að þurfa að sitja undir bölvi og dónaskap annara þingmanna í sinn garð og samflokksmanna. Sé slíkt tal ómissandi væri réttast að færa það úr þingsal og inn á þingflokksfundi eða bakherbergi þingsins. „Ef þetta væri annar vinnustaður og mér dytti í hug að kalla samstarfsfólk mitt hryggleysingja, lindýr, talíbana, dólga og einræðisherra eða ef ég myndi líkja þeim við menn sem framið hafa hræðilega glæpi, fjöldamorð eða annað sem hefur sett svartan blett á heimssöguna, þá væri ekki lengið að kalla mig inn á teppið.“ Jóhanna lagði því til að þingmenn myndu líta í eigin barm og skoða gildi sín og mannleg samskipti. Einnig fór hún fram á að þjóðkjörnir fulltrúarnir myndu láta af frammíköllum úr salnum enda væri slíkt lágmarkskurteisi.
Alþingi Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði