Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Árni Sæberg skrifar 9. október 2025 17:11 Slagsmálin urðu á Akranesi. Vísir/Arnar Refsing manns fyrir að berja annan í höfuðið með steypuklumpi í strætóskýli á Akranesi hefur verið þyngd í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi. „Tiltekin atvik“ varðandi stúlku urðu kveikja að slagsmálum milli mannanna tveggja en sá sem fyrir árásinni varð hlaut einnig dóm vegna málsins. Þetta segir í dómi Landsréttar, sem kveðinn var upp nú síðdegis. Taldi sig hafa séð eggvopn Vísir fjallaði ítarlega um dóm Héraðsdóm Vesturlands í málinu, sem kveðinn var upp í júní í fyrra. Þar hlaut maðurinn þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm. Í ákæru málsins kom fram að atvik málsins hafi átt sér stað við strætóstoppustöð á Akranesi í mars 2022. Fyrir dómi sagði árásarmaðurinn hinn manninn hafa komið á jeppa, verið ógnandi og keyrt upp á grasflöt. Hann hafi talið sig sjá eggvopn falið í lyklakippu hins mannsins og fyrr en varir hafi þeir verið farnir að slást í jörðinni. Hann viðurkenndi að hafa notað steypuklumpinn, en vildi meina að um neyðarvörn hefði verið að ræða. Hann sagði manninn sem varð fyrir árásinni vera háan vexti og að fólk væri hrætt við hann. Átökin hafi hætt þegar þriðji maðurinn á vettvangi hafi sagt þeim að stoppa. Þá hafi sá sem varð fyrir árásinni keyrt á brott og þriðji maðurinn hringt á lögreglu. Þráhyggja gagnvart kærustu frænda Maðurinn sem varð fyrir árás mannsins hlaut sömuleiðis dóm fyrir Héraðsdómi Vesturlands í desember árið 2023 en var ekki gerð refsins vegna líkamsárásar. Í dómnum frá því í desember sagði sá sem varð fyrir árásinni að árásarmaðurinn hefði hrellt eiginkonu hans og verið með þráhyggju gagnvart kærustu frænda hans. Hann hafi verið orðinn reiður og pirraður á þessu og kvað hann „alla í bæjarfélaginu vita hver brotaþoli [árásarmaðurinn] er og hann sé þekktur fyrir að ásækja konur.“ Við aðalmeðferð í máli árásarmannsins sagði hann árásarmanninn hafa sent sér skilaboð á Facebook og beðið hann um að koma, sem hann hafi gert. Hann hafi spurt hvort „þetta væri ekki orðið gott“ en fengið grjót í höfuðið og rotast. Síðan hafi hann rankað við sér og árásarmaðurinn enn verið með grjótið að berja sig. Hann hafi beðið hann um að hætta, en án árangurs. Bar fyrir sig sjálfsvörn Með dómi Landsréttar var árásarmaðurinn sakfelldur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás en ekki var fallist á að verkið hefði verið unnið í neyðarvörn, líkt og hann hafði borið fyrir sig. Við ákvörðun refsingar var þó litið til ákvæðis almennra hegningarlaga um líkamsárásir sem framdar eru í áflogum eða gagnvart manni sem á upptök að áflogum og að nokkur dráttur hefði orðið á meðferð málsins fyrir dómi sem honum yrði ekki um kennt. Refsing hans var ákveðin fangelsi í fimm mánuði sem bundin var skilorði til tveggja ára. Þá var staðfest ákvæði héraðsdóms um einkaréttarkröfu þess sem varð fyrir árásinni þannig að manninum var gert að greiða honum 400 þúsund krónur í miskabætur. Þá var honum gert að greiða allan sakarkostnað, alls um 2,2 milljónir króna. Akranes Dómsmál Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Sjá meira
Þetta segir í dómi Landsréttar, sem kveðinn var upp nú síðdegis. Taldi sig hafa séð eggvopn Vísir fjallaði ítarlega um dóm Héraðsdóm Vesturlands í málinu, sem kveðinn var upp í júní í fyrra. Þar hlaut maðurinn þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm. Í ákæru málsins kom fram að atvik málsins hafi átt sér stað við strætóstoppustöð á Akranesi í mars 2022. Fyrir dómi sagði árásarmaðurinn hinn manninn hafa komið á jeppa, verið ógnandi og keyrt upp á grasflöt. Hann hafi talið sig sjá eggvopn falið í lyklakippu hins mannsins og fyrr en varir hafi þeir verið farnir að slást í jörðinni. Hann viðurkenndi að hafa notað steypuklumpinn, en vildi meina að um neyðarvörn hefði verið að ræða. Hann sagði manninn sem varð fyrir árásinni vera háan vexti og að fólk væri hrætt við hann. Átökin hafi hætt þegar þriðji maðurinn á vettvangi hafi sagt þeim að stoppa. Þá hafi sá sem varð fyrir árásinni keyrt á brott og þriðji maðurinn hringt á lögreglu. Þráhyggja gagnvart kærustu frænda Maðurinn sem varð fyrir árás mannsins hlaut sömuleiðis dóm fyrir Héraðsdómi Vesturlands í desember árið 2023 en var ekki gerð refsins vegna líkamsárásar. Í dómnum frá því í desember sagði sá sem varð fyrir árásinni að árásarmaðurinn hefði hrellt eiginkonu hans og verið með þráhyggju gagnvart kærustu frænda hans. Hann hafi verið orðinn reiður og pirraður á þessu og kvað hann „alla í bæjarfélaginu vita hver brotaþoli [árásarmaðurinn] er og hann sé þekktur fyrir að ásækja konur.“ Við aðalmeðferð í máli árásarmannsins sagði hann árásarmanninn hafa sent sér skilaboð á Facebook og beðið hann um að koma, sem hann hafi gert. Hann hafi spurt hvort „þetta væri ekki orðið gott“ en fengið grjót í höfuðið og rotast. Síðan hafi hann rankað við sér og árásarmaðurinn enn verið með grjótið að berja sig. Hann hafi beðið hann um að hætta, en án árangurs. Bar fyrir sig sjálfsvörn Með dómi Landsréttar var árásarmaðurinn sakfelldur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás en ekki var fallist á að verkið hefði verið unnið í neyðarvörn, líkt og hann hafði borið fyrir sig. Við ákvörðun refsingar var þó litið til ákvæðis almennra hegningarlaga um líkamsárásir sem framdar eru í áflogum eða gagnvart manni sem á upptök að áflogum og að nokkur dráttur hefði orðið á meðferð málsins fyrir dómi sem honum yrði ekki um kennt. Refsing hans var ákveðin fangelsi í fimm mánuði sem bundin var skilorði til tveggja ára. Þá var staðfest ákvæði héraðsdóms um einkaréttarkröfu þess sem varð fyrir árásinni þannig að manninum var gert að greiða honum 400 þúsund krónur í miskabætur. Þá var honum gert að greiða allan sakarkostnað, alls um 2,2 milljónir króna.
Akranes Dómsmál Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Sjá meira