Þreif blóðið af sambýlismanni sínum og klæddi í föt áður en hún óskaði eftir aðstoð Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. júní 2015 10:43 Konan sem grunuð er um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana á heimili þeirra í Hafnarfirði neitar sök í málinu. Vísir/Sunna Karen Aðalmeðferð í máli konu á sextugsaldri, sem grunuð er um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana á heimili þeirra við Skúlaskeið í Hafnarfirði í febrúar síðastliðnum , fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Konan neitaði sök í málinu. Minnisleysið algengt Konan kvaðst hafa vaknað þennan morgun klukkan sex. Hún hafi þá tilkynnt forföll í vinnu og lagt sig aftur. Skömmu síðar hafi hún vaknað og fengið sér tvo bjóra og hugsanlega tvö vodkastaup til viðbótar, áður en hún lagði sig aftur. „Hann vakti mig svo klukkan átta því hann vildi fara í Bónus. Ég sagði honum að Bónus opni klukkan tíu og fór aftur að sofa. Svo vakti hann mig aftur, upp úr klukkan tíu, því hann vildi fara í búðina. Ég hringdi þá á leigubíl hann og hann fór í Bónus og ég fór að sofa. Svo man ég ekki neitt, ég vaknaði og þá sat hann í sófanum, látinn,“ sagði konan er hún bar vitni í málinu. Ákæruvaldið sagði það þó liggja fyrir að hún hafi farið með manninum með leigubíl í búðina, en hún sagðist ekki muna eftir því. Hún hafi áður lent í minnisleysi vegna drykkju. Hélt hann væri sofandi „Þegar ég vaknaði og leit á hann hélt ég að hann væri sofandi. Ég gekk að honum og hann svaraði ekki. Ég held ég hafi hreyft aðeins við honum og sagt eitthvað við hann en hann svaraði ekki. Ég fann þá að hann væri látinn, hann var hvítur í framan. Það var blóð á honum þannig að ég þreif hann. Ég þreif hann og setti hann í hvítan bol og hringdi svo í dóttur mína,“ sagði hún. Hún sagði lítið blóð hafa verið á manninum, aðeins á enni hans og brjóstkassa. Hún hafi notað svamp til að þrífa blóðið af en svampurinn og rauður bolur sem maðurinn var klæddur í fannst í eldhúsvaskinum. Aðspurð hvers vegna hún hafi tekið ákvörðun um að þrífa manninn, áður en hún óskaði eftir aðstoð, sagðist hún ekki muna það. Hvort hún hafi ætlað að reyna að hylma yfir meintum verknaði sagði hún það alls ekki vera. Sjálf væri hún ekki fær um slíkan verknað en að upphaflega hefði hún talið að hann hefði fengið hjartaáfall. „Ég held að ef ég hefði stungið hann myndi ég muna það. Það var ekkert tilefni til þess fyrir mig að stinga hann,“ sagði hún. Sambandið alla tíð gott Aðspurð hvernig samband þeirra tveggja hafi verið, sagði hún það gott. Þau hefðu verið í sambandi í níu ár og kvaðst hafa verið virkilega ástfangin af manninum. Hún lýsti honum sem rólegum, góðum manni en sagði hann heldur drykkfelldan. Daginn örlagaríka hafi hann setið að sumbli í tæpan sólarhring. Banamein mannsins, sem fæddur var árið 1974, var stungusár. Konan er grunuð um að hafa stungið manninn einni stungu hægra megin þannig að hnífurinn gekk inn í hægra lunga hans með þeim afleiðingum að hann hlaut bana af völdum blæðingar úr lunganu, að því er segir í ákæru. Morð í Skúlaskeiði 2015 Dómsmál Tengdar fréttir Mannslát í Hafnarfirði: Hin grunaða neitaði sök Konan sem ákærð er fyrir að hafa banað sambýlismanni sínum á heimili þeirra við Skúlaskeið í Hafnafirði í febrúar neitaði í morgun sök við þingfestingu í Héraðsdómi Reykjaness. 13. maí 2015 08:54 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Aðalmeðferð í máli konu á sextugsaldri, sem grunuð er um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana á heimili þeirra við Skúlaskeið í Hafnarfirði í febrúar síðastliðnum , fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Konan neitaði sök í málinu. Minnisleysið algengt Konan kvaðst hafa vaknað þennan morgun klukkan sex. Hún hafi þá tilkynnt forföll í vinnu og lagt sig aftur. Skömmu síðar hafi hún vaknað og fengið sér tvo bjóra og hugsanlega tvö vodkastaup til viðbótar, áður en hún lagði sig aftur. „Hann vakti mig svo klukkan átta því hann vildi fara í Bónus. Ég sagði honum að Bónus opni klukkan tíu og fór aftur að sofa. Svo vakti hann mig aftur, upp úr klukkan tíu, því hann vildi fara í búðina. Ég hringdi þá á leigubíl hann og hann fór í Bónus og ég fór að sofa. Svo man ég ekki neitt, ég vaknaði og þá sat hann í sófanum, látinn,“ sagði konan er hún bar vitni í málinu. Ákæruvaldið sagði það þó liggja fyrir að hún hafi farið með manninum með leigubíl í búðina, en hún sagðist ekki muna eftir því. Hún hafi áður lent í minnisleysi vegna drykkju. Hélt hann væri sofandi „Þegar ég vaknaði og leit á hann hélt ég að hann væri sofandi. Ég gekk að honum og hann svaraði ekki. Ég held ég hafi hreyft aðeins við honum og sagt eitthvað við hann en hann svaraði ekki. Ég fann þá að hann væri látinn, hann var hvítur í framan. Það var blóð á honum þannig að ég þreif hann. Ég þreif hann og setti hann í hvítan bol og hringdi svo í dóttur mína,“ sagði hún. Hún sagði lítið blóð hafa verið á manninum, aðeins á enni hans og brjóstkassa. Hún hafi notað svamp til að þrífa blóðið af en svampurinn og rauður bolur sem maðurinn var klæddur í fannst í eldhúsvaskinum. Aðspurð hvers vegna hún hafi tekið ákvörðun um að þrífa manninn, áður en hún óskaði eftir aðstoð, sagðist hún ekki muna það. Hvort hún hafi ætlað að reyna að hylma yfir meintum verknaði sagði hún það alls ekki vera. Sjálf væri hún ekki fær um slíkan verknað en að upphaflega hefði hún talið að hann hefði fengið hjartaáfall. „Ég held að ef ég hefði stungið hann myndi ég muna það. Það var ekkert tilefni til þess fyrir mig að stinga hann,“ sagði hún. Sambandið alla tíð gott Aðspurð hvernig samband þeirra tveggja hafi verið, sagði hún það gott. Þau hefðu verið í sambandi í níu ár og kvaðst hafa verið virkilega ástfangin af manninum. Hún lýsti honum sem rólegum, góðum manni en sagði hann heldur drykkfelldan. Daginn örlagaríka hafi hann setið að sumbli í tæpan sólarhring. Banamein mannsins, sem fæddur var árið 1974, var stungusár. Konan er grunuð um að hafa stungið manninn einni stungu hægra megin þannig að hnífurinn gekk inn í hægra lunga hans með þeim afleiðingum að hann hlaut bana af völdum blæðingar úr lunganu, að því er segir í ákæru.
Morð í Skúlaskeiði 2015 Dómsmál Tengdar fréttir Mannslát í Hafnarfirði: Hin grunaða neitaði sök Konan sem ákærð er fyrir að hafa banað sambýlismanni sínum á heimili þeirra við Skúlaskeið í Hafnafirði í febrúar neitaði í morgun sök við þingfestingu í Héraðsdómi Reykjaness. 13. maí 2015 08:54 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Mannslát í Hafnarfirði: Hin grunaða neitaði sök Konan sem ákærð er fyrir að hafa banað sambýlismanni sínum á heimili þeirra við Skúlaskeið í Hafnafirði í febrúar neitaði í morgun sök við þingfestingu í Héraðsdómi Reykjaness. 13. maí 2015 08:54