Þreif blóðið af sambýlismanni sínum og klæddi í föt áður en hún óskaði eftir aðstoð Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. júní 2015 10:43 Konan sem grunuð er um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana á heimili þeirra í Hafnarfirði neitar sök í málinu. Vísir/Sunna Karen Aðalmeðferð í máli konu á sextugsaldri, sem grunuð er um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana á heimili þeirra við Skúlaskeið í Hafnarfirði í febrúar síðastliðnum , fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Konan neitaði sök í málinu. Minnisleysið algengt Konan kvaðst hafa vaknað þennan morgun klukkan sex. Hún hafi þá tilkynnt forföll í vinnu og lagt sig aftur. Skömmu síðar hafi hún vaknað og fengið sér tvo bjóra og hugsanlega tvö vodkastaup til viðbótar, áður en hún lagði sig aftur. „Hann vakti mig svo klukkan átta því hann vildi fara í Bónus. Ég sagði honum að Bónus opni klukkan tíu og fór aftur að sofa. Svo vakti hann mig aftur, upp úr klukkan tíu, því hann vildi fara í búðina. Ég hringdi þá á leigubíl hann og hann fór í Bónus og ég fór að sofa. Svo man ég ekki neitt, ég vaknaði og þá sat hann í sófanum, látinn,“ sagði konan er hún bar vitni í málinu. Ákæruvaldið sagði það þó liggja fyrir að hún hafi farið með manninum með leigubíl í búðina, en hún sagðist ekki muna eftir því. Hún hafi áður lent í minnisleysi vegna drykkju. Hélt hann væri sofandi „Þegar ég vaknaði og leit á hann hélt ég að hann væri sofandi. Ég gekk að honum og hann svaraði ekki. Ég held ég hafi hreyft aðeins við honum og sagt eitthvað við hann en hann svaraði ekki. Ég fann þá að hann væri látinn, hann var hvítur í framan. Það var blóð á honum þannig að ég þreif hann. Ég þreif hann og setti hann í hvítan bol og hringdi svo í dóttur mína,“ sagði hún. Hún sagði lítið blóð hafa verið á manninum, aðeins á enni hans og brjóstkassa. Hún hafi notað svamp til að þrífa blóðið af en svampurinn og rauður bolur sem maðurinn var klæddur í fannst í eldhúsvaskinum. Aðspurð hvers vegna hún hafi tekið ákvörðun um að þrífa manninn, áður en hún óskaði eftir aðstoð, sagðist hún ekki muna það. Hvort hún hafi ætlað að reyna að hylma yfir meintum verknaði sagði hún það alls ekki vera. Sjálf væri hún ekki fær um slíkan verknað en að upphaflega hefði hún talið að hann hefði fengið hjartaáfall. „Ég held að ef ég hefði stungið hann myndi ég muna það. Það var ekkert tilefni til þess fyrir mig að stinga hann,“ sagði hún. Sambandið alla tíð gott Aðspurð hvernig samband þeirra tveggja hafi verið, sagði hún það gott. Þau hefðu verið í sambandi í níu ár og kvaðst hafa verið virkilega ástfangin af manninum. Hún lýsti honum sem rólegum, góðum manni en sagði hann heldur drykkfelldan. Daginn örlagaríka hafi hann setið að sumbli í tæpan sólarhring. Banamein mannsins, sem fæddur var árið 1974, var stungusár. Konan er grunuð um að hafa stungið manninn einni stungu hægra megin þannig að hnífurinn gekk inn í hægra lunga hans með þeim afleiðingum að hann hlaut bana af völdum blæðingar úr lunganu, að því er segir í ákæru. Morð í Skúlaskeiði 2015 Dómsmál Tengdar fréttir Mannslát í Hafnarfirði: Hin grunaða neitaði sök Konan sem ákærð er fyrir að hafa banað sambýlismanni sínum á heimili þeirra við Skúlaskeið í Hafnafirði í febrúar neitaði í morgun sök við þingfestingu í Héraðsdómi Reykjaness. 13. maí 2015 08:54 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Sjá meira
Aðalmeðferð í máli konu á sextugsaldri, sem grunuð er um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana á heimili þeirra við Skúlaskeið í Hafnarfirði í febrúar síðastliðnum , fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Konan neitaði sök í málinu. Minnisleysið algengt Konan kvaðst hafa vaknað þennan morgun klukkan sex. Hún hafi þá tilkynnt forföll í vinnu og lagt sig aftur. Skömmu síðar hafi hún vaknað og fengið sér tvo bjóra og hugsanlega tvö vodkastaup til viðbótar, áður en hún lagði sig aftur. „Hann vakti mig svo klukkan átta því hann vildi fara í Bónus. Ég sagði honum að Bónus opni klukkan tíu og fór aftur að sofa. Svo vakti hann mig aftur, upp úr klukkan tíu, því hann vildi fara í búðina. Ég hringdi þá á leigubíl hann og hann fór í Bónus og ég fór að sofa. Svo man ég ekki neitt, ég vaknaði og þá sat hann í sófanum, látinn,“ sagði konan er hún bar vitni í málinu. Ákæruvaldið sagði það þó liggja fyrir að hún hafi farið með manninum með leigubíl í búðina, en hún sagðist ekki muna eftir því. Hún hafi áður lent í minnisleysi vegna drykkju. Hélt hann væri sofandi „Þegar ég vaknaði og leit á hann hélt ég að hann væri sofandi. Ég gekk að honum og hann svaraði ekki. Ég held ég hafi hreyft aðeins við honum og sagt eitthvað við hann en hann svaraði ekki. Ég fann þá að hann væri látinn, hann var hvítur í framan. Það var blóð á honum þannig að ég þreif hann. Ég þreif hann og setti hann í hvítan bol og hringdi svo í dóttur mína,“ sagði hún. Hún sagði lítið blóð hafa verið á manninum, aðeins á enni hans og brjóstkassa. Hún hafi notað svamp til að þrífa blóðið af en svampurinn og rauður bolur sem maðurinn var klæddur í fannst í eldhúsvaskinum. Aðspurð hvers vegna hún hafi tekið ákvörðun um að þrífa manninn, áður en hún óskaði eftir aðstoð, sagðist hún ekki muna það. Hvort hún hafi ætlað að reyna að hylma yfir meintum verknaði sagði hún það alls ekki vera. Sjálf væri hún ekki fær um slíkan verknað en að upphaflega hefði hún talið að hann hefði fengið hjartaáfall. „Ég held að ef ég hefði stungið hann myndi ég muna það. Það var ekkert tilefni til þess fyrir mig að stinga hann,“ sagði hún. Sambandið alla tíð gott Aðspurð hvernig samband þeirra tveggja hafi verið, sagði hún það gott. Þau hefðu verið í sambandi í níu ár og kvaðst hafa verið virkilega ástfangin af manninum. Hún lýsti honum sem rólegum, góðum manni en sagði hann heldur drykkfelldan. Daginn örlagaríka hafi hann setið að sumbli í tæpan sólarhring. Banamein mannsins, sem fæddur var árið 1974, var stungusár. Konan er grunuð um að hafa stungið manninn einni stungu hægra megin þannig að hnífurinn gekk inn í hægra lunga hans með þeim afleiðingum að hann hlaut bana af völdum blæðingar úr lunganu, að því er segir í ákæru.
Morð í Skúlaskeiði 2015 Dómsmál Tengdar fréttir Mannslát í Hafnarfirði: Hin grunaða neitaði sök Konan sem ákærð er fyrir að hafa banað sambýlismanni sínum á heimili þeirra við Skúlaskeið í Hafnafirði í febrúar neitaði í morgun sök við þingfestingu í Héraðsdómi Reykjaness. 13. maí 2015 08:54 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Sjá meira
Mannslát í Hafnarfirði: Hin grunaða neitaði sök Konan sem ákærð er fyrir að hafa banað sambýlismanni sínum á heimili þeirra við Skúlaskeið í Hafnafirði í febrúar neitaði í morgun sök við þingfestingu í Héraðsdómi Reykjaness. 13. maí 2015 08:54