Jóhannes Valgeirs: Menn eru skammaðir eins og hundar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. júní 2015 18:58 Jóhannes í Hafnarfjarðarslag FH og Hauka fyrir fimm árum. vísir/valli Jóhannes Valgeirsson, fyrrverandi milliríkjadómari, fór hörðum orðum um dómaranefnd KSÍ og formann hennar, Gylfa Þór Orrason, í samtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Akraborginni í dag. Dómgæslan í Pepsi-deildinni hefur verið mikil til umræðu í sumar, nú síðast eftir að 8. umferð deildarinnar lauk í gær en óhætt er að segja að umræðan um störf þeirra hafi verið nokkuð neikvæð og ekki að ástæðulausu. „Mér finnst dómgæslan, af því sem ég hef séð, ekki hafa verið almennt slök. Margir leikir hafa verið fínt dæmdir,“ sagði Jóhannes. „En það hafa komið upp furðulega skrítin atvik sem eru oft á tíðum algjörlega úr karakter hjá dómurunum. Ég hef spurt mig hvað er að því við eigum góða og reynda dómara og aðstoðardómara. Af hverju lenda menn í svona atvikum sem eru alveg óútskýranleg? „Eina sem mér finnst, og ég horfi jafnmikið á dómarana og leikinn, að dómurunum líði ekki vel á vellinum,“ sagði Jóhannes sem telur að skortur á sjálfstrausti hrjái dómarana. „Ef dómarunum líður ekki vel er hætta á vandamálum. Mér heyrist og sýnist að mönnum líði ekki vel - að það séu vandamál sem í gangi í dómarahópnum. „Ég veit, og menn hafa sagt mér það, að mönnum líður ekki vel með þann stjórnunarstíl sem er viðhafður hjá dómaranefnd KSÍ,“ sagði Jóhannes sem var beðinn um að skýra mál sitt frekar. „Fyrir nokkrum árum var þessu breytt í einn hóp þar sem menn geta valið hvern sem er. Áður voru A-, B- og C-hópar. Í dag getur dómaranefndin bara ákveðið: þessi er nógu góður, við látum hann prófa 1. deildina eða Pepsi-deildina. „Þeir eru nánast eins og stjórn í fyrirtæki sem þarf að halda utan um sitt lið. Ef það kemur upp vandamál er það þeirra að ræða hlutina og leysa úr þeim. „Það er einfaldlega þannig að dómaranefnd KSÍ, undir forystu Gylfa (Þórs Orrasonar), hefur stjórnað með hræðslu- og hótunaráróðri undanfarin ár.“ Jóhannes hefur undanfarin fjögur ár átt í útistöðum við dómaranefnd KSÍ eftir að hann gagnrýndi störf hennar opinberlega. Af þeim sökum hefur Jóhannes ekkert dæmt síðan þá. „Þegar mitt mál kom upp bað ég um fund þar sem fjórir, frekar en fimm, menn sátu á móti mér hinum megin við borðið. Í annarri setningu á fundinum sagði Gylfi að dómaranefndin væri ekkert að fara að skipta um skoðun í þessu máli,“ sagði Jóhannes sem spurði af hverju hann væri þá að koma alla leið frá Akureyri, þar sem hann er búsettur, fyrst dómaranefndin væri búin að mynda sér skoðun í málinu. „Ég veit um fjöldamörg dæmi þess þegar menn eru kallaðir á fund þegar eitthvað kemur upp á og það sitja 2-4 menn á móti einum og skamma hann eins og hund. Þetta fer rosalega illa í menn. Þetta er stjórnunarstíll sem viðgengst hvergi,“ sagði Jóhannes og bætti því við að þetta hefði að sjálfsögðu áhrif á frammistöðu dómaranna inni á vellinum. Jóhannes sagði ennfremur að kollegum hans í dómarastéttinni á Íslandi hafi verið hótað sömu meðferð og hann sjálfur fékk á sínum tíma. „Ég hef það fyrir satt að það hafi verið sagt við menn: þið vitið hvernig fór fyrir Jóa Valgeirs,“ sagði Jóhannes sem bíður enn eftir að ná sáttum við dómaranefndina og Gylfa Þór Orrason sem var náinn vinur hans áður en þeim sinnaðist fyrir fjórum árum. „Annað hvort þarf að breyta hugarfarinu og vinnubrögðunum eða það þarf að koma nýtt fólk inn í dómaranefndina. Það sjá allir að það eru vandamál í gang. „En við þurfum að hafa það í huga að Gylfi er einn af bestu dómurum sem við höfum átt og hann kann leikinn. En mannleg samskipti hjá Gylfa, sem var fjölskylduvinur á mínu heimili áður en þetta gerðist og gisti oft heima hjá mér, eru ekki í lagi. Ef það er ekki hægt að setjast niður og ræða málin er eitthvað mikið að,“ sagði Jóhannes að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-mörkin: Hans besta er bara ekki nógu gott Það skapaðist fjörleg umræða í Pepsi-mörkunum í gærkvöldi um dómgæslu. 16. júní 2015 12:30 Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Sjá meira
Jóhannes Valgeirsson, fyrrverandi milliríkjadómari, fór hörðum orðum um dómaranefnd KSÍ og formann hennar, Gylfa Þór Orrason, í samtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Akraborginni í dag. Dómgæslan í Pepsi-deildinni hefur verið mikil til umræðu í sumar, nú síðast eftir að 8. umferð deildarinnar lauk í gær en óhætt er að segja að umræðan um störf þeirra hafi verið nokkuð neikvæð og ekki að ástæðulausu. „Mér finnst dómgæslan, af því sem ég hef séð, ekki hafa verið almennt slök. Margir leikir hafa verið fínt dæmdir,“ sagði Jóhannes. „En það hafa komið upp furðulega skrítin atvik sem eru oft á tíðum algjörlega úr karakter hjá dómurunum. Ég hef spurt mig hvað er að því við eigum góða og reynda dómara og aðstoðardómara. Af hverju lenda menn í svona atvikum sem eru alveg óútskýranleg? „Eina sem mér finnst, og ég horfi jafnmikið á dómarana og leikinn, að dómurunum líði ekki vel á vellinum,“ sagði Jóhannes sem telur að skortur á sjálfstrausti hrjái dómarana. „Ef dómarunum líður ekki vel er hætta á vandamálum. Mér heyrist og sýnist að mönnum líði ekki vel - að það séu vandamál sem í gangi í dómarahópnum. „Ég veit, og menn hafa sagt mér það, að mönnum líður ekki vel með þann stjórnunarstíl sem er viðhafður hjá dómaranefnd KSÍ,“ sagði Jóhannes sem var beðinn um að skýra mál sitt frekar. „Fyrir nokkrum árum var þessu breytt í einn hóp þar sem menn geta valið hvern sem er. Áður voru A-, B- og C-hópar. Í dag getur dómaranefndin bara ákveðið: þessi er nógu góður, við látum hann prófa 1. deildina eða Pepsi-deildina. „Þeir eru nánast eins og stjórn í fyrirtæki sem þarf að halda utan um sitt lið. Ef það kemur upp vandamál er það þeirra að ræða hlutina og leysa úr þeim. „Það er einfaldlega þannig að dómaranefnd KSÍ, undir forystu Gylfa (Þórs Orrasonar), hefur stjórnað með hræðslu- og hótunaráróðri undanfarin ár.“ Jóhannes hefur undanfarin fjögur ár átt í útistöðum við dómaranefnd KSÍ eftir að hann gagnrýndi störf hennar opinberlega. Af þeim sökum hefur Jóhannes ekkert dæmt síðan þá. „Þegar mitt mál kom upp bað ég um fund þar sem fjórir, frekar en fimm, menn sátu á móti mér hinum megin við borðið. Í annarri setningu á fundinum sagði Gylfi að dómaranefndin væri ekkert að fara að skipta um skoðun í þessu máli,“ sagði Jóhannes sem spurði af hverju hann væri þá að koma alla leið frá Akureyri, þar sem hann er búsettur, fyrst dómaranefndin væri búin að mynda sér skoðun í málinu. „Ég veit um fjöldamörg dæmi þess þegar menn eru kallaðir á fund þegar eitthvað kemur upp á og það sitja 2-4 menn á móti einum og skamma hann eins og hund. Þetta fer rosalega illa í menn. Þetta er stjórnunarstíll sem viðgengst hvergi,“ sagði Jóhannes og bætti því við að þetta hefði að sjálfsögðu áhrif á frammistöðu dómaranna inni á vellinum. Jóhannes sagði ennfremur að kollegum hans í dómarastéttinni á Íslandi hafi verið hótað sömu meðferð og hann sjálfur fékk á sínum tíma. „Ég hef það fyrir satt að það hafi verið sagt við menn: þið vitið hvernig fór fyrir Jóa Valgeirs,“ sagði Jóhannes sem bíður enn eftir að ná sáttum við dómaranefndina og Gylfa Þór Orrason sem var náinn vinur hans áður en þeim sinnaðist fyrir fjórum árum. „Annað hvort þarf að breyta hugarfarinu og vinnubrögðunum eða það þarf að koma nýtt fólk inn í dómaranefndina. Það sjá allir að það eru vandamál í gang. „En við þurfum að hafa það í huga að Gylfi er einn af bestu dómurum sem við höfum átt og hann kann leikinn. En mannleg samskipti hjá Gylfa, sem var fjölskylduvinur á mínu heimili áður en þetta gerðist og gisti oft heima hjá mér, eru ekki í lagi. Ef það er ekki hægt að setjast niður og ræða málin er eitthvað mikið að,“ sagði Jóhannes að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-mörkin: Hans besta er bara ekki nógu gott Það skapaðist fjörleg umræða í Pepsi-mörkunum í gærkvöldi um dómgæslu. 16. júní 2015 12:30 Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Sjá meira
Pepsi-mörkin: Hans besta er bara ekki nógu gott Það skapaðist fjörleg umræða í Pepsi-mörkunum í gærkvöldi um dómgæslu. 16. júní 2015 12:30