Viðskipti erlent

Grikkir ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu

Samúel Karl Ólason skrifar
Alexis Tsipras tilkynnti um þjóðaratkvæðagreiðsluna í sjónvarpsávarpi.
Alexis Tsipras tilkynnti um þjóðaratkvæðagreiðsluna í sjónvarpsávarpi. Vísir/EPA
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, tilkynnti nú í kvöld að Grikki myndu ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu þann 5. júlí. Þá munu gríska þjóðin ákveða hvort að taka eigi tillögum kröfuhafa Grikklands. Stjórnvöl höfðu áður hafnað þeim.

Í sjónvarpsávarpi sínu sagði Tsipras að áætlun kröfuhafanna væri móðgandi og fæli í sér óbærilegar aðhaldsaðgerðir.

„Þessar tillögur, sem brjóta greinilega gegn reglu Evrópu, þeim grundvallarrétti að stunda atvinnu, jafnræði og reisn, sýna að markmið sumra aðila og stofnana var ekki að komast að hagkvæmu samkomulagi fyrir alla aðila. Heldur var markmiðið mögulega niðurlæging heillar þjóðar,“ sagði Tsipras.

Grikkir þurfa að greiða einn og hálfan milljarð evra til Alþjóða gjaldeyrissjóðsins á þriðjudaginn. Til þess þurfa þeir aðgang að neyðarfé, en kröfuhafar Grikkja vilja ekki veit þann aðgang án aðhaldsaðgerða í rekstri ríkisins í Grikklandi.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×