„2.500 ræður um fundarstjórn forseta“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. júní 2015 11:50 Bjarni Benediktsson vísir/vilhelm Þingfundur hófst klukkan 10.30 morgun. Þriðja daginn í röð hófst fundurinn á því að þingmenn stjórnarandstöðunnar báru upp tillögu þess efnis að sérstakar umræður færu fram. Tillagan var felld og í kjölfarið hófst óundirbúinn fyrirspurnartími. Í umræðum um tillöguna steig fjármálaráðherra upp í pontu. „Við höfum reynt að eiga samtal um hvernig best sé að ljúka þingstörfum. Við erum komin langt fram yfir starfsáætlun og enn nýta menn tjáningarfrelsi sitt ríkulega.“ „Frá áramótum hefur minnihlutinn flutt 2.500 ræður um fundarstjórn forseta. Það eru fimmtíu klukkustundir,“ sagði Bjarni. „Þá er mjög ótrúverðugt þegar fólk mætir hingað og segist hafa beðið um umræður þegar staðan er svona.“ Birgitta Jónsdóttirvísir/valli„Og þær verða fleiri!“ „Ég vil benda á að það færi vel á því ef hæstvirtur fjármálaráðherra yrði heiðarlegri með stöðuna hér á þingi,“ sagði Birgitta Jónsdóttir á meðan fjármálaráðherra hló út í annað. Birgitta nýtti fyrirspurn sína að mestu til að halda áfram þar sem umræðum um atkvæðagreiðsluna lauk. „Fyrir liggur dómsmál um makrílinn, væri ekki skynsamlegt að bíða með það frumvarp fram á haust?“ „Mér finnst skrítið að menn vilji ekki kannast við að staðan á þingi sé eins og hún er því það er ágreiningur um mál. Menn verða að kannast við sínar aðferðir. Þegar ég var í minnihluta beittum við öllum brögðum til að hindra Icesave og þegar troða átti á löngum venjum varðandi stjórnarskrána,” sagði Bjarni og minnti í kjölfarið á ræðurnar 2.500 um fundarstjórn. Þá var kallað úr sal „og þær verða fleiri!“Einar K. Guðfinnsson forseti þingsins.vísir/daníelSérstakar umræður í næstu viku Katrín Júlíusdóttir flutti tillöguna ásamt Jóni Þór Ólafssyni og Lilju Rafney Magnúsdóttur. Er hún mælti fyrir henni benti hún á að engin starfsáætlun hefði verið í þinginu í mánuð og á þeim tíma hefðu engar sérstakar umræður verið teknar á dagskrá. Beðið hefði verið um sumar þessara umræðna í janúar og enn hefðu þær ekki verið teknar á dagskrá. Beðið var um að forsætisráðherra myndi skila munnlegri skýrslu um stöðuna á vinnumarkaði og í kjölfarið tækju við sérstakar umræður um verðtryggingu þar sem hann yrði til andsvara. Í kjölfarið tækju við umræður um fyrirhugaðar skattabreytignar og jöfnuð í samfélaginu þar sem fjármálaráðherra myndi svara og að lokum yrðu umræður um öryggi sjúklinga. Einar K. Guðfinnsson forseti þingsins sagði að hann væri mikill áhugamaður um sérstakar umræður og vonaði að hægt yrði að taka þær á dagskrá í næstu viku. Honum hefði ekki komið í hugarlund að þinghald myndi dragast eins og raun ber vitni. Alþingi Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan enn á móti makrílfrumvarpinu Stjórnarmeirihlutinn leggur til rúmlega 12 prósenta hækkun veiðigjalda og að aflahlutdeild í makríl verði úthlutað til eins ár. Það dugar ekki stjórnarandstöðunni. 24. júní 2015 19:50 Segir góðan anda svífa yfir Alþingi Vinnustaðurinn Alþingi var til umræðu undir liðnum störf þingsins í dag. 24. júní 2015 16:01 Sigmundur Davíð: Mikið áhyggjuefni kæmust Píratar til valda "Hey, Silfurskeiðardrengir, þetta suð sem Píratar eru að mælast með, það er óþolandi flugan í tjaldinu, við erum í alvörunni til. Kær kveðja Birgitta Moskító.“ 25. júní 2015 09:06 Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Sjá meira
Þingfundur hófst klukkan 10.30 morgun. Þriðja daginn í röð hófst fundurinn á því að þingmenn stjórnarandstöðunnar báru upp tillögu þess efnis að sérstakar umræður færu fram. Tillagan var felld og í kjölfarið hófst óundirbúinn fyrirspurnartími. Í umræðum um tillöguna steig fjármálaráðherra upp í pontu. „Við höfum reynt að eiga samtal um hvernig best sé að ljúka þingstörfum. Við erum komin langt fram yfir starfsáætlun og enn nýta menn tjáningarfrelsi sitt ríkulega.“ „Frá áramótum hefur minnihlutinn flutt 2.500 ræður um fundarstjórn forseta. Það eru fimmtíu klukkustundir,“ sagði Bjarni. „Þá er mjög ótrúverðugt þegar fólk mætir hingað og segist hafa beðið um umræður þegar staðan er svona.“ Birgitta Jónsdóttirvísir/valli„Og þær verða fleiri!“ „Ég vil benda á að það færi vel á því ef hæstvirtur fjármálaráðherra yrði heiðarlegri með stöðuna hér á þingi,“ sagði Birgitta Jónsdóttir á meðan fjármálaráðherra hló út í annað. Birgitta nýtti fyrirspurn sína að mestu til að halda áfram þar sem umræðum um atkvæðagreiðsluna lauk. „Fyrir liggur dómsmál um makrílinn, væri ekki skynsamlegt að bíða með það frumvarp fram á haust?“ „Mér finnst skrítið að menn vilji ekki kannast við að staðan á þingi sé eins og hún er því það er ágreiningur um mál. Menn verða að kannast við sínar aðferðir. Þegar ég var í minnihluta beittum við öllum brögðum til að hindra Icesave og þegar troða átti á löngum venjum varðandi stjórnarskrána,” sagði Bjarni og minnti í kjölfarið á ræðurnar 2.500 um fundarstjórn. Þá var kallað úr sal „og þær verða fleiri!“Einar K. Guðfinnsson forseti þingsins.vísir/daníelSérstakar umræður í næstu viku Katrín Júlíusdóttir flutti tillöguna ásamt Jóni Þór Ólafssyni og Lilju Rafney Magnúsdóttur. Er hún mælti fyrir henni benti hún á að engin starfsáætlun hefði verið í þinginu í mánuð og á þeim tíma hefðu engar sérstakar umræður verið teknar á dagskrá. Beðið hefði verið um sumar þessara umræðna í janúar og enn hefðu þær ekki verið teknar á dagskrá. Beðið var um að forsætisráðherra myndi skila munnlegri skýrslu um stöðuna á vinnumarkaði og í kjölfarið tækju við sérstakar umræður um verðtryggingu þar sem hann yrði til andsvara. Í kjölfarið tækju við umræður um fyrirhugaðar skattabreytignar og jöfnuð í samfélaginu þar sem fjármálaráðherra myndi svara og að lokum yrðu umræður um öryggi sjúklinga. Einar K. Guðfinnsson forseti þingsins sagði að hann væri mikill áhugamaður um sérstakar umræður og vonaði að hægt yrði að taka þær á dagskrá í næstu viku. Honum hefði ekki komið í hugarlund að þinghald myndi dragast eins og raun ber vitni.
Alþingi Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan enn á móti makrílfrumvarpinu Stjórnarmeirihlutinn leggur til rúmlega 12 prósenta hækkun veiðigjalda og að aflahlutdeild í makríl verði úthlutað til eins ár. Það dugar ekki stjórnarandstöðunni. 24. júní 2015 19:50 Segir góðan anda svífa yfir Alþingi Vinnustaðurinn Alþingi var til umræðu undir liðnum störf þingsins í dag. 24. júní 2015 16:01 Sigmundur Davíð: Mikið áhyggjuefni kæmust Píratar til valda "Hey, Silfurskeiðardrengir, þetta suð sem Píratar eru að mælast með, það er óþolandi flugan í tjaldinu, við erum í alvörunni til. Kær kveðja Birgitta Moskító.“ 25. júní 2015 09:06 Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Sjá meira
Stjórnarandstaðan enn á móti makrílfrumvarpinu Stjórnarmeirihlutinn leggur til rúmlega 12 prósenta hækkun veiðigjalda og að aflahlutdeild í makríl verði úthlutað til eins ár. Það dugar ekki stjórnarandstöðunni. 24. júní 2015 19:50
Segir góðan anda svífa yfir Alþingi Vinnustaðurinn Alþingi var til umræðu undir liðnum störf þingsins í dag. 24. júní 2015 16:01
Sigmundur Davíð: Mikið áhyggjuefni kæmust Píratar til valda "Hey, Silfurskeiðardrengir, þetta suð sem Píratar eru að mælast með, það er óþolandi flugan í tjaldinu, við erum í alvörunni til. Kær kveðja Birgitta Moskító.“ 25. júní 2015 09:06