Segir góðan anda svífa yfir Alþingi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. júní 2015 16:01 Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. vísir/vilhelm Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, gerði starfsandann á Alþingi að umtalsefni í ræðu sinni undir dagskrárliðnum störf þingsins í dag, en í gær var meðal annars fjallað um það á Vísi að þingmaður Framsóknar vildi láta skoða einelti á þingi. Sagði Lilja Rafney að upplifun hennar af Alþingi sem vinnustað síðastliðin sex ár væri ekki með þeim hætti að þar væri einelti eða mikið ósætti.Heilbrigt að takast á um pólitík „Ég tel að hér svífi nú yfir vötnum góður andi heilt yfir. Vinskapur er þvert á flokka, jafnvel innan flokka er vinskapur,“ sagði Lilja og uppskar hlátur í þingsal. Hún sagðist því telja að þingmenn væru ekkert svo slæmir og vonaðist til þess að þingmenn gætu haldið áfram að rækta vinskapinn burtséð frá pólitískum ágreiningi. „Það er bara heilbrigt að takast á um pólitík og til þess erum við kjörin hingað á Alþingi. [...] Við notum oft myndlíkingar, notum íslenskuna til að tjá skoðanir okkar á pólitík en það er ekki þar með sagt að við séum að meina það í orðsins fyllstu merkingu gagnvart þeim sem við erum að sjá skoðanir okkar gagnvart,“ sagði Lilja.Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata.vísir/gvaKallar eftir meira lýðræði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, gerði vinnustaðinn Alþingi einnig að umræðuefni og sagði ekki telja það rétt að hægt væri að reka þingið eftir sömu faglegu stöðlum og fyrirtæki. „Þetta er pólitísk stofnun sem þarf að lifa við það að hér eru pólitískir ferlar,“ sagði Helgi. Hann sagði þingmenn verða að líta til pólitískra lausna til að leysa úr þeim djúpstæða ágreiningi sem er á þingi. „Ég vil meina að pólitískasta rétta leiðin á þeim pólitíska vanda sem hér er til staðar sé meira lýðræði. Það er ekki andrúmsloftið hér á bæ sem þarf að batna, varla vinnubrögðin, [...] vegna þess að á meðan reglurnar eru eins og þær eru þá verður alltaf togstreita, ómálefnaleg togstreita jafnvel, þegar það er eina leiðin til þess að berja hlutina í gegn.“ Helgi sagði því að það þyrfti að gefa þjóðinni, sem ætti í raun Alþingi, færi og réttinn á því að grípa í taumana svo að þingmenn hefðu hagsmuni af því að tala vel um og við hvorn annan. Alþingi Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, gerði starfsandann á Alþingi að umtalsefni í ræðu sinni undir dagskrárliðnum störf þingsins í dag, en í gær var meðal annars fjallað um það á Vísi að þingmaður Framsóknar vildi láta skoða einelti á þingi. Sagði Lilja Rafney að upplifun hennar af Alþingi sem vinnustað síðastliðin sex ár væri ekki með þeim hætti að þar væri einelti eða mikið ósætti.Heilbrigt að takast á um pólitík „Ég tel að hér svífi nú yfir vötnum góður andi heilt yfir. Vinskapur er þvert á flokka, jafnvel innan flokka er vinskapur,“ sagði Lilja og uppskar hlátur í þingsal. Hún sagðist því telja að þingmenn væru ekkert svo slæmir og vonaðist til þess að þingmenn gætu haldið áfram að rækta vinskapinn burtséð frá pólitískum ágreiningi. „Það er bara heilbrigt að takast á um pólitík og til þess erum við kjörin hingað á Alþingi. [...] Við notum oft myndlíkingar, notum íslenskuna til að tjá skoðanir okkar á pólitík en það er ekki þar með sagt að við séum að meina það í orðsins fyllstu merkingu gagnvart þeim sem við erum að sjá skoðanir okkar gagnvart,“ sagði Lilja.Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata.vísir/gvaKallar eftir meira lýðræði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, gerði vinnustaðinn Alþingi einnig að umræðuefni og sagði ekki telja það rétt að hægt væri að reka þingið eftir sömu faglegu stöðlum og fyrirtæki. „Þetta er pólitísk stofnun sem þarf að lifa við það að hér eru pólitískir ferlar,“ sagði Helgi. Hann sagði þingmenn verða að líta til pólitískra lausna til að leysa úr þeim djúpstæða ágreiningi sem er á þingi. „Ég vil meina að pólitískasta rétta leiðin á þeim pólitíska vanda sem hér er til staðar sé meira lýðræði. Það er ekki andrúmsloftið hér á bæ sem þarf að batna, varla vinnubrögðin, [...] vegna þess að á meðan reglurnar eru eins og þær eru þá verður alltaf togstreita, ómálefnaleg togstreita jafnvel, þegar það er eina leiðin til þess að berja hlutina í gegn.“ Helgi sagði því að það þyrfti að gefa þjóðinni, sem ætti í raun Alþingi, færi og réttinn á því að grípa í taumana svo að þingmenn hefðu hagsmuni af því að tala vel um og við hvorn annan.
Alþingi Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira