Vill bæta móral þingmanna með söng: „Örugglega verið bullað meira í þingsal“ Birgir Olgeirsson skrifar 23. júní 2015 19:52 Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar „Þetta er ótrúlega andlega þreytandi og ég væri til í allt til að létta móralinn og hef reynt að gera það,“ segir Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, sem stakk upp á því á þingi í dag að þingmenn myndu hefja hvern þingfund á því að syngja saman íslenskt lag. Hugmyndina fékk hann frá starfsmanni Alþingis síðastliðinn laugardag. Opið hús var þá á Alþingi og ræddi Páll Valur ástandið á þinginu svið starfsmanninn sem þeim þótti báðum slæmt. Stakk starfsmaðurinn upp á því að þingmenn myndu hefja hvern dag á því að syngja saman, líkt og er gjarnan gert í skólum. Páll Valur segir rifrildið hafa haldið áfram á Alþingi í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og þá hafi hann ákveðið að stökkva upp í pontu og bera þessa hugmynd undir þingheim. „Auðvitað finnst mönnum þetta bull eða eitthvað svoleiðis, það er allt í lagi, það hefur örugglega verið bullað meira í þingsal. Ég gæti alveg séð þetta fyrir mér. Alveg eins og Ragnheiður Ríkharðs gat séð fyrir sér að það væru bara konur sem stjórnuðu þinginu,“ segir Páll Valur í samtali við Vísi um málið. Páll segir hægt að útfæra hugmyndina þannig að texta lags yrði komið fyrir á þingdagskránni fyrir hvern dag og það lag myndu þingmenn syngja saman áður en fundur hefst. „Við erum svo hégómafull að við myndum örugglega aldrei gera það. Ég ákvað að fara með þessa uppástungu til að brjóta upp rifrildið. Ég er búinn að halda margar ræður hvernig við eigum að bæta samskiptin og hvernig við eigum að tala við hvort annað, það hefur aldrei ratað í fjölmiðla. Svo segi ég þetta og þá hafa allir áhuga á því,“ segir Páll. Hann segir þingmenn almennt hafa tekið vel í þessa hugmynd en einn sagði þó við Pál að nú myndi fylgi Bjartrar framtíðar hrynja. „Ég svaraði að það gæti ekki hrunið mikið meira en þetta,“ sagði Páll Valur en flokkur hans mælist ekki lengur á þingi í nýjustu skoðanakönnunum. Alþingi Tengdar fréttir Þingflokkum myndi fækka um einn Ný könnun Fréttablaðsins sýnir að Björt framtíð fengi engan mann kjörinn ef kosið yrði til Alþingis nú. Píratar bæta enn við sig fylgi og fengju 26 þingmenn kjörna. 19. júní 2015 07:00 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Sjá meira
„Þetta er ótrúlega andlega þreytandi og ég væri til í allt til að létta móralinn og hef reynt að gera það,“ segir Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, sem stakk upp á því á þingi í dag að þingmenn myndu hefja hvern þingfund á því að syngja saman íslenskt lag. Hugmyndina fékk hann frá starfsmanni Alþingis síðastliðinn laugardag. Opið hús var þá á Alþingi og ræddi Páll Valur ástandið á þinginu svið starfsmanninn sem þeim þótti báðum slæmt. Stakk starfsmaðurinn upp á því að þingmenn myndu hefja hvern dag á því að syngja saman, líkt og er gjarnan gert í skólum. Páll Valur segir rifrildið hafa haldið áfram á Alþingi í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og þá hafi hann ákveðið að stökkva upp í pontu og bera þessa hugmynd undir þingheim. „Auðvitað finnst mönnum þetta bull eða eitthvað svoleiðis, það er allt í lagi, það hefur örugglega verið bullað meira í þingsal. Ég gæti alveg séð þetta fyrir mér. Alveg eins og Ragnheiður Ríkharðs gat séð fyrir sér að það væru bara konur sem stjórnuðu þinginu,“ segir Páll Valur í samtali við Vísi um málið. Páll segir hægt að útfæra hugmyndina þannig að texta lags yrði komið fyrir á þingdagskránni fyrir hvern dag og það lag myndu þingmenn syngja saman áður en fundur hefst. „Við erum svo hégómafull að við myndum örugglega aldrei gera það. Ég ákvað að fara með þessa uppástungu til að brjóta upp rifrildið. Ég er búinn að halda margar ræður hvernig við eigum að bæta samskiptin og hvernig við eigum að tala við hvort annað, það hefur aldrei ratað í fjölmiðla. Svo segi ég þetta og þá hafa allir áhuga á því,“ segir Páll. Hann segir þingmenn almennt hafa tekið vel í þessa hugmynd en einn sagði þó við Pál að nú myndi fylgi Bjartrar framtíðar hrynja. „Ég svaraði að það gæti ekki hrunið mikið meira en þetta,“ sagði Páll Valur en flokkur hans mælist ekki lengur á þingi í nýjustu skoðanakönnunum.
Alþingi Tengdar fréttir Þingflokkum myndi fækka um einn Ný könnun Fréttablaðsins sýnir að Björt framtíð fengi engan mann kjörinn ef kosið yrði til Alþingis nú. Píratar bæta enn við sig fylgi og fengju 26 þingmenn kjörna. 19. júní 2015 07:00 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Sjá meira
Þingflokkum myndi fækka um einn Ný könnun Fréttablaðsins sýnir að Björt framtíð fengi engan mann kjörinn ef kosið yrði til Alþingis nú. Píratar bæta enn við sig fylgi og fengju 26 þingmenn kjörna. 19. júní 2015 07:00