Grikkir reiðir yfir tilboði stjórnvalda til kröfuhafa Samúel Karl Ólason skrifar 23. júní 2015 16:52 Frá mótmælum við þinghús Grikkja. Vísir/AFP Grískir þingmenn hafa brugðist ókvæða við tilboði stjórnvalda til kröfuhafa Grikklands vegna skuldavanda ríkisins. Forseti þingsins segir að tilboði stjórnvalda verði hugsanlega hafnað í þinginu. Með því skyggði hann á vonir um að samkomulag gæti náðst á næstunni. Leiðtogar evrusamstarfsins fögnuðu tilboði Grikkja í gær og sögðu það vera góðan grunn á samkomulagi um að veita Grikkjum aðgang að neyðarfé og koma í veg fyrir mögulegt gjaldþrot ríkisins. Markaðir lifnuðu einnig við og hækkuðu víða. Virði evrunnar lækkaði þó í dag vegna ótta um að samkomulag kæmist ekki í gegnum gríska þingið, samkvæmt Reuters fréttaveitunni. Ríkisstjórn Alexis Tsipras var kosin til valda í janúar á því loforði að draga úr aðhaldsaðgerðum í Grikklandi. Hans bíður nú það erfiða verkefni að halda bæði kröfuhöfum í Evrópu og flokksmeðlimum sínum í Grikklandi ánægðum. Án þess mun enginn samningur nást. Þingmenn Syriza flokksins segja tilboð Tsipras um að hækka meðal annars skatta skatta vera legstein Grikklands. Þingmaðurinn Alexis Mitropoulos segir forsætisráðherrann þurfa að útskýra hvers vegna samningaviðræðurnar „hafi misheppnast“ og segir tillögurnar ekki vera í samræmi við þeirra stefnu. Þrjár stofnanir eru í forsvari fyrir kröfuhafa Grikklands, AGS, Seðlabanki Evrópu og framkvæmdaráð ESB. Starfsmenn þeirra fara nú yfir tilboð Grikkja og athuga hvort að með því megi gera efnahag landsins sjálfbæran. Mögulegt er að þeir fari fram á frekari aðhaldsaðgerðir. Grikkland Tengdar fréttir Óttast að gert verði áhlaup á gríska banka Stjórnvöld í Rússlandi íhuga lánveitingar til Grikkja til að bjarga þeim úr fjárhagsvandræðum. 22. júní 2015 10:45 Enn ein ögurstundin leið hjá Grikkir sendu á síðustu stundu rangt skjal til Evrópusambandsins. 23. júní 2015 07:00 Grikkir lögðu fram nýjar tillögur Leiðtogar Evrópu ræða nú framtíð Grikklands og skuldavanda ríkisins. 22. júní 2015 11:23 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Grískir þingmenn hafa brugðist ókvæða við tilboði stjórnvalda til kröfuhafa Grikklands vegna skuldavanda ríkisins. Forseti þingsins segir að tilboði stjórnvalda verði hugsanlega hafnað í þinginu. Með því skyggði hann á vonir um að samkomulag gæti náðst á næstunni. Leiðtogar evrusamstarfsins fögnuðu tilboði Grikkja í gær og sögðu það vera góðan grunn á samkomulagi um að veita Grikkjum aðgang að neyðarfé og koma í veg fyrir mögulegt gjaldþrot ríkisins. Markaðir lifnuðu einnig við og hækkuðu víða. Virði evrunnar lækkaði þó í dag vegna ótta um að samkomulag kæmist ekki í gegnum gríska þingið, samkvæmt Reuters fréttaveitunni. Ríkisstjórn Alexis Tsipras var kosin til valda í janúar á því loforði að draga úr aðhaldsaðgerðum í Grikklandi. Hans bíður nú það erfiða verkefni að halda bæði kröfuhöfum í Evrópu og flokksmeðlimum sínum í Grikklandi ánægðum. Án þess mun enginn samningur nást. Þingmenn Syriza flokksins segja tilboð Tsipras um að hækka meðal annars skatta skatta vera legstein Grikklands. Þingmaðurinn Alexis Mitropoulos segir forsætisráðherrann þurfa að útskýra hvers vegna samningaviðræðurnar „hafi misheppnast“ og segir tillögurnar ekki vera í samræmi við þeirra stefnu. Þrjár stofnanir eru í forsvari fyrir kröfuhafa Grikklands, AGS, Seðlabanki Evrópu og framkvæmdaráð ESB. Starfsmenn þeirra fara nú yfir tilboð Grikkja og athuga hvort að með því megi gera efnahag landsins sjálfbæran. Mögulegt er að þeir fari fram á frekari aðhaldsaðgerðir.
Grikkland Tengdar fréttir Óttast að gert verði áhlaup á gríska banka Stjórnvöld í Rússlandi íhuga lánveitingar til Grikkja til að bjarga þeim úr fjárhagsvandræðum. 22. júní 2015 10:45 Enn ein ögurstundin leið hjá Grikkir sendu á síðustu stundu rangt skjal til Evrópusambandsins. 23. júní 2015 07:00 Grikkir lögðu fram nýjar tillögur Leiðtogar Evrópu ræða nú framtíð Grikklands og skuldavanda ríkisins. 22. júní 2015 11:23 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Óttast að gert verði áhlaup á gríska banka Stjórnvöld í Rússlandi íhuga lánveitingar til Grikkja til að bjarga þeim úr fjárhagsvandræðum. 22. júní 2015 10:45
Enn ein ögurstundin leið hjá Grikkir sendu á síðustu stundu rangt skjal til Evrópusambandsins. 23. júní 2015 07:00
Grikkir lögðu fram nýjar tillögur Leiðtogar Evrópu ræða nú framtíð Grikklands og skuldavanda ríkisins. 22. júní 2015 11:23