Grikkir reiðir yfir tilboði stjórnvalda til kröfuhafa Samúel Karl Ólason skrifar 23. júní 2015 16:52 Frá mótmælum við þinghús Grikkja. Vísir/AFP Grískir þingmenn hafa brugðist ókvæða við tilboði stjórnvalda til kröfuhafa Grikklands vegna skuldavanda ríkisins. Forseti þingsins segir að tilboði stjórnvalda verði hugsanlega hafnað í þinginu. Með því skyggði hann á vonir um að samkomulag gæti náðst á næstunni. Leiðtogar evrusamstarfsins fögnuðu tilboði Grikkja í gær og sögðu það vera góðan grunn á samkomulagi um að veita Grikkjum aðgang að neyðarfé og koma í veg fyrir mögulegt gjaldþrot ríkisins. Markaðir lifnuðu einnig við og hækkuðu víða. Virði evrunnar lækkaði þó í dag vegna ótta um að samkomulag kæmist ekki í gegnum gríska þingið, samkvæmt Reuters fréttaveitunni. Ríkisstjórn Alexis Tsipras var kosin til valda í janúar á því loforði að draga úr aðhaldsaðgerðum í Grikklandi. Hans bíður nú það erfiða verkefni að halda bæði kröfuhöfum í Evrópu og flokksmeðlimum sínum í Grikklandi ánægðum. Án þess mun enginn samningur nást. Þingmenn Syriza flokksins segja tilboð Tsipras um að hækka meðal annars skatta skatta vera legstein Grikklands. Þingmaðurinn Alexis Mitropoulos segir forsætisráðherrann þurfa að útskýra hvers vegna samningaviðræðurnar „hafi misheppnast“ og segir tillögurnar ekki vera í samræmi við þeirra stefnu. Þrjár stofnanir eru í forsvari fyrir kröfuhafa Grikklands, AGS, Seðlabanki Evrópu og framkvæmdaráð ESB. Starfsmenn þeirra fara nú yfir tilboð Grikkja og athuga hvort að með því megi gera efnahag landsins sjálfbæran. Mögulegt er að þeir fari fram á frekari aðhaldsaðgerðir. Grikkland Tengdar fréttir Óttast að gert verði áhlaup á gríska banka Stjórnvöld í Rússlandi íhuga lánveitingar til Grikkja til að bjarga þeim úr fjárhagsvandræðum. 22. júní 2015 10:45 Enn ein ögurstundin leið hjá Grikkir sendu á síðustu stundu rangt skjal til Evrópusambandsins. 23. júní 2015 07:00 Grikkir lögðu fram nýjar tillögur Leiðtogar Evrópu ræða nú framtíð Grikklands og skuldavanda ríkisins. 22. júní 2015 11:23 Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Sjá meira
Grískir þingmenn hafa brugðist ókvæða við tilboði stjórnvalda til kröfuhafa Grikklands vegna skuldavanda ríkisins. Forseti þingsins segir að tilboði stjórnvalda verði hugsanlega hafnað í þinginu. Með því skyggði hann á vonir um að samkomulag gæti náðst á næstunni. Leiðtogar evrusamstarfsins fögnuðu tilboði Grikkja í gær og sögðu það vera góðan grunn á samkomulagi um að veita Grikkjum aðgang að neyðarfé og koma í veg fyrir mögulegt gjaldþrot ríkisins. Markaðir lifnuðu einnig við og hækkuðu víða. Virði evrunnar lækkaði þó í dag vegna ótta um að samkomulag kæmist ekki í gegnum gríska þingið, samkvæmt Reuters fréttaveitunni. Ríkisstjórn Alexis Tsipras var kosin til valda í janúar á því loforði að draga úr aðhaldsaðgerðum í Grikklandi. Hans bíður nú það erfiða verkefni að halda bæði kröfuhöfum í Evrópu og flokksmeðlimum sínum í Grikklandi ánægðum. Án þess mun enginn samningur nást. Þingmenn Syriza flokksins segja tilboð Tsipras um að hækka meðal annars skatta skatta vera legstein Grikklands. Þingmaðurinn Alexis Mitropoulos segir forsætisráðherrann þurfa að útskýra hvers vegna samningaviðræðurnar „hafi misheppnast“ og segir tillögurnar ekki vera í samræmi við þeirra stefnu. Þrjár stofnanir eru í forsvari fyrir kröfuhafa Grikklands, AGS, Seðlabanki Evrópu og framkvæmdaráð ESB. Starfsmenn þeirra fara nú yfir tilboð Grikkja og athuga hvort að með því megi gera efnahag landsins sjálfbæran. Mögulegt er að þeir fari fram á frekari aðhaldsaðgerðir.
Grikkland Tengdar fréttir Óttast að gert verði áhlaup á gríska banka Stjórnvöld í Rússlandi íhuga lánveitingar til Grikkja til að bjarga þeim úr fjárhagsvandræðum. 22. júní 2015 10:45 Enn ein ögurstundin leið hjá Grikkir sendu á síðustu stundu rangt skjal til Evrópusambandsins. 23. júní 2015 07:00 Grikkir lögðu fram nýjar tillögur Leiðtogar Evrópu ræða nú framtíð Grikklands og skuldavanda ríkisins. 22. júní 2015 11:23 Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Sjá meira
Óttast að gert verði áhlaup á gríska banka Stjórnvöld í Rússlandi íhuga lánveitingar til Grikkja til að bjarga þeim úr fjárhagsvandræðum. 22. júní 2015 10:45
Enn ein ögurstundin leið hjá Grikkir sendu á síðustu stundu rangt skjal til Evrópusambandsins. 23. júní 2015 07:00
Grikkir lögðu fram nýjar tillögur Leiðtogar Evrópu ræða nú framtíð Grikklands og skuldavanda ríkisins. 22. júní 2015 11:23