Grikkir reiðir yfir tilboði stjórnvalda til kröfuhafa Samúel Karl Ólason skrifar 23. júní 2015 16:52 Frá mótmælum við þinghús Grikkja. Vísir/AFP Grískir þingmenn hafa brugðist ókvæða við tilboði stjórnvalda til kröfuhafa Grikklands vegna skuldavanda ríkisins. Forseti þingsins segir að tilboði stjórnvalda verði hugsanlega hafnað í þinginu. Með því skyggði hann á vonir um að samkomulag gæti náðst á næstunni. Leiðtogar evrusamstarfsins fögnuðu tilboði Grikkja í gær og sögðu það vera góðan grunn á samkomulagi um að veita Grikkjum aðgang að neyðarfé og koma í veg fyrir mögulegt gjaldþrot ríkisins. Markaðir lifnuðu einnig við og hækkuðu víða. Virði evrunnar lækkaði þó í dag vegna ótta um að samkomulag kæmist ekki í gegnum gríska þingið, samkvæmt Reuters fréttaveitunni. Ríkisstjórn Alexis Tsipras var kosin til valda í janúar á því loforði að draga úr aðhaldsaðgerðum í Grikklandi. Hans bíður nú það erfiða verkefni að halda bæði kröfuhöfum í Evrópu og flokksmeðlimum sínum í Grikklandi ánægðum. Án þess mun enginn samningur nást. Þingmenn Syriza flokksins segja tilboð Tsipras um að hækka meðal annars skatta skatta vera legstein Grikklands. Þingmaðurinn Alexis Mitropoulos segir forsætisráðherrann þurfa að útskýra hvers vegna samningaviðræðurnar „hafi misheppnast“ og segir tillögurnar ekki vera í samræmi við þeirra stefnu. Þrjár stofnanir eru í forsvari fyrir kröfuhafa Grikklands, AGS, Seðlabanki Evrópu og framkvæmdaráð ESB. Starfsmenn þeirra fara nú yfir tilboð Grikkja og athuga hvort að með því megi gera efnahag landsins sjálfbæran. Mögulegt er að þeir fari fram á frekari aðhaldsaðgerðir. Grikkland Tengdar fréttir Óttast að gert verði áhlaup á gríska banka Stjórnvöld í Rússlandi íhuga lánveitingar til Grikkja til að bjarga þeim úr fjárhagsvandræðum. 22. júní 2015 10:45 Enn ein ögurstundin leið hjá Grikkir sendu á síðustu stundu rangt skjal til Evrópusambandsins. 23. júní 2015 07:00 Grikkir lögðu fram nýjar tillögur Leiðtogar Evrópu ræða nú framtíð Grikklands og skuldavanda ríkisins. 22. júní 2015 11:23 Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Grískir þingmenn hafa brugðist ókvæða við tilboði stjórnvalda til kröfuhafa Grikklands vegna skuldavanda ríkisins. Forseti þingsins segir að tilboði stjórnvalda verði hugsanlega hafnað í þinginu. Með því skyggði hann á vonir um að samkomulag gæti náðst á næstunni. Leiðtogar evrusamstarfsins fögnuðu tilboði Grikkja í gær og sögðu það vera góðan grunn á samkomulagi um að veita Grikkjum aðgang að neyðarfé og koma í veg fyrir mögulegt gjaldþrot ríkisins. Markaðir lifnuðu einnig við og hækkuðu víða. Virði evrunnar lækkaði þó í dag vegna ótta um að samkomulag kæmist ekki í gegnum gríska þingið, samkvæmt Reuters fréttaveitunni. Ríkisstjórn Alexis Tsipras var kosin til valda í janúar á því loforði að draga úr aðhaldsaðgerðum í Grikklandi. Hans bíður nú það erfiða verkefni að halda bæði kröfuhöfum í Evrópu og flokksmeðlimum sínum í Grikklandi ánægðum. Án þess mun enginn samningur nást. Þingmenn Syriza flokksins segja tilboð Tsipras um að hækka meðal annars skatta skatta vera legstein Grikklands. Þingmaðurinn Alexis Mitropoulos segir forsætisráðherrann þurfa að útskýra hvers vegna samningaviðræðurnar „hafi misheppnast“ og segir tillögurnar ekki vera í samræmi við þeirra stefnu. Þrjár stofnanir eru í forsvari fyrir kröfuhafa Grikklands, AGS, Seðlabanki Evrópu og framkvæmdaráð ESB. Starfsmenn þeirra fara nú yfir tilboð Grikkja og athuga hvort að með því megi gera efnahag landsins sjálfbæran. Mögulegt er að þeir fari fram á frekari aðhaldsaðgerðir.
Grikkland Tengdar fréttir Óttast að gert verði áhlaup á gríska banka Stjórnvöld í Rússlandi íhuga lánveitingar til Grikkja til að bjarga þeim úr fjárhagsvandræðum. 22. júní 2015 10:45 Enn ein ögurstundin leið hjá Grikkir sendu á síðustu stundu rangt skjal til Evrópusambandsins. 23. júní 2015 07:00 Grikkir lögðu fram nýjar tillögur Leiðtogar Evrópu ræða nú framtíð Grikklands og skuldavanda ríkisins. 22. júní 2015 11:23 Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Óttast að gert verði áhlaup á gríska banka Stjórnvöld í Rússlandi íhuga lánveitingar til Grikkja til að bjarga þeim úr fjárhagsvandræðum. 22. júní 2015 10:45
Enn ein ögurstundin leið hjá Grikkir sendu á síðustu stundu rangt skjal til Evrópusambandsins. 23. júní 2015 07:00
Grikkir lögðu fram nýjar tillögur Leiðtogar Evrópu ræða nú framtíð Grikklands og skuldavanda ríkisins. 22. júní 2015 11:23