Þingmaður Framsóknar vill láta skoða einelti á Alþingi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 23. júní 2015 13:39 Elsa Lára er ósátt við hvernig störfum þingsins er hagað um þessar mundir. Vísir Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, vill láta kalla til mannauðsstjóra eða aðila sem sérfróður er um einelti og gerð eineltisáætlana til þess að setjast niður með stjórn Alþingis og fara yfir hegðun þingmanna. Hún er ósátt við hvernig þingmenn stjórnarandstöðu á Alþingi hafa hagað málflutningi sínum á undanförnum vikum. „Á meðan þingmenn leika þennan leik sitja nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar úti í sal og hlæja hæðnislega,“ sagði Elsa þegar hún steig upp í pontu á Alþingi í dag undir fundarliðnum Störf þingsins. „Svo virðist að sé um skipulagða hegðun að ræða.“Ræðu Elsu Láru má sjá hér að neðan.Elsa sagði hegðun stjórnarandstöðunnar segja meira um þá sem vinnubrögðunum beita heldur en þá sem orðin beinast að. „Þetta er ljótur leikur og eingöngu gerður til að særa og gera lítið úr öðrum.“ Hún segir það enga afsökun að sambærileg háttsemi hafi verið höfð uppi á síðasta kjörtímabili. Telur rangt farið með hugtakið einelti „Ég starfaði sem grunnskólakennari,“ útskýrði Elsa. „Ég þurfti því miður að takast á við málefni sem varða einelti.“ Hún jafnar hegðun sumra þingmanna við einelti og vill að stjórn þingsins geri eitthvað í málunum. „Þangað til bið ég alla háttvirta þingmenn að líta í eigin barm. Þar mun ég svo sannarlega ekki láta mitt eftir liggja.“Bjarkey segir ótækt að þingmenn gjaldfelli orðið einelti.vísir/vilhelm„Mér finnst gjaldfelling á hugtakinu einelti hvernig fólk fer með það hér,“ sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, um orð Elsu. Henni þykir það ekki rétt notkun á hugtakinu einelti að nota það þegar verið er að tala um hvernig fólk gagnrýnir störf mótherjans á Alþingi. „Við vitum um fólk sem á um mjög sárt að binda vegna eineltis,“ sagði Bjarkey og bætti við að manneskja sem starfar í skóla og hefur þurft að kljást við eineltismál ætti að vita betur en að gjaldfella orðið einelti.Ræðu Bjarkeyjar má sjá hér að neðan.Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði að sér væri blöskrað vegna ummæla þingmanna um meint einelti í garð forsætisráðherra og forseta Alþingis. „Að ráðamenn telja sig lagða í einelti segir mér tvennt. Að þeir skilji ekki hugtakið einelti og tvö, að þeir skilja ekki eðli sinnar eigin stöðu, forréttinda og valds.“ Upplýsti Helgi að hann hefði sjálfur upplifað einelti í æsku en ræðu hans má sjá hér að neðan. Alþingi Tengdar fréttir Þingmenn stjórnarandstöðu æfir yfir reiðilestri Bjarna Benediktssonar "Mér finnst bara að hæstvirtur fjármálaráðherra megi skammast sín.“ 22. júní 2015 15:38 Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent The Vivienne er látin Erlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, vill láta kalla til mannauðsstjóra eða aðila sem sérfróður er um einelti og gerð eineltisáætlana til þess að setjast niður með stjórn Alþingis og fara yfir hegðun þingmanna. Hún er ósátt við hvernig þingmenn stjórnarandstöðu á Alþingi hafa hagað málflutningi sínum á undanförnum vikum. „Á meðan þingmenn leika þennan leik sitja nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar úti í sal og hlæja hæðnislega,“ sagði Elsa þegar hún steig upp í pontu á Alþingi í dag undir fundarliðnum Störf þingsins. „Svo virðist að sé um skipulagða hegðun að ræða.“Ræðu Elsu Láru má sjá hér að neðan.Elsa sagði hegðun stjórnarandstöðunnar segja meira um þá sem vinnubrögðunum beita heldur en þá sem orðin beinast að. „Þetta er ljótur leikur og eingöngu gerður til að særa og gera lítið úr öðrum.“ Hún segir það enga afsökun að sambærileg háttsemi hafi verið höfð uppi á síðasta kjörtímabili. Telur rangt farið með hugtakið einelti „Ég starfaði sem grunnskólakennari,“ útskýrði Elsa. „Ég þurfti því miður að takast á við málefni sem varða einelti.“ Hún jafnar hegðun sumra þingmanna við einelti og vill að stjórn þingsins geri eitthvað í málunum. „Þangað til bið ég alla háttvirta þingmenn að líta í eigin barm. Þar mun ég svo sannarlega ekki láta mitt eftir liggja.“Bjarkey segir ótækt að þingmenn gjaldfelli orðið einelti.vísir/vilhelm„Mér finnst gjaldfelling á hugtakinu einelti hvernig fólk fer með það hér,“ sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, um orð Elsu. Henni þykir það ekki rétt notkun á hugtakinu einelti að nota það þegar verið er að tala um hvernig fólk gagnrýnir störf mótherjans á Alþingi. „Við vitum um fólk sem á um mjög sárt að binda vegna eineltis,“ sagði Bjarkey og bætti við að manneskja sem starfar í skóla og hefur þurft að kljást við eineltismál ætti að vita betur en að gjaldfella orðið einelti.Ræðu Bjarkeyjar má sjá hér að neðan.Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði að sér væri blöskrað vegna ummæla þingmanna um meint einelti í garð forsætisráðherra og forseta Alþingis. „Að ráðamenn telja sig lagða í einelti segir mér tvennt. Að þeir skilji ekki hugtakið einelti og tvö, að þeir skilja ekki eðli sinnar eigin stöðu, forréttinda og valds.“ Upplýsti Helgi að hann hefði sjálfur upplifað einelti í æsku en ræðu hans má sjá hér að neðan.
Alþingi Tengdar fréttir Þingmenn stjórnarandstöðu æfir yfir reiðilestri Bjarna Benediktssonar "Mér finnst bara að hæstvirtur fjármálaráðherra megi skammast sín.“ 22. júní 2015 15:38 Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent The Vivienne er látin Erlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðu æfir yfir reiðilestri Bjarna Benediktssonar "Mér finnst bara að hæstvirtur fjármálaráðherra megi skammast sín.“ 22. júní 2015 15:38