Tsipras hvetur þjóð sína til að segja nei Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. júní 2015 07:34 Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, áður en hann ávarpaði þjóð sína í gærkvöldi. vísir/epa Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, hvatti þjóð sína til þess að segja nei við tilboði lánadrottna í þjóðaratkvæðagreiðslu næstkomandi sunnudag. Í sjónvarpsávarpi sem hann flutti í gærkvöldi sagði hann að kysi þjóðin gegn frekari niðurskurði, eins og tilboð lánadrottna felur í sér, myndi það auðvelda grísku ríkisstjórninni að ná betri samningi vegna efnahagsástandsins í landinu. Forsætisráðherrann bætti svo við að ef þjóðin samþykkti tilboðið þá myndi hann ekki leiða niðurskurðaraðgerðirnar, og ýjaði þannig að því að hann myndi segja af sér embætti. Leiðtogar innan Evrópusambandsins hafa varað við því að ef Grikkir hafni tilboði lánadrottna þá muni það þýða útgöngu þeirra úr evrusamstarfinu. Tsipras hefur aftur á móti sagt að hann vilji ekki hætta í evrusamstarfinu. Grikkland á að standa skil á 1,6 milljarða evra láni til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í dag en eins og kunnugt er getur ríkið ekki staðið við þá skuldbindingu. Þá nýtur landið ekki lengur þeirrar fjárhagslegu neyðaraðstoðar sem það samdi um í febrúar síðastliðnum gegn því að vinna að, og undirgangast, áætlun ásamt ESB um hvernig greiða má úr fjárhagsvandanum. Grískir bankar hafa verið lokaðir síðan í gær og verða lokaðir alla vikuna. Grikkir geta tekið 60 evrur á dag út úr hraðbönkum, en það samsvarar um 8.800 krónum. Óvissan vegna stöðunnar í landinu leiddi til mikils óróa á fjármálamörkuðum í gær en að því er fram kemur í frétt BBC þá réttu markaðir úr kútnum í morgun. Hlutabréfavísitölur hækkuðu meðal annars í Tókýó, Hong Kong og Seoul. Grikkland Tengdar fréttir Grikkir stefna í þjóðargjaldþrot Lánadrottnar líta á óvænta boðun til þjóðaratkvæðagreiðslu í Grikklandi sem brotthvarf þeirra frá viðræðum um nýja lánasamninga. 27. júní 2015 21:02 Segir grísku ríkisstjórnina hafa svikið sig Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins er ósáttur við fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu. 30. júní 2015 07:00 Mikill órói á fjármálamörkuðum vegna ástandsins í Grikklandi Bankar í landinu verða lokaðir til 7. júlí. 29. júní 2015 07:36 Þjóðverjar segja ekkert tilefni til áframhaldandi viðræðna Beiðni Grikkja um frest hefur verið hafnað af fjármálaráðherrum evruþjóðanna. 27. júní 2015 15:26 Fyrsta þjóðaratkvæðagreiðslan í Grikklandi í 41 ár Síðasta þjóðaratkvæðagreiðslan sem fór fram í Grikklandi var árið 1974 þegar ákveðið var að afnema gríska konungsveldið. 29. júní 2015 09:46 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, hvatti þjóð sína til þess að segja nei við tilboði lánadrottna í þjóðaratkvæðagreiðslu næstkomandi sunnudag. Í sjónvarpsávarpi sem hann flutti í gærkvöldi sagði hann að kysi þjóðin gegn frekari niðurskurði, eins og tilboð lánadrottna felur í sér, myndi það auðvelda grísku ríkisstjórninni að ná betri samningi vegna efnahagsástandsins í landinu. Forsætisráðherrann bætti svo við að ef þjóðin samþykkti tilboðið þá myndi hann ekki leiða niðurskurðaraðgerðirnar, og ýjaði þannig að því að hann myndi segja af sér embætti. Leiðtogar innan Evrópusambandsins hafa varað við því að ef Grikkir hafni tilboði lánadrottna þá muni það þýða útgöngu þeirra úr evrusamstarfinu. Tsipras hefur aftur á móti sagt að hann vilji ekki hætta í evrusamstarfinu. Grikkland á að standa skil á 1,6 milljarða evra láni til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í dag en eins og kunnugt er getur ríkið ekki staðið við þá skuldbindingu. Þá nýtur landið ekki lengur þeirrar fjárhagslegu neyðaraðstoðar sem það samdi um í febrúar síðastliðnum gegn því að vinna að, og undirgangast, áætlun ásamt ESB um hvernig greiða má úr fjárhagsvandanum. Grískir bankar hafa verið lokaðir síðan í gær og verða lokaðir alla vikuna. Grikkir geta tekið 60 evrur á dag út úr hraðbönkum, en það samsvarar um 8.800 krónum. Óvissan vegna stöðunnar í landinu leiddi til mikils óróa á fjármálamörkuðum í gær en að því er fram kemur í frétt BBC þá réttu markaðir úr kútnum í morgun. Hlutabréfavísitölur hækkuðu meðal annars í Tókýó, Hong Kong og Seoul.
Grikkland Tengdar fréttir Grikkir stefna í þjóðargjaldþrot Lánadrottnar líta á óvænta boðun til þjóðaratkvæðagreiðslu í Grikklandi sem brotthvarf þeirra frá viðræðum um nýja lánasamninga. 27. júní 2015 21:02 Segir grísku ríkisstjórnina hafa svikið sig Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins er ósáttur við fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu. 30. júní 2015 07:00 Mikill órói á fjármálamörkuðum vegna ástandsins í Grikklandi Bankar í landinu verða lokaðir til 7. júlí. 29. júní 2015 07:36 Þjóðverjar segja ekkert tilefni til áframhaldandi viðræðna Beiðni Grikkja um frest hefur verið hafnað af fjármálaráðherrum evruþjóðanna. 27. júní 2015 15:26 Fyrsta þjóðaratkvæðagreiðslan í Grikklandi í 41 ár Síðasta þjóðaratkvæðagreiðslan sem fór fram í Grikklandi var árið 1974 þegar ákveðið var að afnema gríska konungsveldið. 29. júní 2015 09:46 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Grikkir stefna í þjóðargjaldþrot Lánadrottnar líta á óvænta boðun til þjóðaratkvæðagreiðslu í Grikklandi sem brotthvarf þeirra frá viðræðum um nýja lánasamninga. 27. júní 2015 21:02
Segir grísku ríkisstjórnina hafa svikið sig Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins er ósáttur við fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu. 30. júní 2015 07:00
Mikill órói á fjármálamörkuðum vegna ástandsins í Grikklandi Bankar í landinu verða lokaðir til 7. júlí. 29. júní 2015 07:36
Þjóðverjar segja ekkert tilefni til áframhaldandi viðræðna Beiðni Grikkja um frest hefur verið hafnað af fjármálaráðherrum evruþjóðanna. 27. júní 2015 15:26
Fyrsta þjóðaratkvæðagreiðslan í Grikklandi í 41 ár Síðasta þjóðaratkvæðagreiðslan sem fór fram í Grikklandi var árið 1974 þegar ákveðið var að afnema gríska konungsveldið. 29. júní 2015 09:46