Facebook færði konuna úr skugga karlsins Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 9. júlí 2015 10:45 Hér má sjá táknið sem breytt var - nýja táknið, til hægri, sýnir konuna standa fyrir framan manninn, örlítið minni og með nýja hárgreiðslu. Tákn skipta máli. Sú einfalda staðreynd fékk Caitlin Winner, yfirhönnuð hjá Facebook til þess að breyta því hvernig tákn síðunnar endurspeglar konur. Nokkur atriði trufluðu Winner þegar kom að skuggamyndinni sem sjá má hér til hliðar sem notuð hefur verið víðsvegar um Facebook.Gamla Facebook-táknið fyrir konu var ósamhverft og hárið sem hjálmur Svarthöfða að mati Catilin Winner.Í fyrsta lagi voru axlir konunnar ekki samhverfar og hún var með skarð í öxlinni. Caitlin Winner skrifar ítarlega um breytingarnar í grein á síðunni Medium og þar notar hún orðatiltækið „to have a chip on one's shoulder“ eða „að vera með skarð í öxl“. Á ensku merkir orðatiltækið að vera reiður yfir að vera beittur óréttlæti eða að líða eins og maður sé á einhvern hátt ekki jafnmikils virði og aðrir.Winner þótti hár konunnar á Facebook minna mest á hjálm Svarthöfða.„Ég gerði ekki ráð fyrir að þetta hefði verið gert viljandi heldur vandamálið bara hugsunarleysi. En sem kona með tvær sterklegar axlir þá móðgaðist ég. Og auk þess sem konan er alltaf fyrir aftan karlinn í táknmyndum hópa. Og svo ekki sé minnst á að hár konunnar leit út eins og hjálmur Svarthöfða.“ Eftir að Winner hafði kvartað við samstarfsmann um táknið var hún minnt á kennisetningu Facebook: „Ekkert hjá Facebook er vandamál einhvers annars.“ Því hóf hún að finna lausn á vandanum sjálf, teiknaði nýtt tákn fyrir konu, lagaði axlirnar og teiknaði upp nokkrar mismunandi hárgreiðslur.Hér má sjá nokkrar mismunandi hárgreiðslur sem komu til greina á Facebook konuna.En hún hætti ekki þar heldur ákvað að nútímavæða tákn karlmannsins líka og þróa þriggja persónu táknmynd sem gæti verið notuð þegar Facebook reyndi að vera hlutlaus þegar kom að kyni.Caitlin Winner hannaði fyrsta kynhlutlausa tákn Facebook.Myndin sem nísti hvað mest var þó hóp- og vinaatáknið sem staðsetti karlmanninn alltaf fyrir framan konuna, karlinn stærri og konan mun minni fyrir aftan. „Sem kona, menntuð við kvennaskóla, þá var erfitt fyrir mig að lesa ekki neitt í táknið, konan stóð fremur bókstaflega í skugga mannsins.“ Eftir að hún reyndi að láta skuggamyndirnar standa hlið við hlið með þeim afleiðingum að táknmyndin virtist vera af goðsagnakenndu tvíhöfða skrímsli ákvað hún að færa konuna fyrir framan karlinn. Þessi tákn hafa nú orðið virk hjá mörgum notendum samfélagsmiðilsins. Mest lesið Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Sjá meira
Tákn skipta máli. Sú einfalda staðreynd fékk Caitlin Winner, yfirhönnuð hjá Facebook til þess að breyta því hvernig tákn síðunnar endurspeglar konur. Nokkur atriði trufluðu Winner þegar kom að skuggamyndinni sem sjá má hér til hliðar sem notuð hefur verið víðsvegar um Facebook.Gamla Facebook-táknið fyrir konu var ósamhverft og hárið sem hjálmur Svarthöfða að mati Catilin Winner.Í fyrsta lagi voru axlir konunnar ekki samhverfar og hún var með skarð í öxlinni. Caitlin Winner skrifar ítarlega um breytingarnar í grein á síðunni Medium og þar notar hún orðatiltækið „to have a chip on one's shoulder“ eða „að vera með skarð í öxl“. Á ensku merkir orðatiltækið að vera reiður yfir að vera beittur óréttlæti eða að líða eins og maður sé á einhvern hátt ekki jafnmikils virði og aðrir.Winner þótti hár konunnar á Facebook minna mest á hjálm Svarthöfða.„Ég gerði ekki ráð fyrir að þetta hefði verið gert viljandi heldur vandamálið bara hugsunarleysi. En sem kona með tvær sterklegar axlir þá móðgaðist ég. Og auk þess sem konan er alltaf fyrir aftan karlinn í táknmyndum hópa. Og svo ekki sé minnst á að hár konunnar leit út eins og hjálmur Svarthöfða.“ Eftir að Winner hafði kvartað við samstarfsmann um táknið var hún minnt á kennisetningu Facebook: „Ekkert hjá Facebook er vandamál einhvers annars.“ Því hóf hún að finna lausn á vandanum sjálf, teiknaði nýtt tákn fyrir konu, lagaði axlirnar og teiknaði upp nokkrar mismunandi hárgreiðslur.Hér má sjá nokkrar mismunandi hárgreiðslur sem komu til greina á Facebook konuna.En hún hætti ekki þar heldur ákvað að nútímavæða tákn karlmannsins líka og þróa þriggja persónu táknmynd sem gæti verið notuð þegar Facebook reyndi að vera hlutlaus þegar kom að kyni.Caitlin Winner hannaði fyrsta kynhlutlausa tákn Facebook.Myndin sem nísti hvað mest var þó hóp- og vinaatáknið sem staðsetti karlmanninn alltaf fyrir framan konuna, karlinn stærri og konan mun minni fyrir aftan. „Sem kona, menntuð við kvennaskóla, þá var erfitt fyrir mig að lesa ekki neitt í táknið, konan stóð fremur bókstaflega í skugga mannsins.“ Eftir að hún reyndi að láta skuggamyndirnar standa hlið við hlið með þeim afleiðingum að táknmyndin virtist vera af goðsagnakenndu tvíhöfða skrímsli ákvað hún að færa konuna fyrir framan karlinn. Þessi tákn hafa nú orðið virk hjá mörgum notendum samfélagsmiðilsins.
Mest lesið Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Sjá meira