Helgi Jónas stígur fram | Íhugaði sjálfsvíg Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. júlí 2015 10:34 Helgi Jónas Guðfinsson. Vísir Helgi Jónas Guðfinsson, fyrrum landsliðsmaður í körfubolta og þjálfari, hefur bæst í hóp þann íþróttamanna sem segir frá baráttu sinni við þunglyndi. Ingólfur Sigurðsson sagði frá sinni baráttu í viðtali við Morgunblaðið í fyrra og á dögunum ritaði Sigurbergur Elísson áhrifaríkan pistil á Fótbolta.net. Helgi Jónas segir að hann hefur lengi viljað deila sinni sögu en ekki þorað. „Ég hef ekki haft hugrekki til þess. Ég skammaðist mín,“ skrifar Helgi Jónas á Facebook síðu sína. „Með því að deila þessu væri ég að sýna vanmátt minn. Það er ekki hægt þegar maður er íþróttamaður. Íþróttamenn mega ekki sýna nein veikleikamerki.“ Helgi Jónas þakkar Sigurbergi fyrir að stíga fram og bætir við að það hafi veitt honum hugrekki til að segja sína sögu. Sú saga nær yfir allan hans íþróttaferil sem er mörkuð af lélegu andlegu ástandi, eins og hann segir sjálfur. Saga hans er áhrifarík og segir frá baráttu við meiðsli, mótlæti í atvinnumennsku, áfengi og sjálfsvígshugsanir. Hann fann svo ánægjuna í því að spila fótbolta með Grindavík í efstu deild árið 2002 en ofþjálfun og meiðsli urðu til þess að hann náði sér ekki á strik næstu árin á eftir. „Ástæðan fyrir að ég stíg loksins fram er sú að ég vill ekki að ungir íþróttamenn lendi í sama rugli og ég. Íþróttamenn sem stunda sína íþrótt í slæmu hugarástandi ná aldrei að sýna hvað í þeim býr. Það er bara ekki hægt,“ skrifar Helgi Jónas. „Bataferlið hefur verið langt og það á ekki að taka íþróttamenn 10-15 ár að ná sér út úr þessum neikvæða vítahring. Þessi neikvæði vítahringur getur haft skelfilegar afleiðingar.“ Pistilinn má lesa í heild sinni hér fyrir neðan en Vísir fékk leyfi Helga Jónasar til að endurbirta hann hér.Mig hefur lengi langað að deila þessari sögu með ykkur en ég hef ekki þorað því. Ég hef ekki haft hugrekki til þess....Posted by Helgi Guðfinnsson on Thursday, July 2, 2015 Körfubolti Tengdar fréttir Sigurbergur um þunglyndi: Lífið er ekki bara fótbolti Sigurbergur Elísson rekur söguna frá því hann varð yngsti leikmaðurinn til að koma við sögu í efstu deild á Íslandi. 28. júní 2015 14:15 Gat áður aðeins talað um veikindin við lækna Ingólfur Sigurðsson, leikmaður Þróttar R., glímir við kvíðaröskun en hann hélt veikindum sínum leyndum lengi vel. 22. mars 2014 12:00 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Sjá meira
Helgi Jónas Guðfinsson, fyrrum landsliðsmaður í körfubolta og þjálfari, hefur bæst í hóp þann íþróttamanna sem segir frá baráttu sinni við þunglyndi. Ingólfur Sigurðsson sagði frá sinni baráttu í viðtali við Morgunblaðið í fyrra og á dögunum ritaði Sigurbergur Elísson áhrifaríkan pistil á Fótbolta.net. Helgi Jónas segir að hann hefur lengi viljað deila sinni sögu en ekki þorað. „Ég hef ekki haft hugrekki til þess. Ég skammaðist mín,“ skrifar Helgi Jónas á Facebook síðu sína. „Með því að deila þessu væri ég að sýna vanmátt minn. Það er ekki hægt þegar maður er íþróttamaður. Íþróttamenn mega ekki sýna nein veikleikamerki.“ Helgi Jónas þakkar Sigurbergi fyrir að stíga fram og bætir við að það hafi veitt honum hugrekki til að segja sína sögu. Sú saga nær yfir allan hans íþróttaferil sem er mörkuð af lélegu andlegu ástandi, eins og hann segir sjálfur. Saga hans er áhrifarík og segir frá baráttu við meiðsli, mótlæti í atvinnumennsku, áfengi og sjálfsvígshugsanir. Hann fann svo ánægjuna í því að spila fótbolta með Grindavík í efstu deild árið 2002 en ofþjálfun og meiðsli urðu til þess að hann náði sér ekki á strik næstu árin á eftir. „Ástæðan fyrir að ég stíg loksins fram er sú að ég vill ekki að ungir íþróttamenn lendi í sama rugli og ég. Íþróttamenn sem stunda sína íþrótt í slæmu hugarástandi ná aldrei að sýna hvað í þeim býr. Það er bara ekki hægt,“ skrifar Helgi Jónas. „Bataferlið hefur verið langt og það á ekki að taka íþróttamenn 10-15 ár að ná sér út úr þessum neikvæða vítahring. Þessi neikvæði vítahringur getur haft skelfilegar afleiðingar.“ Pistilinn má lesa í heild sinni hér fyrir neðan en Vísir fékk leyfi Helga Jónasar til að endurbirta hann hér.Mig hefur lengi langað að deila þessari sögu með ykkur en ég hef ekki þorað því. Ég hef ekki haft hugrekki til þess....Posted by Helgi Guðfinnsson on Thursday, July 2, 2015
Körfubolti Tengdar fréttir Sigurbergur um þunglyndi: Lífið er ekki bara fótbolti Sigurbergur Elísson rekur söguna frá því hann varð yngsti leikmaðurinn til að koma við sögu í efstu deild á Íslandi. 28. júní 2015 14:15 Gat áður aðeins talað um veikindin við lækna Ingólfur Sigurðsson, leikmaður Þróttar R., glímir við kvíðaröskun en hann hélt veikindum sínum leyndum lengi vel. 22. mars 2014 12:00 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Sjá meira
Sigurbergur um þunglyndi: Lífið er ekki bara fótbolti Sigurbergur Elísson rekur söguna frá því hann varð yngsti leikmaðurinn til að koma við sögu í efstu deild á Íslandi. 28. júní 2015 14:15
Gat áður aðeins talað um veikindin við lækna Ingólfur Sigurðsson, leikmaður Þróttar R., glímir við kvíðaröskun en hann hélt veikindum sínum leyndum lengi vel. 22. mars 2014 12:00