Umræðurnar skiptast í þrjár umferðir og hefur hver þingsflokkur tíu mínútur í fyrstu umferð, sex mínútur í annarri og sex mínútur í síðustu umferð. Þingflokkur Samfylkingar tekur fyrst til máls, svo Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn, Framsókn, Björt framtíð og að lokum Píratar.
Oft hafa skapast líflegar umræður um málflutning þingmanna á samskiptamiðlum og hægt verður að taka þátt á Twitter með myllumerkinu #eldhusdagur.
Fylgjast má með útsendingunni neðst í fréttinni.
Fyrir Samfylkinguna tala Helgi Hjörvar, 9. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður, í fyrstu umferð, í annarri Oddný G. Harðardóttir, 6. þm. Suðurkjördæmis, og í þeirri þriðju, Valgerður Bjarnadóttir, 11. þm. Reykjavíkurkjördæmis norður. Ræðumenn Sjálfstæðisflokksins eru Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í fyrstu umferð, Unnur Brá Konráðsdóttir, 4. þm. Suðurkjördæmis, í annarri umferð, en í þriðju umferð Brynjar Níelsson, 5. þm. Reykjavíkurkjördæmis norður.
Fyrir Vinstri hreyfinguna – grænt framboð tala Svandís Svavarsdóttir, 5. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður, í fyrstu umferð, Lilja Rafney Magnúsdóttir, 8. þm. Norðvesturkjördæmis, í annarri, en í þriðju umferð Andrés Ingi Jónsson, 8. þm. Reykjavíkurkjördæmis norður. Ræðumenn Framsóknarflokksins eru í fyrstu umferð Þórunn Egilsdóttir, 8. þm. Norðausturkjördæmis, Willum Þór Þórsson, 5. þm. Suðvesturkjördæmis, í annarri, og Silja Dögg Gunnarsdóttir, 3. þm. Suðurkjördæmis, í þriðju umferð.
Fyrir Bjarta framtíð tala í fyrstu umferð Róbert Marshall, 6. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður, í annarri Brynhildur Pétursdóttir, 10. þm. Norðausturkjördæmis, en í þriðju umferð Óttarr Proppé, 11. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður. Ræðumenn Pírata eru Helgi Hrafn Gunnarsson, 10. þm. Reykjavíkurkjördæmis norður, í fyrstu umferð, Birgitta Jónsdóttir, 12. þm. Suðvesturkjördæmis, í annarri, en í þriðju umferð Jón Þór Ólafsson, 10. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður.