Real Madrid hefur komist að samkomulagi við Espanyol um kaup á markverðinum Kiko Casilla.
Kaupverðið er sagt vera sex milljónir evra en Casilla skrifaði undir fimm ára samning við Real Madrid. Casilla, sem er 28 ára, er því á heimleið en hann er uppalinn hjá Real Madrid þótt hann hafi aldrei leikið með aðalliði félagsins.
Real Madrid hefur verið í markvarðaleit eftir að Iker Casillas var seldur til Porto eftir að hafa leikið með spænska liðinu allan sinn feril.
David de Gea, markvörður Manchester United, hefur verið þrátlátlega orðaður við Real Madrid undanfarna mánuði en óvíst er hvort eða hvenær hann fer aftur til Spánar.
Þangað til annað kemur í ljós munu því Casilla og Keylor Navas, landsliðsmarkvörður Kosta Ríka, berjast um markvarðastöðuna hjá Real Madrid næsta vetur.
Casilla til Real Madrid

Tengdar fréttir

Móðir Casillas segir að Florentino Perez sé að þvinga hann frá Real Madrid
Móðir Casillas segir að Perez hafi viljað fá Buffon til Real Madrid árið 2009 og síðan þá hafi samband félagsins við Casillas verið einkennilegt.

Benitez: Ramos fer hvergi
Þrátt fyrir meintan vilja spænska varnarmannsins að fara til Manchester United verður hann áfram í spænsku höfuðborginni.

De Gea fer með í æfingaferð United
David De Gea hefur verið orðaður við Real Madrid en ekkert tilboð hefur borist í kappann.

Sala De Gea til Real í uppnámi vegna meiðsla Lloris?
Hugo Lloris er úlnliðsbrotinn og missir af upphafi keppnistímabilsins í ensku úrvalsdeildinni.

Samkomulag í höfn hjá De Gea og Real Madrid?
Spænska blaðið Marca fullyrðir að Real Madrid sé reiðubúið að bíða í eitt ár ef David De Gea fær ekki að fara frá Manchester United í sumar.