Gunnar Nielsen varði víti og Stjarnan slapp með 2-0 tap Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júlí 2015 17:01 Gunnar Nielsen var frábær í kvöld. Vísir/Stefán Stjarnan tapaði 2-0 fyrir skosku meisturunum í Celtic í kvöld þegar liðin mættust á Celtic Park í kvöld í fyrri leik liðanna í forkeppni Meistaradeildarinnar. Gunnar Nielsen, færeyski markvörður Stjörnuliðsins, átti frábæran leik í markinu og varði margoft frá leikmönnum Celtic þar á meðal vítaspyrnu tólf mínútum fyrir leikslok. Stjarnan á því enn smá von um sæti í næstu umferð og munaði þar miklu um að Celtic-liðið náði ekki að bæta við þriðja markinu á lokakafla leiksins. Celtic náði upp mikilli pressu í fyrri hálfleiknum en það munaði bara einni mínútu að Garðabæjarliðið færi með hreint mark inn í hálfleik. Dedryck Boyata, sem var að spila sinn fyrsta mótsleik fyrir Celtic, braut ísinn á 44. mínútu með flottum skalla eftir hornspyrnu Stefan Johansen. Markið hafði legið í loftinu en samt svekkjandi fyrir Stjörnuliðið þegar var svona stutt í hálfleikinn. Stjörnumenn létu þó ekki bugast af þessu mótlæti og komu mjög ákveðnir inn í seinni hálfleikinn. Jeppe Hansen, Arnar Már Björgvinsson og Hörður Árnason fengu allir tækifæri til að skora á góðum kafla liðsins í upphafi seinni hálfleiks en Celtic slapp með skrekkinn. Skotarnir nýttu sér þá sofandahátt í vörn Stjörnumanna sem endaði á því að Stefan Johansen fékk sendingu í gegnum miðja vörn Stjörnumanna og skoraði auðveldlega. Celtic tók í framhaldinu öll völd á vellinum og það stefndi í fleiri skosk mörk enda ennþá meira en hálftími eftir af leiknum. Stjörnumenn héldu þó velli og fengu ekki á sig fleiri mörk þótt að nokkrum sinnum hafi munað litlu. Gunnar Nielsen kom til bjargar á 78. mínútu þegar Hörður Árnason fékk dæmt á sig víti fyrir brot á Stefan Johansen. Gunnar Nielsen varði vítið frábærlega frá Leigh Griffiths. Gunnar Nielsen varði einnig mjög vel frá Stuart Armstrong á lokamínútu venjulegs leiktíma en það var áttunda markvarsla hans í leiknum á Celtic Park í kvöld. Fótbolti Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Fleiri fréttir Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Sjá meira
Stjarnan tapaði 2-0 fyrir skosku meisturunum í Celtic í kvöld þegar liðin mættust á Celtic Park í kvöld í fyrri leik liðanna í forkeppni Meistaradeildarinnar. Gunnar Nielsen, færeyski markvörður Stjörnuliðsins, átti frábæran leik í markinu og varði margoft frá leikmönnum Celtic þar á meðal vítaspyrnu tólf mínútum fyrir leikslok. Stjarnan á því enn smá von um sæti í næstu umferð og munaði þar miklu um að Celtic-liðið náði ekki að bæta við þriðja markinu á lokakafla leiksins. Celtic náði upp mikilli pressu í fyrri hálfleiknum en það munaði bara einni mínútu að Garðabæjarliðið færi með hreint mark inn í hálfleik. Dedryck Boyata, sem var að spila sinn fyrsta mótsleik fyrir Celtic, braut ísinn á 44. mínútu með flottum skalla eftir hornspyrnu Stefan Johansen. Markið hafði legið í loftinu en samt svekkjandi fyrir Stjörnuliðið þegar var svona stutt í hálfleikinn. Stjörnumenn létu þó ekki bugast af þessu mótlæti og komu mjög ákveðnir inn í seinni hálfleikinn. Jeppe Hansen, Arnar Már Björgvinsson og Hörður Árnason fengu allir tækifæri til að skora á góðum kafla liðsins í upphafi seinni hálfleiks en Celtic slapp með skrekkinn. Skotarnir nýttu sér þá sofandahátt í vörn Stjörnumanna sem endaði á því að Stefan Johansen fékk sendingu í gegnum miðja vörn Stjörnumanna og skoraði auðveldlega. Celtic tók í framhaldinu öll völd á vellinum og það stefndi í fleiri skosk mörk enda ennþá meira en hálftími eftir af leiknum. Stjörnumenn héldu þó velli og fengu ekki á sig fleiri mörk þótt að nokkrum sinnum hafi munað litlu. Gunnar Nielsen kom til bjargar á 78. mínútu þegar Hörður Árnason fékk dæmt á sig víti fyrir brot á Stefan Johansen. Gunnar Nielsen varði vítið frábærlega frá Leigh Griffiths. Gunnar Nielsen varði einnig mjög vel frá Stuart Armstrong á lokamínútu venjulegs leiktíma en það var áttunda markvarsla hans í leiknum á Celtic Park í kvöld.
Fótbolti Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Fleiri fréttir Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Sjá meira