Gunnar Nielsen varði víti og Stjarnan slapp með 2-0 tap Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júlí 2015 17:01 Gunnar Nielsen var frábær í kvöld. Vísir/Stefán Stjarnan tapaði 2-0 fyrir skosku meisturunum í Celtic í kvöld þegar liðin mættust á Celtic Park í kvöld í fyrri leik liðanna í forkeppni Meistaradeildarinnar. Gunnar Nielsen, færeyski markvörður Stjörnuliðsins, átti frábæran leik í markinu og varði margoft frá leikmönnum Celtic þar á meðal vítaspyrnu tólf mínútum fyrir leikslok. Stjarnan á því enn smá von um sæti í næstu umferð og munaði þar miklu um að Celtic-liðið náði ekki að bæta við þriðja markinu á lokakafla leiksins. Celtic náði upp mikilli pressu í fyrri hálfleiknum en það munaði bara einni mínútu að Garðabæjarliðið færi með hreint mark inn í hálfleik. Dedryck Boyata, sem var að spila sinn fyrsta mótsleik fyrir Celtic, braut ísinn á 44. mínútu með flottum skalla eftir hornspyrnu Stefan Johansen. Markið hafði legið í loftinu en samt svekkjandi fyrir Stjörnuliðið þegar var svona stutt í hálfleikinn. Stjörnumenn létu þó ekki bugast af þessu mótlæti og komu mjög ákveðnir inn í seinni hálfleikinn. Jeppe Hansen, Arnar Már Björgvinsson og Hörður Árnason fengu allir tækifæri til að skora á góðum kafla liðsins í upphafi seinni hálfleiks en Celtic slapp með skrekkinn. Skotarnir nýttu sér þá sofandahátt í vörn Stjörnumanna sem endaði á því að Stefan Johansen fékk sendingu í gegnum miðja vörn Stjörnumanna og skoraði auðveldlega. Celtic tók í framhaldinu öll völd á vellinum og það stefndi í fleiri skosk mörk enda ennþá meira en hálftími eftir af leiknum. Stjörnumenn héldu þó velli og fengu ekki á sig fleiri mörk þótt að nokkrum sinnum hafi munað litlu. Gunnar Nielsen kom til bjargar á 78. mínútu þegar Hörður Árnason fékk dæmt á sig víti fyrir brot á Stefan Johansen. Gunnar Nielsen varði vítið frábærlega frá Leigh Griffiths. Gunnar Nielsen varði einnig mjög vel frá Stuart Armstrong á lokamínútu venjulegs leiktíma en það var áttunda markvarsla hans í leiknum á Celtic Park í kvöld. Fótbolti Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Sjá meira
Stjarnan tapaði 2-0 fyrir skosku meisturunum í Celtic í kvöld þegar liðin mættust á Celtic Park í kvöld í fyrri leik liðanna í forkeppni Meistaradeildarinnar. Gunnar Nielsen, færeyski markvörður Stjörnuliðsins, átti frábæran leik í markinu og varði margoft frá leikmönnum Celtic þar á meðal vítaspyrnu tólf mínútum fyrir leikslok. Stjarnan á því enn smá von um sæti í næstu umferð og munaði þar miklu um að Celtic-liðið náði ekki að bæta við þriðja markinu á lokakafla leiksins. Celtic náði upp mikilli pressu í fyrri hálfleiknum en það munaði bara einni mínútu að Garðabæjarliðið færi með hreint mark inn í hálfleik. Dedryck Boyata, sem var að spila sinn fyrsta mótsleik fyrir Celtic, braut ísinn á 44. mínútu með flottum skalla eftir hornspyrnu Stefan Johansen. Markið hafði legið í loftinu en samt svekkjandi fyrir Stjörnuliðið þegar var svona stutt í hálfleikinn. Stjörnumenn létu þó ekki bugast af þessu mótlæti og komu mjög ákveðnir inn í seinni hálfleikinn. Jeppe Hansen, Arnar Már Björgvinsson og Hörður Árnason fengu allir tækifæri til að skora á góðum kafla liðsins í upphafi seinni hálfleiks en Celtic slapp með skrekkinn. Skotarnir nýttu sér þá sofandahátt í vörn Stjörnumanna sem endaði á því að Stefan Johansen fékk sendingu í gegnum miðja vörn Stjörnumanna og skoraði auðveldlega. Celtic tók í framhaldinu öll völd á vellinum og það stefndi í fleiri skosk mörk enda ennþá meira en hálftími eftir af leiknum. Stjörnumenn héldu þó velli og fengu ekki á sig fleiri mörk þótt að nokkrum sinnum hafi munað litlu. Gunnar Nielsen kom til bjargar á 78. mínútu þegar Hörður Árnason fékk dæmt á sig víti fyrir brot á Stefan Johansen. Gunnar Nielsen varði vítið frábærlega frá Leigh Griffiths. Gunnar Nielsen varði einnig mjög vel frá Stuart Armstrong á lokamínútu venjulegs leiktíma en það var áttunda markvarsla hans í leiknum á Celtic Park í kvöld.
Fótbolti Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Sjá meira