Atkvæðagreiðslu hjúkrunarfræðinga lokið: „Líklegra að þetta verði fellt frekar en hitt“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 15. júlí 2015 11:33 Hjúkrunarfræðingar hafa almennt verið neikvæðir í garð kjarasamnings við ríkið. Vísir „Mér finnst nú líklegra að þetta verði fellt frekar en hitt, miðað við hvað ég heyri af félagsmönnum. En maður veit aldrei þar sem stór hluti var mjög tvístígandi,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður félags hjúkrunarfræðinga, um atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning hjúkrunarfræðinga við ríkið. Skiptar skoðanir hafa verið á samningnum sem kosið er um en komið hefur fram í fréttum að hann hafi ekki komið til móts við kröfur samninganefndar hjúkrunarfræðinga. Ákveðið var þó að samþykkja samninginn þar sem stefndi í að Gerðardómur tæki ákvörðun um kjör stéttarinnar samkvæmt lögum Alþingis sem bundu enda á verkfall hjúkrunarfræðinga. Góð þátttaka hefur verið í atkvæðagreiðslunni. „Ég hef ekki athugað stöðuna í dag en hún var um sjötíu prósent í gær,“ segir hann. Atkvæðagreiðslan hefur staðið síðan 4. júlí en henni lýkur núna á hádegi. „Félagsmenn geta kosið til 11.59,“ segir Ólafur en kosning er rafræn. Kjörsókn hjúkrunarfræðinga hefur í gegnum tíðina verið talin góð en að sögn Ólafs hefur hún verið milli fimmtíu og sextíu prósent. Það eru því ívið fleiri hjúkrunarfræðingar sem taka afstöðu hvað varðar þennan kjarasamning sem liggur á borðinu núna en áður þrátt fyrir góða þátttöku á árum áður. Kjarasamningur hjúkrunarfræðinga við ríkið var undirritaður 23. júní síðastliðinn.Uppfært klukkan 12.01 Alþingi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Yfirlýsing hjúkrunarfræðinema: Ætla ekki að ráða sig í störf eftir útskrift Skortur er á hjúkrunarfræðingum hér á landi og allt að helmingur stéttarinnar gæti verið óstarfandi eftir nokkur ár. 1. júlí 2015 13:11 Flestir hjúkrunarfræðingar neikvæðir og líst ekki nógu vel á samninginn Hjúkrunarfræðingar greiða atkvæði um nýjan kjarasamning. 6. júlí 2015 12:15 Bjarni Ben: Við höfum aldrei sett meiri fjármuni í Landspítalann Bjarni Ben var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu 5. júlí 2015 11:00 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
„Mér finnst nú líklegra að þetta verði fellt frekar en hitt, miðað við hvað ég heyri af félagsmönnum. En maður veit aldrei þar sem stór hluti var mjög tvístígandi,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður félags hjúkrunarfræðinga, um atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning hjúkrunarfræðinga við ríkið. Skiptar skoðanir hafa verið á samningnum sem kosið er um en komið hefur fram í fréttum að hann hafi ekki komið til móts við kröfur samninganefndar hjúkrunarfræðinga. Ákveðið var þó að samþykkja samninginn þar sem stefndi í að Gerðardómur tæki ákvörðun um kjör stéttarinnar samkvæmt lögum Alþingis sem bundu enda á verkfall hjúkrunarfræðinga. Góð þátttaka hefur verið í atkvæðagreiðslunni. „Ég hef ekki athugað stöðuna í dag en hún var um sjötíu prósent í gær,“ segir hann. Atkvæðagreiðslan hefur staðið síðan 4. júlí en henni lýkur núna á hádegi. „Félagsmenn geta kosið til 11.59,“ segir Ólafur en kosning er rafræn. Kjörsókn hjúkrunarfræðinga hefur í gegnum tíðina verið talin góð en að sögn Ólafs hefur hún verið milli fimmtíu og sextíu prósent. Það eru því ívið fleiri hjúkrunarfræðingar sem taka afstöðu hvað varðar þennan kjarasamning sem liggur á borðinu núna en áður þrátt fyrir góða þátttöku á árum áður. Kjarasamningur hjúkrunarfræðinga við ríkið var undirritaður 23. júní síðastliðinn.Uppfært klukkan 12.01
Alþingi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Yfirlýsing hjúkrunarfræðinema: Ætla ekki að ráða sig í störf eftir útskrift Skortur er á hjúkrunarfræðingum hér á landi og allt að helmingur stéttarinnar gæti verið óstarfandi eftir nokkur ár. 1. júlí 2015 13:11 Flestir hjúkrunarfræðingar neikvæðir og líst ekki nógu vel á samninginn Hjúkrunarfræðingar greiða atkvæði um nýjan kjarasamning. 6. júlí 2015 12:15 Bjarni Ben: Við höfum aldrei sett meiri fjármuni í Landspítalann Bjarni Ben var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu 5. júlí 2015 11:00 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
Yfirlýsing hjúkrunarfræðinema: Ætla ekki að ráða sig í störf eftir útskrift Skortur er á hjúkrunarfræðingum hér á landi og allt að helmingur stéttarinnar gæti verið óstarfandi eftir nokkur ár. 1. júlí 2015 13:11
Flestir hjúkrunarfræðingar neikvæðir og líst ekki nógu vel á samninginn Hjúkrunarfræðingar greiða atkvæði um nýjan kjarasamning. 6. júlí 2015 12:15
Bjarni Ben: Við höfum aldrei sett meiri fjármuni í Landspítalann Bjarni Ben var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu 5. júlí 2015 11:00