Selfyssingar gerðu sér lítið fyrir og lögðu topplið Þróttar, 2-0, í 11. umferð 1. deildar karla í kvöld.
Þetta var fyrsti leikur Selfoss undir stjórn Gunnars Rafns Borgþórssonar sem tók við liðinu af Zoran Miljkovic í síðustu viku.
Ivanirson Silva Oliveira komst Selfossi yfir á 42. mínútu með marki beint úr aukaspyrnu sem dæmd var á Karl Brynjar Björnsson, varnarmann Þróttar. Karl fékk að líta sitt annað spjald og þar með rautt fyrir brotið.
Staðan var 1-0 í hálfleik en á 53. mínútu kom Ingi Rafn Ingibergsson heimamönnum í 2-0.
Fleiri urðu mörkin ekki og Selfyssingar fögnuðu langþráðum sigri, þeim fyrsta síðan 11. júní.
Selfoss er í 8. sæti deildarinnar með 12 stig, jafnmörg og HK en betri markatölu.
Þrátt fyrir tapið eru Þróttarar með þriggja stiga forskot á Fjarðabyggð, sem er í 2. sætinu, og fjórum stigum á undan Víkingum frá Ólafsvík sem eru í 3. sætinu.
Sigur í fyrsta leiknum undir stjórn Gunnars
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

Fótboltastrákur lést eftir hnéaðgerð
Fótbolti





Byrjar meðferð vegna brjóstakrabbameins
Handbolti


Alexander Máni seldur til Midtjylland
Íslenski boltinn

Einar tekur við Víkingum
Íslenski boltinn
