ESB leggur blessun sína yfir áætlanir Dana um göng til Þýskalands Atli Ísleifsson skrifar 24. júlí 2015 14:18 Göngin eiga að verða átján kílómetra löng og er áætlaður kostnaður um 1.300 milljarðar króna. Mynd/Femern Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lagt blessun sína yfir áætlanir danskra yfirvalda um að tengja Láland og þýsku eyjuna Fehmarn með átján kílómetra löngum göngum. Verði göngin að veruleika mun ferðatíminn milli Kaupmannahafnar og Þýskalands styttast verulega. Framkvæmdastjórnin hefur nú úrskurðað að gangnaverkefnið gangi ekki gegn Evrópureglum um ríkisaðstoð. Göngin eiga að verða átján kílómetra löng og er áætlaður kostnaður um 1.300 milljarðar króna. Áætlað að framkvæmdir hefjist í janúar á næsta ári og ljúki 2024. Í göngunum eiga að vera tveggja akreina vegir í báðar áttir, auk tveggja spora fyrir lestir. Ferjufyrirtækið Scandline, sem sér um siglingar milli Rödby og Puttgarten, hefur mótmælt fyrirhuguðum framkvæmdum og segir ríkisaðstoðina skekkja samkeppnisstöðuna á markaðnum. Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lagt blessun sína yfir áætlanir danskra yfirvalda um að tengja Láland og þýsku eyjuna Fehmarn með átján kílómetra löngum göngum. Verði göngin að veruleika mun ferðatíminn milli Kaupmannahafnar og Þýskalands styttast verulega. Framkvæmdastjórnin hefur nú úrskurðað að gangnaverkefnið gangi ekki gegn Evrópureglum um ríkisaðstoð. Göngin eiga að verða átján kílómetra löng og er áætlaður kostnaður um 1.300 milljarðar króna. Áætlað að framkvæmdir hefjist í janúar á næsta ári og ljúki 2024. Í göngunum eiga að vera tveggja akreina vegir í báðar áttir, auk tveggja spora fyrir lestir. Ferjufyrirtækið Scandline, sem sér um siglingar milli Rödby og Puttgarten, hefur mótmælt fyrirhuguðum framkvæmdum og segir ríkisaðstoðina skekkja samkeppnisstöðuna á markaðnum.
Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira