Dæmi hver fyrir sig en Suárez var tekinn af velli í hálfleik en Barcelona hafði betur í leiknum 2-1. Bætti Sergi Roberto við marki í seinni hálfleik en Tommy Meyer náði að klóra í bakkann undir lok leiksins.
Í San Jose vann Manchester United öruggan sigur á San Jose Earthquakes en Juan Mata, Memphis Depay og Andreas Pereira sáu um markaskorunina fyrir þá rauðklæddu. Fatai Alashe minnkaði muninn fyrir San Jose í stöðunni 0-2 en lengra komust þeir ekki.
Barcelona og Manchester United mætast síðan á laugardaginn á Levi's Stadium, heimavelli San Fransisco 49ers en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport HD og verður flautað til leiks klukkan 20.00.